Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 9
Eimskipafélagið í tölum
81,4 milljarðar – rekstrartekjur 2017
2,1 milljarður – hagnaður 2017
28,3 milljarðar – eigið fé í lok mars 2018
49,3%– eiginfjárhlutfall í lokmars 2018
23. OKTÓBER 2014
Kauphöllin setur bréf
Eimskips á athug-
unarlista.
21. MAÍ 2018
Félagið sendir frá
sér áréttingu um
stöðu rannsóknar
Samkeppnis-
eftirlitsins, að kröfu
Fjármálaeftirlits-
ins, og greinir frá
því að forstjóri og
framkvæmdastjóri al-
þjóðasviðs hafi stöðu
sakbornings.
26. MAÍ 2016
Eimskip birtir uppgjör
fyrsta ársfjórðungs
og hækkar af-
komuspá fyrir árið.
Hlutabréf félags-
ins hækkuðu um
12,89% á næstu
tveimur dögum í
viðskiptum.
ÓBER 2014
aksóknari
samtali við
nblaðið að
ngar séu um
brot í tengsl-
agnalekann.
Verð á hlutabréfum í Eimskipafélaginu sl. 12 mánuði
350
300
250
200
150
júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí
2017 2018
30. MAÍ 2018
Dagslokagengi
Eimskipafélagsins er
188. Félagið aldrei
lægra skráð í Kaup-
höll frá skráningu í
árslok 2012.
26. MAÍ 2018
Félagið sendir frá sér
tilkynningu um að
það hafi fengið send
gögn um meginsak-
arefni þeirrar rann-
sóknar sem hófst
árið 2013. Lögmenn
fari nú yfi r málið.
Enginn starfsmaður
hafi verið ákærður.
11. MAÍ 2018
Forstjóri og
ramkvæmdastjóri
þjóðasviðs kallaðir
l skýrslutöku og fá
kjölfarið stöðu sak-
ornings í samráðs-
málinu.
17. MAÍ 2018
Félagið gefur út
afkomutilkynningu.
Í framhjáhlaupi er
nefnt að forstjórinn
hafi stöðu sakborn-
ings.
blaðamanni Morgunblaðsins svar við fyrirspurn
og þar kom fram að vísbendingar væru um refsi-
vert brot þegar kærunni var lekið til Kastljóss. Í
frétt Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morg-
unblaðinu, í lok janúar 2015 kom einnig fram að
heimildir Morgunblaðsins hermdu að starfs-
maður Samkeppniseftirlitsins hefði réttarstöðu
grunaðs manns í lekarannsókninni og að m.a.
væri verið að rannsaka ákveðin tölvugögn hjá
Samkeppniseftirlitinu.
Í tengslum við sömu umfjöllun var Páll Gunn-
ar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins innt-
ur eftir því hvort sá starfsmaður stofnunarinnar
sem hefði réttarstöðu grunaðs manns hefði verið
sendur í leyfi svaraði hann: „Enginn þeirra sem
starfa hjá Samkeppniseftirlitinu núna er með
réttarstöðu grunaðs manns.“ Hið loðna orðalag
svarsins reyndist komið til af þeirri einföldu
ástæðu að hinn grunaði hætti störfum í kjölfar
þess að málið kom upp. Ekki hefur fengist stað-
fest hvort hann hafi verið rekinn eða hvort hann
hafi ákveðið að hætta að eigin frumkvæði.
Í frétt í Morgunblaðinu fyrr í þessum mánuði
kom fram að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefði hætt rannsókn málsins í byrjun þessa árs.
Hins vegar hefði ríkissaksóknari fellt þá ákvörð-
un lögreglunnar úr gildi og lagt það fyrir lögregl-
una að ljúka henni. „Rannsókn málsins er því
hafin á nýjan leik en ég hef í sjálfu sér ekki skýr-
ingu á því af hverju rannsóknin dróst á langinn.
Þetta lýtur alltaf að umfangi máls og mannafla,“
sagði Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri
ákærusviðs LRH af þessu tilefni.
