Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 16
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Barátta við „samlokusala“
Keyptu fasteignir á Spáni fyrir milljarð
Fór yfir strikið í gleðskap Arion banka
Fabrikkan seldi fyrir 723 milljónir
FS13 tekið til gjaldþrotaskipta
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Í fyrsta skipti frá stofnun fjarskipta-
félagsins Nova fækkar viðskipta-
vinum þess í talsímaþjónustu milli
tímabila. Fækkunin nemur þó ein-
ungis tæplega 0,5%. Þetta má lesa út
úr nýrri tölfræðiskýrslu Póst- og
fjarskiptastofnunar fyrir árið 2017.
Saga Nova, sem stofnað var í maí
árið 2006, hefur til þessa verið ein
samfelld sigurganga, og viðskipta-
vinum fjölgað jafnt og þétt. Félagið
býður einnig upp á ljósleiðarateng-
ingar og á og rekur eigið 4G/4.5G
farsíma- og netkerfi á landsvísu.
Nova er þrátt fyrir fækkunina,
enn í forystu á markaðnum í talsíma-
þjónustu, en áskrifendur félagsins
voru 140.812 í lok árs 2017. Í lok
fyrri helmings 2017 náði áskrif-
endafjöldinn til samanburðar sögu-
legu hámarki og var þá 141.471.
Til samanburðar fjölgaði áskrif-
endum með talsímaþjónustu hjá hin-
um stóru félögunum á sama tímabili,
Símanum og Vodafone. Áskrifendum
Símans fjölgaði þannig úr 131.117
upp í 132.291 í lok árs 2017, en
áskrifendafjöldi Vodafone tók stóran
kipp og fór úr 108.550 áskrifendum
upp í 130.190. Þar er stærsta ástæð-
an sú að Vodafone keypti ljósvaka-
og fjarskiptaeignir 365 á síðasta ári.
Af þessum tölum má sjá að fyr-
irtækin þrjú skipta markaðnum nú
nokkuð jafnt á milli sín, en minni að-
ilar bítast um þau 1,8% sem eftir
standa.
Áhrif endalauss tals
Þeir sem kunnugir eru fjarskipta-
markaðnum segja ViðskiptaMogg-
anum að ástæðan fyrir því að Nova
lækkar nú flugið í talsímaþjónust-
unni, sé sú staðreynd að í dag bjóða
öll símafélög endalaust farsímatal í
sínum þjónustupökkum. Þar með
hefði þjónustan „Nova í Nova“, þar
sem Nova áskrifendur geta hringt
frítt sín á milli, engin áhrif lengur.
Morgunblaðið/Ómar
Samkeppni á farsímamarkaði er hörð. Þrír aðilar skipta með sér markaðnum.
Fyrsta fækkun
í talsíma Nova
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Vinsælasta farsímafyrir-
tækið á Íslandi hefur lækk-
að flugið í fyrsta skipti í kjöl-
far þess að öll símafélög
bjóða nú upp á endalaus
símtöl.
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Það var ekki laust við að ég fengismá hland fyrir hjartað fyrir ut-
an líkamsræktarstöð eina nú í vik-
unni er ég varð samferða meðrækt-
arsveini út á bílaplanið, grafískum
hönnuði á stórri auglýsingastofu. Ég
ákvað að spyrja hann af rælni þar
sem við gengum í átt að bílunum
okkar hvort það væri ekki nóg að
gera í bransanum, vitandi það að
auglýsingastofur eru eins og kanarí-
fuglinn í kolanámunni, fyrstar að
finna þegar kreppir að.
Hönnuðurinn sagði að það væribara nóg að gera, en bætti svo
við: „En þetta hefur breyst mikið.“
Ég hváði við. Nú, hvernig hefur
þetta breyst? „Hönnun á heilsíðum [í
blöð] er búin að vera. En það er allt í
lagi, þetta er bara öðruvísi,“ sagði
hann. Nú varð ég fyrst verulega óró-
legur en ákvað samt að spyrja loka-
spurningarinnar – hvernig öðruvísi?
„Það eru samfélagsmiðlar. Nú vilja
menn bara vídeóauglýsingar fyrir
samfélagsmiðlana.“
Fyrir mann sem hefur viðurværisitt af því að skrifa í prentmiðil
var þetta skellur. Hver er framtíð
dagblaðanna ef gerð heilsíðuauglýs-
inga heyrir sögunni til?
Á leiðinni aftur í vinnuna ákvaðég að hætta að hafa af þessu
áhyggjur. Heimurinn hefur jú alltaf
þörf fyrir fréttir, þó svo að miðlarnir
taki sífelldum breytingum. Kannski
fer prentið og kemur svo bara aftur
seinna. Kannski er netið bara bóla.
Heilsíðu-
blúsÞað er mikið undir í íslensku við-skiptalífi um þessar mundir.
Þar ber líklega hæst væntanlega
sölu á Arion banka og skráningu á
hlutabréfamarkað, sem mun marka
þáttaskil í enduruppbyggingu ís-
lensks fjármálamarkaðar eftir efna-
hagshrunið fyrir áratug.
Það er gífurlega mikilvægt að veltakist til í skráningarferli Arion
banka. Sú vegferð mun hafa mikið
að segja um mögulega sölu ríkis-
bankanna tveggja, Íslandsbanka og
Landsbanka, og þar með hag allra
skattgreiðenda. Ýmislegt bendir þó
til þess að tímasetningin hefði getað
verið betri.
Afkoma Arion banka á fyrsta árs-fjórðungi var ekki meira en
bærileg. Hremmingarnar í tengslum
við United Silicon eru flestum kunn-
ar auk þess sem nokkur umræða
hefur orðið um áhættu bankans í
tengslum við byggingu lúxushótels á
Hörpureit. Hræringar innan Frjálsa
lífeyrissjóðsins um þessar mundir
valda töluverðri óvissu um liðlega
200 milljarða króna í eignastýringu.
Virði Valitor virðist einnig nokkurri
óvissu háð og ekki bætir úr skák að
hreyfing hefur verið á stjórn-
armönnum og stjórnendum Arion
banka á viðkvæmum tíma.
Vonandi mun þó ekkert af þessuhafa veruleg áhrif á söluna og
fjárfestar taka Arion banka opnum
örmum þegar þar að kemur.
Samtímis hafa sterkir vindar leik-ið um Eimskip. Þótt vigt þess
félags í íslensku samfélagi sé minni
nú en áður var, líta ýmsir enn til
þess sem eins konar mælikvarða á
efnahagsástandið á hverjum tíma.
Loks má minnast á viðkvæmastöðu flugfélaganna. Gengi Ice-
landair Group á hlutabréfamarkaði
hefur farið halloka um alllangt skeið.
Á sama tíma er lítið vitað um fjár-
hagsstöðu hins stóra flugfélagsins,
Wow Air, sem óneitanlega hefur
vakið tortryggni.
Þótt spenna sé í lofti víða í at-vinnulífinu er þó margt sem
bendir til þess að undirstöðurnar
séu enn sterkar. Vonandi veit það á
gott.
Víða spenna í lofti
Singapore Airlines
mun í haust hefja 19
klst. áætlunarflug sitt
að nýju frá Singapúr til
New York.
Lengsta flugið
hefst að nýju
1
2
3
4
5
SETTU STARFSFÓLKIÐ
Í BESTA SÆTIÐ