Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 15

Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 15
Hádegisverðarfundur Félags viðskipta- og hagfræðinga var haldinn á Nauthóli gær, miðvikudag, undir yfirskriftinni Starfsframi eða stöðnun? Kjör, umhverfi og verkfæri millistjórnenda. Þar ræddi Andrés Jónsson almannatengill um vinnumarkaðinn fyrir við- skipta- og hagfræðinga, starfsframann á tuttugustu og fyrstu öldinni og leiðir til að gera sig sýnilegri, auk þess sem kjarakönnun FVH var kynnt. Spurt um starfsframa eða stöðnun Björn Brynjúlfur Björnsson var á meðal fundargesta. Andrés Jónsson hélt erindi um vinnumarkaðinn fyrir viðskipta- og hagfræðinga. Létt var yfir Katrínu Þyri Magnúsdóttur og Dögg Hjaltalín á fundinum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 15FÓLK Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar Við erum í hjarta borgarinnar að Þverholti 13. Komdu við í kaffisopa eða sendu okkur línu og óskaðu eftir tilboði í prentverkið þitt, stórt eða smátt. MIÐBORGIN HÁDEGISVERÐARFUNDUR Kvika Sigþór Jónsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Kviku Securities Ltd., dótturfélagi Kviku banka í Bretlandi. Sigþór hefur langa reynslu af fjármálamarkaði og starf- aði á síðustu árum sem framkvæmdastjóri Íslenskra verð- bréfa. Áður var hann framkvæmdastjóri Landsbréfa og þar áður sjóðstjóri og forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni. Sigþór er með MSc.-gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands og er nú að ljúka MBA-námi hjá EADA Business School í Barcelona. Hann mun koma til liðs við Kviku Securities í ágúst að námi loknu. Sigþór ráðinn á skrifstofu Kviku í London Advania Data Centers Elizabeth Sargent hefur verið ráð- in í nýja stöðu samskiptastjóra. Hún mun stýra upplýsinga- og samskiptamálum gagnvart erlendum mörkuðum, vinna með samstarfsaðilum og viðskiptavinum við tæknilega skjölun, skriftir og úrvinnslu efnis sem snýr að ofur- tölvutækni og gagnaverum. Elizabeth starfaði áður við upplýsingamiðlun fyrir Novomatic Lottery Solutions í Austurríki og sem verkefnastjóri hjá ráðgjafarfyrirtækinu Sa- saki Associates í Boston í Bandaríkjunum. Hún er með BA-gráðu í sagn- fræði frá Yale og meistaragráðu í skipulagsfræðum frá Cornell-háskól- anum. Hún er búsett á Íslandi og hefur lokið BA-námi við Háskóla Íslands, þar sem hún nam íslensku sem annað mál. Jóhann Þór Jónsson, sem gegnt hefur starfi forstöðu- manns rekstrarsviðs og áður fjármálastjóra Advania á Ís- landi, hefur tekið við starfi forstöðumanns verkefnastofu og rekstrar. Jóhann Þór er formaður Samtaka gagnavera og hefur unnið að framgangi greinarinnar hérlendis. Hann var áður fjármálastjóri Skýrr og Kögunar og gegndi lykil- hlutverki við sameiningu þeirra félaga sem runnu saman á árunum 2009-2014 og mynda nú Advania. Jóhann Þór er viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Íslands. Tveir nýir starfsmenn til Advania Data Centers VISTASKIPTI Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.