Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018SJÓNARHÓLL ARNÞÓR Mannauðurinn er okkar mikilvægasta auðlind“er setning sem æðstu stjórnendur fyr-irtækja segja gjarnan á hátíðarstundum. Sagt hefur verið að það sem eigendur og æðstu stjórnendur fyrirtækja vilji bara hlusta á, og skilji best, séu staðreyndir sem settar eru fram í fjárhags- legu formi. Að þeir skilji kannski (upp að vissu marki) að fagleg mannauðsstjórnun skipti máli, en sá málaflokkur megi bara ekki kosta mikið. Þeir sjái ekki skýrt að fagleg mannauðsstjórnun skili fjár- hagslegum ávinningi, því það getur stundum verið örlítið snúið að setja það fram í krónum og aurum. Einnig hefur verið sagt að það sé minna mál þegar skipt er um fjármálastjóra en mann- auðsstjóra, en það er auðvitað allt önnur og eldfimari um- ræða sem ekki verður farið í hér! En hvað með að fara að horfa á mannauðinn með álíka augum og aðrar auðlindir við stjórnun reksturs? Ekki síst nú þegar það hversu vel fyrirtæki standa sig í að laða að og halda í gott starfsfólk getur haft mikil áhrif á niðurstöður rekstrarreikningsins. Hér koma nokkrar tillögur sem gagnlegt gæti ver- ið fyrir æðstu stjórnendur fyrirtækja, fjármálastjóra og mannauðsstjóra að skoða saman. Skoðið tölur eins og tekjur, kostnað, EBITDA eða hagnað (og þá eingöngu af reglubundinni starfsemi), á hvert stöðugildi í fyrirtækinu. Berið þær saman á milli tímabila en líka við samkeppnisaðilana. Ef sam- anburðurinn er fyrirtækinu óhagstæður ætti að grafa dýpra og leita skýringa. Hvað er það á þínum vinnustað sem gæti valdið lægri tekjum og hærri kostnaði á hvert stöðugildi en er hjá samkeppnis- aðilunum? Hverju þarf að breyta til að bæta niður- stöðurnar á milli ára eða bæta samanburðinn við samkeppnisaðilana? Skoðið launakostnað í hlutfalli af tekjum eða rekstrarkostnaði og hlutfall launa stjórnenda af heildarlaunakostnaði og berið þessi hlutföll saman á milli tímabila og sjáið hvernig þróunin er, og bregð- ist svo við eins og tilefni er til. Umbunið þeim stjórnendum sem starfsfólk treyst- ir, sem bregðast við málum og búa til jákvætt og heilbrigt starfsumhverfi. Góðir stjórnendur geta haft mjög mikil áhrif til bætingar rekstrarniður- staðna, til aukningar sölu, aukinna gæða, bættrar nýtingar hráefna o.fl. Því skyldi ekki vanmeta góða stjórnun sem mikilvægan þátt í rekstrinum. Samkvæmt reikningsskila- stöðlum skal bókfæra fjár- muni sem varið er til þekking- aröflunar sem kostnað, en ekki sem fjárfestingu. Alla jafna eru nýjar auðlindir skráðar sem fjárfesting, og þá afskrifaðar á móti á ákveðnum tíma. Slíkt er ekki gert með „þekkingu“ jafnvel þótt fjár- munum sé varið í að afla hennar og að hún úreldist eða afskrifist á ákveðnum tíma. Þess vegna eru fjármunir sem varið er til þjálf- unar oftast það fyrsta sem skorið er niður þegar herða þarf að í rekstrinum. Jafnvel þótt árangurs- ríkara væri að búa sig undir næstu tækifæri. Hugsa þarf um þekkingaröflun og þjálfun sem fjárfestingu. Fjárfestingu sem hjálpar fyrirtækjum að þróast, skapa ný tækifæri, laða að og halda í hæft fólk. Af þessum dæmum ættu stjórnendur fyrirtækja að skoða ýmsa fleti mannauðsstjórnunar í gegnum gleraugu króna og aura. Og mannauðsfólk þá með sama hætti að ræða við aðra stjórnendur um málaflokkinn, til aukins árang- urs, á þann hátt að það rími við aðra þætti sem helst er horft á í rekstrinum. MANNAUÐSMÁL Herdís Pála Pálsdóttir, félagsmaður og fyrrverandi formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi Að stjórna mannauðinum eins og fjármálunum ” Hugsa þarf um þekking- aröflun og þjálfun sem fjárfestingu. Fjárfestingu sem hjálpar fyrirtækjum að þróast, skapa ný tækifæri, laða að og halda í hæft fólk. FORRITIÐ Það er í sjálfu sér ósköp auðvelt að verða snjall og fróður. Það eina sem þarf er að setjast niður og byrja að læra. Verst hvað við erum öll önnum kafin og eigum erfitt með að finna lausa stund í öllu annríkinu til að lesa fræðandi bók eða hlusta á fyrir- lestur á netinu. SkillHunt (www.skillhunt.co) er með lausn fyrir fróðleiksfúst fólk í tímaþröng. Um er að ræða þjónustu sem sendir notendum tölvpóst einu sinni á dag og leiðir þá, skref fyrir skref, í gegnum tiltölulega viðráðan- legt námsefni. Hvert námskeið spannar einn mánuð og telur Skill- Hunt að aðeins 30 tölvupóstar nægi til að gera notandann nokkuð færan t.d. í vörustjórnun, vöruhönnun eða tölfræðigreiningu og mælingum. Þjónustan er nýfarin í loftið og námskeiðaframboðið takmarkað, en á móti kemur að námskeiðin eru flest ókeypis. Þarf bara að borga fyrir eitt námskeið þar sem læra má að smíða iOS-snjallforrit frá grunni og kostar ekki nema 19 dali. ai@mbl.is Að læra nærri því áreynslulaust

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.