Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Kjarr, 816 Ölfus Símar 482 1718 & 846 9776 www.kjarr.is // kjarr@islandia.is úrvali Tré og runnar í Rekstrarland er hluti af Olís NILFISK VINNUR VERKIÐ Á METHRAÐA Nilfisk fæst í verslun Rekstrarlands, Vatnagörðum 10 og hjá útibúum Olís um land allt. OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17.Nilfisk háþrýstidælur eru til í ýmsum stærðum og styrkleikum jafnt fyrir heimili sem til iðnaðar- og fyrirtækjanota. Með öflugri háþrýstidælu vinnur þú verk á svipstundu sem annars tæki mun lengri tíma. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ egar kemur að því að leggja hellur segir Albert Guð- mundsson að algengustu mistökin séu að huga ekki nægilega vel að undirlögninni. „Það verður yfirleitt að skipta um jarð- veginn niður á 80 cm dýpi og setja grús og sand svo að undirlagið sé frostfrítt. Ef það er stutt niður á mold þá getur hún þanist út, lyft hellunum og aflagað stéttina.“ Albert er ráðgjafi og umsjónar- maður sölu hjá Steypustöðinni og manna fróðastur þegar kemur að hellum og hleðslum. Hann segir það sama gilda um fráganginn á bak við hleðslusteina. „Það má ekki láta mold liggja upp að hlöðnum vegg því hún þenst út þegar frystir og getur sett vegginn á hliðina. Það fer eftir stærð veggs- ins hversu þykkt lag af grús eða möl þarf að setja á bak við hann, en ef hlaðinn er 50-60 cm veggur þá ætti að hafa um 60 cm lag.“ Albert segir líka áríðandi að sanda hellurnar vel og steypa með- fram öllum köntum. „Þegar kant- arnir eru vel steyptir þá aftrar það hellulögninni frá því að gliðna í sundur, og góð söndun hjálpar að koma í veg fyrir að gróður spretti upp úr fúgunum og helst stéttin þá falleg lengur. Einnig hefur það færst í aukana að bera yfir- borðsefni á hellurnar sem ver yf- irborðið svo að hellurnar veðrast síður og heldur líka óhreinindum frá yfirborðinu.“ Byrja oft á framhliðinni Að sögn Alberts gengur hellusalan vel um þessar mundir og virðist gott efnahagsástand í samfélaginu hafa orðið til þess að fleiri láta það eftir sér að helluleggja hjá sér heimreiðina og notalegan sælureit í garðinum. „Oft er það framhliðin sem fólk klárar fyrst svo að fjöl- skyldumeðlimir séu ekki að bera sand og óhreinindi inn í húsið. Það er ekkert sem segir að ekki megi klára hellulögnina í áföngum og taka t.d. inngang og plan eitt árið og svo baklóðina það næsta.“ Greina má tískusveiflur í hellu- valinu og eru stórar og stílhreinar hellur vinsælli núna en oft áður. Al- bert segir samt að alla jafna fari best á því að velja hellur sem falla vel að húsinu og umhverfi þess og velja t.d. rómantískar og gamaldags hellur með rómantískum og gam- aldags húsum. „Það er minna um það í dag að við séum beðin um að hanna flóknari hellulögn, t.d. með línum hér og þar eða ferningum sem marka bílastæðin, og meiri einfaldleiki í því útliti sem fólk sækist eftir um þessar mundir. Aft- ur á móti er allur gangur á því hvort fólk vill minni hellur eða stærri, og gamla útlitið eða það nýja,“ segir hann. Staður fyrir grillveislur Þegar Albert er fenginn til að hanna garða þá segir hann að það fyrsta sem viðskiptavinirnir biðja um sé gott svæði til að grilla og matast. „Fólk vill hafa pláss fyrir grillið og borð og svo nokkur garð- húsgögn hvort sem það er á hellu- lögðu plani eða timburpalli. Lands- menn langar að hafa stað til að njóta þessara fáu sólardaga og hafa það huggulegt í birtunni og hlýj- unni,“ útskýrir hann. „Svo leggja margir áherslu á að hafa rými í garðinum fyrir leiki og t.d. flöt þar sem hægt er að koma fyrir tram- pólíni.“ En hversu mikið þarf að leggja til hliðar til að geta gert fallegan garð með snoturri hellulögn, beð- um, palli og öllu tilheyrandi? Albert segir kostnaðinn geta verið mjög breytilegan og fari m.a. eftir stærð garðsins og lögun lóðarinnar. „Ef garðurinn er stallaður þá þýðir það viðbótarkostnað, en fyrir gott ein- býlishús með tiltölulega flatan garð mætti giska á að það sé um 3-5 milljóna króna fjárfesting að koma garðinum í gott horf.“ Hellurnar ættu að falla að húsinu og umhverfi þess Ef steypt er meðfram köntunum og hellurnar sandaðar vandlega þá helst stéttin falleg lengur. Einnig er hægt að bera á yfirborðsefni sem varnar skemmdum og gerir það að verkum að óhreinindi loða síður við hellurnar Mörk Hlaðin grindverk geta fegrað og skapað ákveðið öryggi. Fjölbreytni Finna má hellur sem smellpassa við bæði garð og hús.Þekking Verja þarf veggi gegn þenjandi frosti, rétt eins og hellur. Forgangur „Oft er það framhliðin sem fólk klárar fyrst til að bera ekki sand og óhreinindi inn í húsið,“ segir Albert. Að fjárfesta í fallegum garði getur fegrað heimili og veitt fjölskyld- unni góðan stað til samveru, en líka gert fasteignina söluvænlegri og jafnvel leitt til hærra söluverðs. Albert segir fasteignasala á einu máli um að alla jafna gangi betur að selja heimili ef garðurinn er frá- genginn og snotur en það sé líka ákveðin tillitssemi við nágranna og vegfarendur að a.m.k. loka görð- unum þar sem landið hallar. „Hvort sem það er gert með skjól- vegg eða bara einföldum kant- steini þá getur þetta þýtt að mold, möl og grjóthnullungar fara ekki á milli lóða þar sem er hæðarmunur, með tilheyrandi sóðaskap.“ Tillitssemi að „loka“ garðinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.