Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018
Þ
egar kemur að garðinum er
alltaf hægt að bæta og
gera betur. Nýjar hug-
myndir verða til og stund-
um fá gamlar hugmyndir til-
verurétt aftur.
Eftirfarandi eru góðar hug-
myndir sem gætu áttu erindi í
þinn garð fyrir sumarið í ár.
Tómstundir utandyra
Það hefur oft verið staðfest að
hreint loftið, návist við gróðurinn
og litlir skammtar af sól gleðja lík-
ama og sáli. Tómstundir fólks eru
misjafnar, en af hverju ekki að
sinna þeim utandyra? Það eina
sem maður þarf að gera er að
hugsa um garðinn með slíkar tóm-
stundir í huga. Finna rétta staðinn
með skjól og sól í. Sem dæmi um
skemmtilega hluti til að gera úti er
að mála, dansa, gera jóga og fleira
þar fram eftir götunum. Það eru
margir að velta fyrir sér inniveru
barna okkar. Gæti verið að þau
geri hlutina bara nákvæmlega eins
og við? Með því að nota garðinn
betur, verðum við fyrirmyndir að
betri og hollari lífsstíl fyrir alla í
kringum okkur. Svo ekki sé talað
um eigið sálatetur.
Útisturtur
Útisturtur hafa lengi verið vin-
sælar en sjaldan eins mikið og nú.
Ef þú ert einn/ein af þeim sem
hafa aldrei skilið fólk sem vill
sturta sig úti, prófaðu að fara í úti-
klefa í laugunum og þá sannast
fyrir þér gildi þess að baða sig úti.
Það sem er mælt með hér er að
búa til skjólvegg þannig að hægt
sé að sturta sig nakinn. Eins að
hafa hirslur fyrir sjampó og hand-
klæði svo auðvelt sé að nota
sturtuna á öllum árstímum. Um-
stangið þarf ekki að vera mikið, en
gildi þess að baða sig úti er varla
hægt að setja í orð. Mælt er með
að stilla á kalda bunu í lok sturt-
unnar til að hámarka ánægju. Með
tíð og tíma breytist þol líkamans
fyrir kalda vatninu og upplifun og
ánægja eykst í línulegum tengslum
við fjölda sturta á viku.
Hengirúm í garðinn
Í dag eru margir að hugleiða
eða í bæn reglulega heima. Sumir
elska að lesa allan ársins hring,
eða taka stutta lúra yfir daginn.
Hefurðu prófað slíkt í hengirúmi?
Það er ævintýri líkast. Hægt er að
fá ýmiskonar hengirúm í versl-
unum borgarinnar. Biðjið um
þannig útfærslur að hægt sé að
taka niður á veturna og verið dug-
leg að liggja í hengirúminu og
flæða um eigin garð innan um
blóm og grasið sem ilma guð-
dómlega á sumrin. Munið bara eft-
ir sólhlífinni til að brenna ekki
húðina. Því tíminn flýgur í góðu
hengirúmi.
Hirslur í garðinn
Í dag er mikið um að fólk nýti
skúrinn sinn sem herbergi eða
tómstundaherbergi. Eins eru
margir að vilja spara sér sporin
innandyra og vilja hafa hlutina þar
sem þeir eiga heima hverju sinni.
Ef þú ert mikið fyrir að vera í
garðinum, en langar að auka á
tíðni þína þar, er ekkert sniðugra
en að setja þá hluti sem þú notar
oftast yfir sumartímann í góðar
hirslur utandyra. Þannig verður
minna mál að koma sér vel fyrir í
garðinum og kunnir segja að úti-
vera og ánægja aukast til muna.
Steyptir pottar og
sundlaugar í garðinn
Flestir þeir sem hafa fjárfest í
útisvæði við húsin sín segja að
verðmæti eignarinnar aukist í línu-
legum tengslum við útfærslurnar
sem þeir fara í. Það hafa ótal
margir fundið leiðir til að gera úti-
veruna góða hér á landi. Mörg hús
eru byggð þannig að það myndast
skjól til að sitja úti. Ein helsta
kúnstin við að búa hér á landi svo
ánægja hljótist af er að finna leiðir
til að gera slíkt úti í garði allan
ársins hring. Gott dæmi um þetta
eru heitir pottar eða sundlaugar í
garðinn. Nú er mikið um að fólk
geri litlar laugar í garðinum sín-
um, sem ýmist er hægt að njóta
sín í eða hægt er að skreyta í
veislum sem halda á bæði innan-
og utandyra. Prófaðu þig áfram.
Valmöguleikarnir eru endalausir.
Ein fallegasta laug landsins að
margra mati er laugin í Laxnesi.
Hún er svo sannarlega byggð með
framtíðina í huga, innan um nátt-
úruna og ferska loftið.
Góðar hugmyndir fyrir garðinn
Ljósmynd/Söstrene grene
Söstrene grene
Hillur hjálpa til við
að hafa hlutina
nálægt án þess að
taka of mikið
pláss í garðinum.
Ljósmynd/Thinkstockphotos
Útivera Ef mamma og pabbi elska
að leika úti eru meiri líkur á að
börnin geri það líka.
Ljósmynd/Thinkstockphotos
Hamingja Lítil sundlaug í
garðinn er gulls ígildi.
Ljósmynd/Thinkstockphotos
Afslöppun Hengirúm er góð fjárfesting í garðinn.
Ljósmynd/Thinkstockphotos
Útfærslur Útisturtur eru allskonar. Hér er ein falleg.
Ljósmynd/Thinkstockphotos
Njóta Að færa tómstundirnar út í
garðinn er góð hugmynd.