Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 7SJÁVARÚTVEGUR
• Staðfest deiliskipulag sem gerir ráð fyrir 86 íbúðum
frá 35 – 250 m2 á fjórum til átta hæðum.
• 5181 m2 lóð.
• Í stað núverandi bygginga á lóðunum er heimilt að reisa
íbúðabyggingu/fjölbýlishús í einni U-laga byggingu með
bifreiðageymslu og verslun/þjónustu á jarðhæð ásamt geymslum í kjallara.
Óskað er eftir tilboðum í verkefnið.
NÁNARI
UPPLÝSINGAR
VEITIR:
AM Praxis lögmannsstofa
Reynir Karlsson, löggiltur fasteignasali
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Símar 533 3333 og 824 7227
Netfang: reynir@ampraxis.is
Fasteignaverkefni til sölu
Borgartún 34-36
Útreikningar Deloitte sýna að árið
2016 greiddi íslenskur sjávar-
útvegur um það bil 47 milljarða
króna fyrir vörur og þjónustu frá
iðnfyrirtækjum sem þjónusta grein-
ina. „Þetta eru einkum fyrirtæki
sem eru að smíða og hanna fisk-
vinnsluvélar og aðrar tæknilausnir,
og einnig félög sem að skaffa um-
búðir, veiðarfæri og því um líkt,“ út-
skýrir Lovísa Anna Finnbjörns-
dóttir, meðeigandi hjá Deloitte og
sviðsstjóri fjármálaráðgjafar.
Greining Deloitte var gerð í sam-
vinnu við Samtök fyrirtækja í sjáv-
arútvegi og segir Lovísa að ekki fari
milli mála að sá iðnaður sem orðið
hefur til í kringum sjávarútveginn sé
risastór atvinnugrein. „Við skil-
greindum þennan hóp innlendra iðn-
og tæknifyrirtækja og skoðuðum
rekstrartölur þeirra og kom þá í ljós
að árið 2016 nam heildarvelta þess-
ara félaga um 75 milljörðum króna á
innanlandsmarkaði. Við getum
reiknað með að erlend starfsemi
þeirra sé jafnstór ef ekki stærri
enda eru mörg þessara fyrirtækja
að selja þekkingu sína og tækjabún-
að á erlendum mörkuðum.“
Deloitte tók einnig saman hversu
mörg störf viðskipti sjávarútvegsins
eru að skapa, sem og hverjar skatt-
tekjur hins opinbera eru. „Við fáum
það út að íslenskur sjávarútvegur
stóð undir liðlega 1.500 störfum hjá
þessum iðnfyrirtækjum á árinu 2016
og að viðskiptin hafi skilað 4,7 millj-
örðum króna til hins opinbera sama
ár,“ upplýsir Lovísa.
Til að setja tölurnar í samhengi
bendir Lovísa á að framlag þessara
viðskipta til landsframleiðslu Ís-
lands sé um 0,8%. „Þá hafa þessar
tölur verið á uppleið, og í nýlegri út-
tekt sjávarklasans kemur fram að
velta tæknifyrirtækja sem tengjast
sjávarútvegi hefur aukist um 10-12%
á milli ára.“
Rennir stoðum undir útflutning
Lovísa segir að þegar rætt er við
stjórnendur fyrirtækjanna sem
þjónusta sjávarútveginn megi oft
greina að það hafi verið tækifærin á
heimaslóðum sem renndu stoðunum
undir reksturinn og gerðu þessum
félögum fært að herja í framhaldinu
á erlenda markaði. „Bæði hefur
sjávarútvegurinn verið duglegur að
fjárfesta í nýjum tækjum og tækni
en það munar líka um það hvað sam-
starfið við sjávarútvegsfyrirtækin
hefur verið náið og hægt að þróa
nýjar og betri vélar nánast inni á
gólfi hjá fiskvinnslunum. Síðan höf-
um við dæmi um fyrirtæki eins og
Marel, sem öðluðust mikla þekkingu
með smíði og hönnun fiskvinnsluvéla
sem þau síðan nýttu til að þróa bún-
að fyrir aðrar atvinnugreinar.“
Er nú svo komið að þessi stoð-
grein útgerða og fiskvinnslu gæti
verið búin að taka fram úr sjávar-
útveginum mælt í tekjum. „Útflutn-
ingsverðmæti íslensks sjávarfangs
er í kringum 200 milljarðar króna,“
segir Lovísa. „Ef við tökum veltu
iðnfyrirtækjanna innanlands, 75
milljarða, og gefum okkur að þau
séu álíka umsvifamikil erlendis, þá
gerir það 150 milljarða samanlagt.
Haldi vöxturinn áfram á sömu braut
er ljóst hvert stefnir.“
Sjávarútvegurinn stendur þó ekki
í stað á meðan: „Aukin tæknivæðing
er á sama tíma að skila meiri sjálf-
virkni, hagræðingu og gæðum. Það
er engin spurning að þeim peningum
sem greinin hefur varið í nýjan bún-
að hefur verið vel varið og stuðlar að
aukinni verðmætasköpun.“
Greiddu 47 millj-
arða fyrir vörur
og þjónustu
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Kaup sjávarútvegsins á
vélum, tækni, umbúðum
og veiðarfærum sköpuðu
að líkindum 1.500 störf og
skiluðu 4,7 milljörðum
króna í ríkissjóð.
Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir
Morgunblaðið/Golli
Mynd úr safni tekin í fiskvinnslunni á Suðureyri við Súgandafjörð. Sjávarútvegurinn kaupir vélar, veiðarfæri og aðra
íslenska framleiðslu fyrir marga tugi milljarða árlega og hefur notið góðs af með meiri sjálfvirkni og bættri nýtingu.