Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Elínrós Líndal elinros@mbl.is S teinunn Reynisdóttir er deild- arstjóri garðyrkjudeildar Garðheima. Það eru fáir eins vel að sér um garðblóm og hún en Steinunn er menntaður garð- yrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Hún vann lengi hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur og segist hafa mikinn áhuga á útivist, trjárækt og garðyrkju almennt. Blómstrandi sumargarðar „Ég eyði frítímum mínum í hesthús- inu, í löngum göngum um Mosfells- dalinn eða að moldvarpast í garðinum mínum,“ segir Steinunn. Aðspurð hvað sé vinsælast þessa dagana segir Steinunn: „Það er mjög vinsælt að hafa blómstrandi sum- arblóm í garðinum og hafa til að mynda hortensíur, lyngrósir og sí- grænar plöntur í bland við sumar- blóm. Það hefur verið mjög vinsælt síðustu ár.“ Steinunn segir að matjurtaræktin standi alltaf fyrir sínu. „Það hefur verið að færast mikið í aukana að fólk sé að prófa sig áfram með ýmiss kon- ar ávaxtatré og berjaræktun. Enda mjög gaman og gefandi fyrir alla fjöl- skylduna að rækta sér til ætis.“ Gaman að vera smart í garðvinnunni Þegar kemur að úrvalinu í Garð- heimum segir Steinunn þau reyna að bjóða upp á breitt úrval af blómstr- andi og sígrænum plöntum. „Það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einnig erum við farin að bjóða upp á gott úrval af fallegum auka- hlutum fyrir garðyrkjukonuna/ karlinn, þannig að það sé hægt að vera smart í garðvinnunni. Þá erum við farin að leggja meiri áherslu á plöntur við hæfi hverrar árstíðar, hvort sem það er inni eða úti, þannig að við getum alltaf haft eitthvað lifandi og fallegt í kringum okkur.“ Steinunn segir garðyrkju vera að sækja í sig veðrið. „Íslendingar hafa mikinn áhuga á því að reyna að rækta ýmislegt. Þá er fólk orðið mun dug- legra að prófa sig áfram með alls- konar spennandi plöntur sem sáust varla fyrir nokkrum árum. Einnig er ungt fólk mjög áhugasamt um rækt- un innplantna og er það að þróast út í að það vill hafa fínt fyrir utan hjá sér. Til dæmis á svölunum eða við úti- dyrnar hjá þeim sem eiga ekki garð.“ Plöntur næra fólk á sál og líkama Steinunn er fullviss um að plöntur geri meira en margir halda. „Plöntur næra fólk á sál og líkama og gefa manni orku til að takast á við leik og starf.“ Steinunn mælir með því að fólk prófi sig áfram og sé óhrætt við að gera tilraunir. „Ekki gefast upp þótt örlítið á móti blási, heldur haldið áfram ótrauð og lærið af reynslunni. Eins er mjög dýrmætt þegar kyn- slóðir ná að miðla af þekkingu sinni til þeirra sem koma á eftir.“ Útrás á illgresinu Aðspurð hvers konar fólk hafi áhuga á garðyrkju segir hún: „Það er alls kyns fólk sem hefur áhuga á garð- yrkju og flestir hafa gaman af því að hafa huggulegt í kringum sig. Garðar eru eins misjafnir og þeir eru margir og getur fólk valið að hafa garðinn mjög viðhaldslítinn ef það vill, en fyr- ir þá sem hafa mikinn áhuga er hægt að eyða miklum tíma í alls kyns dúll- erí og hlúa að viðkvæmum plöntum. Þeir sem eyða miklum tíma í garð- inum sínum eru almennt hresst og skemmtilegt fólk sem fær nægt súr- efni og útrás á illgresinu í garðinum,“ segir hún að lokum. Garðyrkjufólk er hresst og skemmtilegt! Útiprýði Blóm á pallinn setja fallegan og gróinn svip á umhverfið. Sígildar Fallegar fjólur í Garðheimum, blóm sem eru óháð tískusveiflum.. Ljómandi Gulur er tískulitur sumarsins í blómum og veitir ekki af í sólarleysinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gróðursæla Steinunn umkringd fallegu úrvali af blómum í Garðheimum. „Íslendingar hafa mikinn áhuga á því að reyna að rækta ýmislegt. Þá er fólk orðið mun dug- legra að prófa sig áfram með allskonar spennandi plöntur sem sáust varla fyrir nokkrum árum. Einnig er ungt fólk mjög áhugasamt um ræktun inniplantna,“ segir hún. „Plöntur næra fólk á sál og líkama og gefa manni orku til að takast á við leik og starf.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.