Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 4

Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 4
FARARTÆKIÐ Í einni af sögunum um Viggó Viðutan bregður úfinhærði iðju- leysinginn á leik og gerist keppnis- hjólreiðamaður. Hann spanar fram úr öllum, að því er virðist áreynslu- laust, en svo kemur í ljós að hann hafði stungið rafhlöðum inn í grindina á reiðhjólinu og tengt við mótor. Cowboy-rafmagnsreiðhjólið minnir á uppátæki Viggós, því bú- ið er að fela rafhlöðuna innan í sætisstönginni. Er samt auðvelt fyrir notandann að fjarlægja raf- hlöðuna og taka hana með sér þeg- ar hjólinu er lagt. Ekki tekur nema 2,5 klukkustundir að hlaða rafhlöðuna og á hleðslan að nægja til að ferðast allt að 48 km vegalengd án þess að þurfa að reyna á einn ein- asta vöðva í fótunum. Fullkomnir skynjarar greina hvernig hjólið er notað og beina auknum krafti út í keðjuna þegar á þarf að halda. Eins og það sé ekki nóg þá er Cowboy-hjólið með innbyggðum fram- og afturljósum og diska- bremsum, og með þar til gerðu snjallsímaforriti má greina notkun hjólsins í þaula og vakta hvar það er staðsett. Er þá eftir að nefna að hönnunin þykir hafa heppnast svo vel að hjólið hlaut Red Dot- hönnunarverðlaunin á dögunum. Hjólið kostar 2.125 dali og fæst hjá http://cowboy.bike. ai@mbl.is Rafmagnshjól sem læðist með veggjum Í FERÐALAGIÐ Eins og lesendur hefur eflaust lengi grunað þá hafa blaðamenn Við- skiptaMoggans tamið sér ýmsa ósiði. Þeir eiga t.d. erfitt með að fúlsa við góðum kokkteil og þykir ágætt að púa vindil endrum og eins. Og verandi svona miklir nautnaseggir vita þeir að það getur verið óttalegt basl að ferðast út í heim með uppáhaldsvindlana. Tóbakslaufið er viðkvæmt, þolir ekki hnjask og þarf að geyma við rétt raka- og hitastig. Sumir vindlaunnendur grípa til þess ráðs að fjárfesta í plastöskjum sem eru sérhannaðar fyrir vindla á ferðinni, þar sem hver vindill er um- vafinn mjúkum svampi. Þær öskjur hafa samt ákveðna galla, enda nokk- uð fyrirferðarmiklar, ekkert sér- staklega fallegar og ekki með pláss fyrir aukahluti eins og kveikjara og vindlaskera. Vandinn er leystur með þessu „vindlaveski“ frá Puro Prestige (www.puroprestige.com). Veskið er á stærð við fílófax og er með litlu hólfi úr sedrusviði sem rúmar allt að fjóra vindla í venjulegri stærð. Einn- ig er vasi fyrir vindlaskera og kveikj- ara og að auki gullhúðaður standur þar sem hvíla má vindilinn á meðan hann er reyktur. Vindlaveskið má m.a. fá gert úr brúnu eða svörtu leðri, eða í felulitum fyrir veiðimenn- ina og kostar 375 dali. ai@mbl.is Ekki skilja uppáhalds- vindlana eftir heima 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018FRÉTTIR Snögg og góð þjónusta Stafrænt prentaðir límmiðar á rúllum Vantar þig lítið upplag? Stafræn límmiðaprentun hentar vel fyrir minni upplög. Pappír, hvítt plast, glært plast og fl. þú velur! Sími 540 1818 | Skemmuvegi 4 | Kópavogi midaprent@midaprent.is | midaprent.is DHL hefur kynnt ýmsar nýj- ungar til sögunnar á undan- förnum árum og opnaði nýlega í Firðinum í Hafnarfirði fjórða SwipBox-pósthólfið; sjálfvirkt kerfi þar sem viðskiptavinir geta skilið eftir og sótt sendingar á þeim tíma sem þeim hentar. Sverrir Auðunsson fram- kvæmdastjóri segir vaxandi vin- sældir netverslunar hafa haft töluverð áhrif á starfsemina. