Morgunblaðið - 25.05.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 25.05.2018, Síða 16
Morgunblaðið/Valli Grunnurinn Lára segir oft þurfa fyrst að öllu að huga að því, í nýju hverfunum, að skapa skjól. Í grónum hverfum getur aftur á móti þurft að minnka skjólið. legra yfir köldustu mánuðina. Himalajaeinir hefur reynst henta vel við íslenskar aðstæður og fæst bæði uppréttur, flatvaxinn og kúlulaga. Garðaýri, sýprus og lífviður eru einn- ig sígrænar plöntur sem gjarnan eru notaðar. Freistandi er að nefna líka lyngrósir sem eru sígrænar og blómstra snemma sumars þegar vel tekst til.“ Lára minnir samt á að sígrænu plönturnar þola ekki hvað sem er. „Það getur verið breytilegt eftir árum hversu vel þær koma undan vetri, og Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is L ára Jónsdóttir, garðyrkju- fræðingur hjá Blómavali, segir landsmenn mjög áhuga- sama um að hafa nytja- plöntur í garðinum og töluverð eft- irspurn sé eftir berjarunnum. „Margir spyrja um ávaxtatré og langar að rækta epli en það getur verið vandasamt fyrir aðra en þá sem eru ræktendur fram í fingur- góma að fá ávaxtatrén til að þrífast vel í íslenskum görðum. Bæði þarf gott skjól og birtu, og líka kúnst að klippa ávaxtatré. Blómstrandi ávaxtatré eru þó sérstaklega róm- antísk og gaman að ná þeim ár- angri.“ Berjarunnar kalla ekki á jafn mikla fyrirhöfn og segir Lára til- tölulega einfalt að rækta sólberja-, hindberja-, rifsberja- og stikkilsberj- arunna. „Berjarunnar þurfa ekki meiri natni en annar runnagróður og dugar að halda þeim við með því að klippa þá og snyrta árlega. Það þarf ekki einu sinni að hirða af þeim berin ef fólk kærir sig ekki um alla upp- skeruna,“ segir hún og bætir við að berin geymist vel í frysti. „Það verð- ur ekki að nota öll berin í sykurríka sultu heldur er hægt að hafa þau til taks í hristinga og heilsudrykki.“ Eiturbann mótar garðinn Garðatískan stendur ekki í stað og segir Lára að einn helsti áhrifavald- urinn á plöntuvalið í dag sé að búið er að banna efni sem áður voru notuð til að halda arfa í skefjum í beðunum. „Í staðinn fyrir að eitra þarf fólk að fara aðrar leiðir og getur hentað vel að nota fjölæringa til að loka beð- unum. Þetta eru plöntur sem breiða ágætlega úr sér og dafna í hálf- skugga trjánna, og gera það að verk- um að arfinn á erfiðara með að kom- ast að moldinni.“ Að sögn Láru eru sígrænar plöntur líka vinsælar. „Fólk vill ekki bara hafa garðinn fallegan á sumrin, heldur líka að vetri til og gerir barr- gróðurinn umhverfi heimilisins líf- ef t.d. er mikil selta, rok, eða óheppi- leg veðurskilyrði þá hefur það áhrif.“ Gott skjól og góð mold Að búa til fallegan garð er verðugt verkefni, og skiljanlegt ef sumum vex það í augum. Lára lumar á gagn- legum ráðum fyrir þá sem vilja fegra umhverfi heimilisins með vandlega völdum trjám og plöntum en hún segir að fyrst af öllu verði að skoða hvernig aðstæðurnar eru í garðinum. „Í nýju hverfunum þar sem ekki er mikill gróður þarf að hafa hugfast að það er fátt sem stöðvar vindinn, og það fyrsta sem ætti að huga að er hvar á að staðsetja skjólveggi eða planta skjól-limgerðum.“ Það er líka ekki nóg að stika af beð og ætla að byrja að planta og þöku- leggja. „Yfirleitt þarf að undirbúa jarðveginn því moldin getur verið mjög misjöfn að gæðum. Ef um er að ræða djúpmold sem er dökk og svört – svokölluð mýrarmold – þá þarf að byrja á því að kalka hana og bæta við sandi til að fá í hana meira loft. Líf- rænn áburður eins og þörungamjöl er líka góður til að fá aukið líf í mold- ina. Það getur einnig verið að moldin í garðinum sé svokölluð móamold eða áfoksmold sem er fíngerð og þétt og jafnvel leirkennd. Er þá gott að blanda saman við hana dökkri mold, sem og kalki og lífrænum áburði.“ Með moldina klára er hægt að þökuleggja og segir Lára að það verði að slétta moldaryfirborðið vel og alls ekki kasta til hendinni. „Við val á plöntum verður síðan að hafa í huga hvar nýtur skjóls og sóar og finna plöntunum réttan stað. Til að garðurinn sé fallegur allt sumarið er ágætt að velja fjölærar plöntur sem blómgast á ólíkum tímum, þar sem þær fyrstu blómstra í apríl, og þann- ig koll af kolli langt fram á sumar. Blómrunnar hafa mismunandi blómgunartíma og hvítblómstrandi kvistir blómstra fyrr en bleiku kvistirnir og runnamura blómstrar fram á haustið.“ Hleypi sólinni inn í garðinn Í gömlum görðum í grónum hverf- um segir Lára að verði oft að byrja á að grisja, sérstaklega ef fyrri eig- andi sinnti garðinum ekki vel. „Á sumum stöðum er trjágróðurinn orðinn svo hár og þéttur að varpar stórum skugga á garðinn og er þá gagnlegt að fækka trjánum, og t.d. fella annað hvert þeirra til að fá inn meiri birtu. Að grisja runnana vel og Nota fjölæringa til að loka beðunum Þar sem búið er að banna sterk arfaeitur þarf fjölæringa sem gera arfanum erfiðara fyrir að vaxa í beðum. Í nýjum görðum þarf oft að muna að hressa moldina við og blanda hana kalki, sandi og líf- rænum áburði. 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 Notagildi Vinsælt er að hafa nytjaplöntur í gaðrinum, í bland við skrautjurtir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.