Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 13SJÓNARHÓLL
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
BÓKIN
Er ekki skrítið hversu margir vinna
störf sem þjóna hér um bil engum
tilgangi? Öll þekkjum við einhvern
sem hefur, í lengri eða skemmri
tíma, fengið borgað
fyrir að gera nánast
ekkert gagn: skrifa
skýrslu sem enginn
les eða svara í síma
sem aldrei hringir.
David Graeber
heldur því fram að
tilgangslaus störf
séu mikil plága í at-
vinnulífinu og hefur
skrifað um það heila
bók: Bullshit Jobs:
A Theory.
Graeber er
mannfræðingur og
kennir við ekki
ómerkilegri skóla
en London School of Economics.
Bókina byggir hann á frægri grein
sem hann ritaði árið 2013 fyrir tíma-
ritið Strike! og vakti svo mikla at-
hygli að í framhaldinu var gerð
könnun í Bretlandi sem sýndi að
37% svarenda töldu að þau legðu
ekki neitt af mörkum fyrir mann-
kynið með störfum sínum.
Í bókinni skilgreinir Graeber
fimm mismunandi gerðir af tilgangs-
lausum störfum. Má þar t.d. nefna
fólk sem hann kallar „þjóna“, sem
hefur það hlutverk að láta yfirmenn
sína líta betur út,
s.s. móttökuritarinn
sem eyðir deginum á
Facebook. Lobbíista
og almanna-
tengslafólk flokkar
Graeber sem „ribb-
alda“ sem eru aðal-
lega ráðnir vegna
þess að önnur fyr-
irtæki ráða fólk í
sambærilegar stöð-
ur, og svo eru ein-
staklingar eins og
„límbandsfólkið“
sem gegnir því hlut-
verki að laga galla
og gloppur sem ættu
helst ekki að fyrirfinnast í skipuriti
fyrirtækisins.
Skrif Graebers vekja vissulega til
umhugsunar. Hann lumar þó ekki á
sérstaklega frumlegri lausn á vand-
anum og leggur til að nota borg-
aralaun til að uppræta tilgangslausu
störfin. ai@mbl.is
Af hverju öll þessi til-
gangslausu störf?
Það hefur löngum tíðkast hér á landi að fyr-irtæki, oft á tíðum keppinautar, bjóði sam-eiginlega í verk, vöru eða þjónustu sem hið
opinbera býður út á grundvelli laga um opinber
innkaup. Þannig eru dæmi um að stórfyrirtæki, t.d.
á sviði hönnunar eða vegaframkvæmda, myndi
sameiginlegt tilboð í opinberu útboði þrátt fyrir að
fyrirtækin gætu augljóslega boðið sjálfstætt í verk-
efnið. Fyrir því að fyrirtæki bjóði saman í opin-
beru útboði eru margvísleg rök. Þannig geta fyr-
irtæki nýtt samlegðaráhrif sem þau byggju annars
ekki yfir. Sú hagkvæmni skilar
sér síðan í lægra verði til hins
opinbera, neytendum til góða. Í
2. mgr. 67. gr. laga um opinber
innkaup er að finna heimild fyr-
ir sameiginlegum tilboðum sem
þessum. Þar segir að fleiri fyr-
irtækjum sé heimilt að standa
að tilboði sameiginlega enda
teljast þau þá bera sameiginlega
ábyrgð á efndum samningsins.
Rökin fyrir reglunni eru þau að
sameiginleg tilboð fyrirtækja
geti leitt til hagstæðari nið-
urstöðu. Þannig eigi fyrirtæki
að geta sameinað krafta sína í
þeim tilgangi að tilboðið verði
lægra. Það er því ekki skrýtið
að fyrirtæki telji sér full-
komlega heimilt að ræða við keppinaut sinn og
mynda með honum sameiginlegt tilboð fyrir útboð
og þar með dreifa upplýsingum um starfsemi hvors
fyrirtækis fyrir sig og kostnaðarliði.
Málið flækist hins vegar þegar horft er til sam-
keppnisréttar. Þannig sagði til að mynda í at-
hugasemdum við reglu 2. mgr. 67. gr., þegar regl-
an kom fyrst inn í lögin árið 2001, að sameiginlegt
boð kynni að fela í sér samráð sem bryti í bága við
10. gr. samkeppnislaga. Úrlausn á því hvort svo sé
heyri hins vegar undir samkeppnisyfirvöld. Ákvæði
10. gr. samkeppnislaga er eitt mikilvægasta ákvæði
samkeppnislaganna og bannar samninga, samstarf
og samskipti á milli keppinauta í sínum víðasta
skilningi. Samstarf á milli fyrirtækja á sama mark-
aði um að leggja fram sameiginlegt tilboð í útboði
er því bannað samkvæmt 10. gr. samkeppnislaga en
sé greinin brotin getur því fylgt há sektarákvörðun
eins og raun bar vitni í nýlegu máli samkeppnis-
yfirvalda vegna samráðs á byggingarvörumarkaði.
Það hvernig samspili þessara nokkuð ósamrým-
anlegu ákvæða eigi að haga er með öllu óráðið hér
á landi. Samkeppnisyfirvöld
á Norðurlöndunum hafa síð-
astliðin ár hins vegar þurft
að taka á því hvernig fara
skuli með það þegar keppi-
nautar taka sig saman og
bjóða sameiginlega í opin-
beru útboði. Niðurstöður
þeirra verða ekki raktar ít-
arlega hér en af þeim má
ráða að ef fyrirtæki sem
bjóða saman í útboði eru
raunverulegir eða mögulegir
keppinautar sem hefðu tök á
því að bjóða upp á sitt ein-
dæmi í útboðinu sem um
ræðir þá virðist sem svo að
samkeppnisyfirvöld telji að
um samráð sé að ræða sem
hafi það að markmiði að raska samkeppni. Inn í
mat samkeppnisyfirvalda spila þó margir þættir og
erfitt er að slá því föstu hvenær fyrirtæki telst
vera bært um að bjóða sjálfstætt í útboði eða ekki.
Erfitt getur þannig verið fyrir fyrirtæki að ákveða
hvenær skuli bjóða sameiginlega í útboði með öðru
fyrirtæki og hvenær ekki. Sé röng ákvörðun tekin
gæti það kostað fyrirtækið háa sekt. Áður en sam-
starf er hafið um að bjóða sameiginlega í opinberu
útboði ættu fyrirtæki því að ráðfæra sig við lög-
mann.
Sameiginleg tilboð
í útboðum
LÖGFRÆÐI
Magnús Ingvar Magnússon,
lögmaður á LOCAL lögmönnum.
”
Það er því ekki skrýtið
að fyrirtæki telji sér full-
komlega heimilt að
ræða við keppinaut
sinn og mynda með
honum sameiginlegt til-
boð fyrir útboð og þar
með dreifa upplýs-
ingum um starfsemi
hvors fyrirtækis fyrir sig
og kostnaðarliði.