Morgunblaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018
Askalind4,Kópavogi
Sími 564 1864
www.vetrarsol.is
w
w
w
.h
el
iu
m
.is
Sláuvél með dri
B&S 450E mótor
Hækkun í einu handfangi
55 lítra graskassi
Frábær heimilisvél
Lúxus sláuvél með dri
B&S 625E mótor, auðveld gangsetning
Tvískiptur sláuhnífur, slær 2svar
70 lítra kassi, "notendavænn"
Frábær vél í estan slá
Sga Collector 46 SB Sga TwinClip 50 SB
Sjálfskiptur lúxus sláutraktór
Kawazaki FS600V mótor, þrýssmurður
Notendavænt sæ og stýri
320 lítra graskassi
Frábær traktór í stærri svæði
Sga Estate 7102 H
Léttu þér lífið
með Stiga sláttuvél
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
H
afsteinn Hafliðason má
fullyrða að sé einn þekkt-
asti garðyrkjumaður Ís-
lands. Hann hlaut nýverið
heiðursverðlaun garðyrkjunnar.
Hann starfaði lengst af hjá Blóma-
vali en er nú sjálfstætt starfandi
ráðgjafi um allt sem lýtur að rækt-
un.
Hafsteinn hefur auk þess starfað
sem garðyrkjustjóri í tveimur
sveitarfélögum. Hann hefur komið
að kennslu í Garðyrkjuskóla LbHÍ,
setið í ritstjórn Garðyrkjuritsins
um árabil og verið mjög virkur í
leiðbeiningum á ræktunarsíðum á
Facebook.
Deilir reynslu og
þekkingu til annarra
Það sem vekur athygli þegar ferill
hans er skoðaður er að hann hefur
alla tíð verið einstaklega duglegar
að miðla þekkingu sinni til almenn-
ings og þar af leiðandi haft mót-
andi áhrif á garðyrkju í landinu.
Að sögn Hafsteins hafði vest-
firskt sveitalíf um miðbik síðustu
aldar ein mestu kennsluáhrifin á
hann. Hann man eftir því að hafa
sáð fyrir radísum og komið til
græðlingum af iðnulísu þegar hann
var einungis fimm ára að aldri.
Svo snemma hefur örlað á áhuga
hans á því sem seinna varð lífs-
starf hans.
Hefur alltaf gert
hlutina á sinn hátt
Aðspurður hvernig hann hafi
ræktað þennan áhuga með ár-
unum segir hann að það að fylgj-
ast með og reyna að fara eftir því
sem honum var sagt hafi gert
gæfumuninn. Þó hafi hann alltaf
gert hlutina á sinn hátt.
Hafsteinn segir að útsjón-
arsemi, skilningur og þolinmæði
séu lykilatriði sem þurfi að hafa
með þegar maður ætlar að rækta
góðan garð. „Einnig góð hné og
sterkt bak,“ segir hann og brosir.
Fallegur garður er
sá sem er sinnt af ást
Aðspurður hvað sé fallegur garð-
ur að hans mati stendur ekki á
svari:
„Sérhver garðhola sem sinnt er
af ást og alúð er fallegur garður
að mínu mati.“
Hafsteinn telur jafnframt að
garðyrkja sé þannig að maður
þurfi að gefa sér góðan tíma og
leyfa sér að þroskast og dafna í
þessu sem öðru. Að örvænta ekki
sé lykilatriði tengt garðyrkju og
að muna að hlutirnir ganga alltaf
betur næst.
Elska náungann og
bjóða honum í garðinn
Hverju ættum við að gera meira
af hér á Íslandi?
„Elska náungann og bjóða
hann velkominn í garðinn okkar
til að dunda þar með okkur,“ seg-
ir hann.
En minna af?
„Fjargviðrast út af pöddunum
og illgresinu. Það líf hefur líka
sinn rétt.“
Þegar kemur að blómum í
kringum hann heima segist hann
fara eftir máltækinu komi þeir
sem koma vilja og veri þeir sem
vera vilja. Hann notar þetta sem
hornstein fyrir þau blóm sem lifa
hjá honum. Það er greinilegt að í
garðyrkju verður maður að passa
að taka hlutina ekki persónulega
frekar en annars staðar í lífinu.
Plöntur skynja heiðarleika
Hafsteinn er á því að plöntur hafi
sterkt innsæi og í umhirðu þeirra
verði að sýna raunverulega um-
hyggju en ekki fals. „Plöntur
skynja hverjir elska þær.“
En er mikilvægt að hans mati
að hafa frið í hjartanu og sálinni
til að hafa áhuga á garðinum?
„Nei, ekki í byrjun, en friðurinn
kemur með garðyrkjunni,“ segir
hann.
Virði fæst með
því að deila áfram
Hafsteinn sér snjalla framtíðina
þannig fyrir sér að kirkjugarð-
arnir verða þéttsetnir. Malbikaðir
stígar og tölvuvætt skráning-
arkerfi. „Í þeim er grafið meðan
græft er. En öll viðföng koma ut-
an frá.“
Að lokum vill hann benda fólki
á að þótt garðurinn sé fallegur,
vel hirtur og mikið til hans kost-
að: „Þá er mikilvægt að muna að
hann er einskis virði nema þú
deilir honum með meðbæðrum
þínum.“
Plöntur skynja heiðarleika og raunverulega ást
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Grænir fingur Hafsteinn Hafliðason er sérfræðingur þegar kemur að garðrækt og blómum og að hans mati er sérhver garðhola sem sinnt er af ást og alúð fallegur
garður. Hann minnir á að þótt garðurinn sé fallegur, vel hirtur og mikið til hans kostað „þá er hann einskis virði nema þú deilir honum með meðbæðrum þínum.“