Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 11FRÉTTIR
TIL LEIGU
Skipholt 31 – 105 Reykjavík
Skrifstofuhúsnæði
2. og 3. hæð hússins
Stærð samtals 1.200 fm.
Virðisaukaskattslaust.
Ólafur Jóhannsson
Rekstrarfræðingur
Löggiltur leigumiðlari
Löggiltur fasteignasali
534 1023 / 824 6703
olafur@jofur.is
Allar nánari upplýsingar veitir:
Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í
sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir
netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er
við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í
síma 824-6703. Laust strax.
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
Til leigu verslunar- og skrifstofuhúsnæði að Grandagarði 13, 101 Reykjavík, alls um 196,8 fm.
Laust í júní 2018. Í boði er langtíma leigusamningur. Húsnæðið býður upp á ýmsa möguleika fyrir
verslunar eða veitingastarfsemi. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á þessu sv ði á næstu árum.
Á jarðhæð er verslunarrými með góðum verslunargluggum út að götu. Bakatil er aðkoma og bílastæði.
Gengið er upp á 2. hæð um sameiginlegan sti agang þar sem eru sameiginlegar snyrtingar.
Á hæðinni r eldhús, tvær skrifstofur og opið vinnurými.
Neðri hæð er 80,3 fm., efri hæð 93,0 fm. og hlutdeild í sameign 23,5 fm.
534 1020
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
Ólafur
S: 824 6703
Magnús
S: 861 0511
Sigurður J.
S: 534 1026
Helgi Már
S: 897 7086
Bergsveinn
S: 863 5868
TIL LEIGU
Grandagarður 13 – 101 Rvk
Gerð: Verslunar- og
skrifstofuhúsnæði
Stærð: 196,8 m2
Allar nánari upplýsingar veitir:
Bergsveinn Ólafsson
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja-
og skipasali, löggiltur leigumiðlari
og rekstrarfræðingur
863 5868 | 534 1028
bergsveinn@jofur.is
Af síðum
Sú var tíð að svissnesku bankarnir gátu
selt ríkasta fólki heims algjöra leynd.
Sögur af demöntum sem smyglað var í
tannkremstúbum bundu enda á það.
Þegar fyrrverandi starfsmaður einka-
bankaþjónustu UBS leysti frá skjóðunni
árið 2008 hratt það af stað harkalegri
herferð gegn skattaundanskotum. Það
leiddi af sér mikla uppstokkun sem bitn-
aði harkalega á einkabönkum sem þjón-
usta fjársterka aðila. Nú tíu árum síðar
er áfram þrengt að minni bönkunum á
meðan þeir stóru eru farnir að ná vopnum sínum. Í dag er eignastýring
það svið bankaþjónustu þar sem horfurnar þykja hvað bestar.
Helsta ástæðan er sú að þeir ríku verða æ ríkari og fleiri. Credit
Suisse áætlar að á næstu fimm árum, fram til 2022, muni fjáreignir
þeirra efnuðu vaxa um 4% á ári á þróuðum mörkuðum, og nærri tvöfalt
hraðar á nýmarkaðssvæðum. Í Asíu verður til nýr milljarðamæringur í
dollurum talið í viku hverri.
Mest má hagnast á því að sinna efnuðustu viðskiptavinunum. Pen-
ingar streyma inn í svissnesku bankana, og þá sér í lagi UBS og Credit
Suisse. Julius Baer, sem er hreinn einkabanki, hefur líka breitt hratt
úr sér í Asíu. Bandarísk eignastýringarfyrirtæki láta líka að sér kveða.
Með 5% hlut af eignastýringarmarkaðinum á heimsvísu er Bank of
America stærstur, að UBS undanskildum. En bandarískir eignastýr-
endur eru almennt ekki jafn arðbærir og þeir svissnesku, því banda-
rískir viðskiptavinir eru jafnan tryggari ráðgjöfum sínum en fjár-
málastofnunum sem þeir starfa hjá. Þar af leiðandi eiga ráðgjafarnir
auðveldara með að krefjast hárra launa, sem nema allt að 60% af
tekjum bankanna. Til samanburðar fer minna en helmingur tekna í
laun hjá svissnesku bönkunum, samkvæmt rannsókn JPMorgan.