Tilkynningar berast seint
Eimskipafélagið hefur á ný komist í kastljós
fjölmiðla og enn er það í tengslum við þá at-
burðarás sem hófst með húsleit Samkeppniseft-
irlitsins í september 2013. Nú tengist umfjöllunin
hins vegar upplýsingagjöf fyrirtækisins til mark-
aðarins vegna rannsóknarinnar. Þannig ráku
margir upp stór augu laust fyrir klukkan 10 að
kvöldi annars í hvítasunnu. Þar barst í gegnum
tilkynningarkerfi Kauphallar Íslands tilkynning
frá Eimskipafélaginu undir yfirskriftinni „Ítrek-
un á fréttatilkynningu frá 17. maí sl.“. Þar var
vísað til afkomutilkynningar félagsins frá fyrr-
nefndum degi. Er þar farið í stuttu máli yfir feril
þeirrar rannsóknar sem hófst 2013. Þá segir:
„Þann 11. maí sl., fóru forstjóri og fram-
kvæmdastjóri alþjóðasviðs félagsins til skýrslu-
töku hjá Embætti héraðssaksóknara og fengu
báðir stöðu sakbornings þann sama dag.“ Í svari
við fyrirspurn ViðskiptaMoggans staðfestir Eim-
skipafélagið að krafa um birtingu ítrekunarinnar
hafi komið frá Fjármálaeftirlitinu mánudaginn
21. maí, þ.e. annan í hvítasunnu.
Hvergi hafði það verið tekið upp á opinberum
vettvangi, í kjölfar afkomutilkynningarinnar
hinn 17. maí, að forstjóri og framkvæmdastjóri
Eimskipafélagsins hefðu stöðu sakbornings í
samráðsmálinu, eða heldur að þeir hefðu verið
boðaðir til skýrslutöku sex dögum áður en af-
komutilkynningin barst markaðnum. Virtust
upplýsingar um það hafa farið fram hjá öllum.
Þegar rýnt er í afkomutilkynninguna frá
miðjum maí, sést að í samantekt er hvergi getið
um skýrslutökuna eða hina breyttu stöðu for-
svarsmanna fyrirtækisins. Þegar farið er í við-
hengi með samantektinni, en hún hefur að
geyma hina eiginlegu afkomutilkynningu, má
finna í kafla á bls. 6 sem ber yfirskriftina „Rann-
sókn Samkeppniseftirlitsins“ almennt orðaðan
texta um breytta stöðu málsins. Þar segir m.a.:
„Starfsmenn hjá Eimskip hafa verið boðaðir til
skýrslutöku af embætti héraðssaksóknara og
meðal þeirra yfirstjórnendur þ.m.t. forstjóri fé-
lagsins, sem hefur stöðu sakbornings.“ Í text-
anum er hins vegar hvergi getið um að skýrslu-
tökur hafi farið fram yfir forstjóranum og
framkvæmdastjóra alþjóðasviðs hinn 11. maí, né
heldur að þeir hafi báðir hlotið stöðu sakbornings
í kjölfar þess.
Í kjölfar ítrekunarinnar birti Morgunblaðið á
forsíðu sinni 22. maí frétt þar sem fjallað var um
upplýsingarnar sem nú voru komnar fram. Í
fréttinni kom einnig fram að tveir lykilstjórn-
endur hjá Samskipum hefðu stöðu sakbornings
vegna sama máls. Markaðurinn virðist hafa tekið
illa í ítrekunina og lækkuðu bréf félagsins um
4,67%. Degi síðar nam lækkunin 0,77%, tveimur
dögum síðar 1,82% en í lok þeirrar viku réttu
bréfin eilítið úr kútnum eða um rúmt 1%. Sú
hækkun gekk hins vegar öll til baka í upphafi
þessarar viku.
Ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hvort
Eimskipafélagið hafi brugðist skyldum sínum
sem skráð félag þegar kom að upplýsingagjöf um
skýrslutökuna og þá staðreynd að lykil-
stjórnendur þess hafa nú stöðu sakbornings í
máli sem varðar meint brot gegn samkeppn-
islögum. Ómögulegt hefur reynst að fá lögmenn
og fræðimenn til þess að tjá sig um málið undir
nafni. Hins vegar hefur verið bent á að í lögum
um verðbréfaviðskipti teljist innherjaupplýs-
ingar vera þær upplýsingar sem „ekki hafa verið
gerðar opinberar og varða beint eða óbeint út-
gefendur fjármálagerninga, fjármálagerningana
sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa
marktæk áhrif á markaðsverð fjármála-
gerninganna ef opinberar væru.“ Í ljósi þess að
Fjármálaeftirlitið fór fram á að ítrekun yrði send
út má telja ólíklegt að stofnunin telji að upplýs-
ingaskyldu hafi verið gætt. Engin svör fást um
það frá FME en viðmælendur ViðskiptaMogg-
ans telja að það hljóti m.a. að koma til skoðunar
hvort félagið hafi setið of lengi á upplýsingunum
með því að hafa ekki greint frá þeim, þótt með
loðnum hætti væri gert, fyrr en 6 dögum eftir að
hin breytta staða stjórnendanna var orðin ljós.
Eimskipafélagið staðfestir í svari til Við-
skiptaMoggans að FME hafi átt í frekari sam-
skiptum við félagið vegna birtingarinnar en vísar
að öðru leyti á stofnunina sem hafi málið með
höndum.
ViðskiptaMogginn leitaði einnig viðbragða
Eimskipafélagsins við þessu og hvort félagið
teldi að upplýsingarnar um ræðir hafi verið lík-
legar til þess að hafa marktæk áhrif á verðlagn-
ingu bréfa félagsins. Í skriflegu svari frá félaginu
segir: „Það hefur legið fyrir allt frá árinu 2014 að
þessi rannsókn sé í gangi og óljóst hver nið-
urstaða hennar verður. Félagið hefur upplýst um
stöðu málsins í sérstökum kafla í síðastliðnum 15
ársfjórðungsuppgjörum með sama hætti frá því
að ljóst var að málið hefði verið kært til Héraðs-
saksóknara.“
Sekt að fjárhæð 50 milljónir
króna staðfest
Hinn 18. apríl síðastliðinn hafnaði Héraðs-
dómur Reykjavíkur þeirri kröfu Eimskipafélags-
ins að felld yrði úr gildi sú ákvörðun FME að
leggja á félagið 50 milljóna króna stjórnvaldssekt
sem stofnunin lagði á félagið þar sem hún taldi að
það hefði ekki sinnt skyldu um birtingu inn-
herjaupplýsinga úr rekstri þess svo fljótt sem
auðið var. Eimskipafélagið getur enn áfrýjað nið-
urstöðu Héraðsdóms til Landsréttar. Málið teng-
ist því þegar félagið birti uppgjör fyrir fyrsta
ársfjórðungs ársins 2016. Þar kom fram að
EBITDA hefði numið 9,6 milljónum evra og auk-
ist um 66,5% í samanburði við fyrsta ársfjórðung
fyrra árs. Þá hefði hagnaður aukist um 21,1%
miðað við viðmiðunartímabilið árið áður. Ljóst er
að þessar upplýsingar lágu fyrir í drögum að
uppgjörinu sex dögum áður en það var birt op-
inberlega. Telur FME, og héraðsdómur einnig,
að félaginu hafi borið að senda frá sér afkomu-
viðvörun þegar upplýsingarnar lágu fyrst fyrir. Í
kjölfar uppgjörsins hækkuðu bréf félagsins um
12,89% á tveimur dögum. Bendir það til þess að
upplýsingarnar í uppgjörinu hafi haft verðmynd-
andi áhrif á markaðnum.
Morgunblaðið/Ómar
”
Hvergi hafði það verið tek-
ið upp á opinberum vett-
vangi, í kjölfar afkomu-
tilkynningarinnar hinn 17.
maí, að forstjóri og fram-
kvæmdastjóri Eimskipa-
félagsins hefðu stöðu sak-
bornings í samráðsmálinu,
eða heldur að þeir hefðu
verið boðaðir til skýrslu-
töku sex dögum áður en
afkomutilkynningin barst
markaðnum. Virtust upp-
lýsingar um það hafa farið
fram hjá öllum.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 9FRÉTTASKÝRING