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Við höfum verið að glíma við ákveðin en ólík húsnæðisvanda- mál á báðum starfsstöðvunum okkar sem við erum að leysa. Þar að auki hefur vöxtur undanfar- inna tveggja ára í netverslun ver- ið gríðarleg áskorun og hafa henni fylgt vaxtarverkir. Það hef- ur kallað á mikla fjarfestingu í innviðum, kerfum og starfsfólki til að tryggja að þjónustugæðin okkar samræmist kröfum og væntingum viðskiptavina á hverj- um tíma. Samkeppni um starfs- fólk á Keflavíkurflugvallar- svæðinu hefur einnig verið áskorun. Hver var síðasta ráðstefnan sem þú sóttir? Það var mér mikill heiður að fá að taka þátt í viðburðinum Fram- úrskarandi fyrirtæki í Hörpu, og það í fyrsta skipti í sögu DHL á Íslandi. Þar flutti Jóhannes frá Fabrikkunni skemmtilegt erindi og boðskapur hans endurspeglaði einmitt það viðhorf mitt að við værum ekki í Hörpunni ef ekki væri fyrir okkar frábæra starfs- fólk. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Bókin Shackleton’s Way er sú bók sem hefur veitt mér mestan innblástur. Leiðtogahæfnina sem einkenndi Shackleton er auðveld- lega hægt að yfirfæra á nútíma- kröfur stjórnenda. Og að tileinka sér það góða frá öllum mínum fyrirmyndum hefur reynst mér vel. Hver myndi leika þig í kvik- mynd um líf þitt og afrek? Þar sem ég fæddist í Keflavík, held með Njarðvík, bý í Grinda- vík og vinn í Reykjavík myndi Jason Biggs leika mig í ævin- týramyndinni Leitin að fullkomnu Víkinni. Einhvers konar sam- bland af Goonies og Indiana Jon- es með húmorinn frá American Pie. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Ég reyni að lesa efni á netinu og nýti 50 km aksturinn á milli heimilis og vinnu til að hlusta á m.a. viðskiptatengda netvarps- þætti. Auk þess lærir maður einna mest á því að kenna öðrum þannig að ég reyni að miðla þekk- ingu minni áfram og dreg svo lærdóm af reynslusögum annarra. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Flutningaþjónustan hefur feng- ið að njóta góðs af sprengingunni sem hefur orðið í netverslun og sést það vel á aukningunni á inn- flutningi vara til landsins. Út- flutningurinn frá Íslandi hefur ávallt átt erfitt með að halda í við innflutninginn en við höfum verið að brúa bilið og höfum aðstoðað t.d. íslenskar netverslanir við að koma sér af stað út í heim. Í gegnum flutningskerfið okkar náum við að tengja Ísland til yfir 220 landa og eru ákveðin tæki- færi fólgin í því fyrir okkar við- skiptavini. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráður í einn dag? Tel að það sé fjöldi laga sem ætti að breyta. Myndi leyfa beygju til hægri á rauðu ljósi, veita meiri fjárstuðning til Toll- stjórans til að uppfæra þjón- ustuna nær nútímanum og tryggja að refsidómar væru í samræmi við afleiðingar afbrota. En umfram allt er brýn þörf á lagasetningu sem tryggir lands- mönnum hraða læknisþjónustu og á því sviði hefur Ísland klárlega dregist aftur úr hinum Norð- urlandaþjóðunum. SVIPMYND Sverrir Auðunsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi Hefur Shackleton sem fyrirmynd Morgunblaðið/Arnþór Sverrir hefur tamið sér að nota 50 km aksturinn á milli heimilis og vinnu til að hlusta á fræðandi efni. NÁM: Stúdent frá Bayside High School í Virginia Beach 1994. Framhaldsnám tekið í Virginia Wesleyan, Old Dom- inion og útskrifaðist ég sem viðskiptafræðingur með áherslu á fjármál frá Auburn University, Montgomery árið 1999. STÖRF: Hef unnið hjá DHL frá aldamótunum, þar af átta ár sem rekstrarstjóri og sjö ár sem fjármálastjóri. ÁHUGAMÁL: Nýt þess að verja tímanum með fjölskyldu og vinum. Fylgist vel með íþróttum en búinn að leggja skóna á hilluna í fótboltanum eftir krossbandsslitin. Reyni að komast sem oftast í golf á sumrin og hef verið í stjórn Golfklúbbs Grindavíkur í sex ár. FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er kvæntur Sesselju Bogadóttur náms- og starfsráðgjafa og á fimm börn á aldrinum 4-17 ára. HIN HLIÐIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.