Það gæti farið að þrengja að arðseminni á ný ef hægir á hlutabréfa-
mörkuðum. Greinin hefur þegar lagað sig að hækkuðum kostnaði.
Strangari aðgerðir gegn peningaþvætti hafa gert það dýrara að full-
nægja kröfum stjórnvalda. Og það er orðið mun kostnaðarsamara að
fjárfesta til að halda í við tæknibreytingar.
Allt verður þetta til þess að reisa aðgangshindranir. Stærstu fjár-
málastofnanirnar njóta góðs af stærðinni og því hve víða þær starfa.
En það eru margir smærri bankar um hituna: 32 stærstu alþjóðlegu
fjármálafyrirtækin deila með sér aðeins helmingi markaðarins. Þeir
minnstu munu líklega eiga erfitt uppdráttar, sem ætti að ýta undir
samþjöppun. Í vaxandi mæli er þetta markaður þar sem sigurveg-
ararnir fá allt. Nú er það stærðarhagkvæmnin en ekki leyndin
sem skilur á milli feigs og ófeigs.
LEX
AFP
Eignastýring:
Góð ráð dýr
Framtaksfjárfestingasjóðurinn sem
á Pret A Manger hefur samþykkt að
selja bresku samlokuveitingakeðjuna
fyrir 1,5 milljarða punda. Kaupand-
inn er JAB Holdings, þýska fjöl-
skyldu-fjárfestingarfélagið sem hef-
ur verið að þrengja að Nestlé með
kaupum á fyrirtækjum sem tengjast
kaffimarkaðnum.
Inni í 1,5 milljarða punda kaup-
verðinu er yfirtaka á skuldum, að
sögn þriggja heimildarmanna sem
þekkja til viðskiptanna. Pret A Man-
ger staðfesti söluna snemma á
þriðjudag og var fyrst greint frá
henni í Financial Times.
Arðsöm fjárfesting
Breski framtakssjóðurinn Bridge-
point, eigandi Pret, mun hagnast vel
á sölunni því sjóðurinn greiddi 364
milljónir punda fyrir keðjuna fyrir
áratug.
Bridgepoint hafði skoðað mögu-
leikann á að skrá Pret í kauphöll en
komst að þeirri niðurstöðu að betra
verð fengist með því að selja félagið.
Verðmiðinn jafngildir fimmtán-
földum tekjum Pret fyrir afskriftir
og fjármagnsliði að sögn heimildar-
manna. Í tilkynningu frá fyrirtækinu
segir að Pret reki 530 sölustaði um
allan heim og sé með 879 milljónir
punda í tekjur árlega. JPMorgan
veitti Birdgepoint ráðgjöf við söluna.
Kaupir í drykkjarfyrirtækjum
Kaupin á Pret bætast við langa röð
af kaffi- og drykkjatengdum fyrir-
tækjakaupum JAB, sem er með höf-
uðstöðvar sínar í Lúxemborg og
heldur utan um auðævi þýsku
Reimann-fjölskyldunnar.
Í janúar tilkynnti félagið að samist
hefði um yfirtöku á Dr. Pepper
Snapple, fimmta stærsta gos-
drykkjaframleiðanda heims, fyrir
18,7 milljónir dala í reiðufé og að
reksturinn myndi renna saman við
kaffiframleiðandann Keurig Green
Mountain sem JAB átti fyrir.
Kaffi er á meðal þess neysluvarn-
ings sem þenst hvað hraðast út um
þessar mundir, einkum í Bandaríkj-
unum, stærsta kaffimarkaði heims.
Góður vöxur Pret A Manger
Samtímis því sem hann greindi frá
sölunni sagði Clive Schlee, forstjóri
Pret, að á árinu 2017 hefði fyrirtækið
áorkað því að auka hjá sér söluna án
ytri vaxtar (e. like-for-like sales) ní-
unda árið í röð. Allir 12.000 starfs-
menn Pret munu fá 1.000 punda
greiðslu þegar gengið hefur verið frá
sölunni.
Olivier Goudet, meðeigandi og for-
stjóri JAB, segir að fyrirtæki hans
muni halda áfram að njóta góðs af
kunnáttu þrautreyndra stjórnenda
Pret og fjárfesta í nýjum vörum í
takt við síbreytilegar óskir neytenda.
Liðlega þriggja áratuga saga
Fyrsti samlokustaður Pret opnaði
í London árið 1986. Síðan þá hefur
fyrirtækið breitt úr sér um allan
heim og er víða orðið hluti af morg-
un- og hádegisverðarvenjum vinn-
andi fólks.
Árið 2016 námu sölutekjur Pret
776 milljónum punda og hækkuðu
um 15% á milli ára, að því er kemur
fram í síðasta birta ársreikningi
félagsins frá því í apríl 2017. Þar seg-
ir að EBITDA hafi aukist um 11% og
numið 93,2 milljónum punda. Á þeim
tíma voru sölustaðirnir 444 talsins.
Bandaríkin eru stærsti markaður
keðjunnar utan Evrópu og eru þar
starfræktar 92 staðir. Áhöld eru um
möguleika keðjunnar til að stækka
frekar þar.
Pret hefur gengið erfiðlega að
ráða í lausar stöður í Bretlandi eftir
að kjósendur þar ákváðu að ganga úr
ESB. Til dæmis er aðeins einn af
hverjum fimmtíu umsækjendum um
störf í London frá Bretlandi, og vek-
ur það spurningar um hvernig sam-
lokubúðirnar verða mannaðar eftir
Brexit.
Aðeins Nestlé stærra í kaffi
JAB er stjórnað af þremur ein-
staklingum sem hafa mikla reynslu
úr neytendavörugeiranum. Félagið
hefur aukið hlut sinn í kaffitengdum
félögum og er nú með næststærstu
markaðshlutdeildina á eftir sviss-
neska félaginu Nestlé.
Á undanförnum árum hefur JAB
aðallega einbeitt sér að kaffigeir-
anum. Félagið hefur m.a. keypt Keu-
rig, sem er best þekkt fyrir kaffivélar
sínar og kaffihylki, og ýmis smásölu-
fyrirtæki á borð við Peet‘s Coffee,
Einstein Bros. Bagels, Krispy
Kreme og Panera Bread.
Félagið á einnig keðjur eins og
Stumptown og Intelligentsia Coffee
sem höfða til tekjuhærri neytenda. Í
kaffieignasafni JAB er m.a. að finna
meirihlutaeign í Jacobs Douwe Eg-
berts, sem selur úrval evrópskra
kaffitegunda, svo sem Senseo og
Tassimo.
Stækkunartilburðir JAB hafa orð-
ið til þess að Nestlé hefur líka ráðist í
fyrirtækjakaup.
Svissneska samsteypan upplýsti
að hún myndi greiða 7,15 milljarða
dala til að fá að selja kaffivörur Star-
bucks utan kaffihúsakeðjunnar. Í
fyrra greiddi Nestlé 700 milljónir
dala fyrir meirihlutaeign í lúxus
kaffihúsakeðjunni Blue Bottle
Coffee.
Reiknað er með að lokið verði við
söluna á Pret A Manger í sumar.
Bridgepoint vildi ekki tjá sig um söl-
una og JAB svaraði ekki fyrir-
spurnum vegna málsins.
Pret A Manger yfirtekið
á 1,5 milljarða punda
Eftir Javier Espinoza og Arash
Massoudi í London
Pret A Manger, sem eink-
um er þekkt fyrir sam-
lokur og kaffi, hefur verið
selt JAB Holdings í Lúx-
emborg sem er að verða
eitt af stærstu fyrirtækj-
um heims í sölu á kaffi.
AFP
JAB hefur keypt Pret A Manger sem er einkum þekkt fyrir samlokur og kaffi,
en keðjan rekur 530 staði og árleg sala jafngildir um 124 milljörðum króna.