Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 17
fækka greinum getur einnig gert
mikið gagn.“
Jarðvegurinn í gömlu görðunum
gæti líka verið orðinn þreyttur og
hægt að fríska upp á hann með
áburði og kalki, og jafnvel hlassi af
moltumold. „Ef mikill mosi er í gras-
flötinni þá er sennilegasta skýringin
sú að of mikill skuggi er í garðinum
og skánar ástandið strax og meiri
birta kemst að svo að mosinn hörfar
undan. Kalk- og áburðargjöf er einn-
ig góð gegn mosa, og að börn og full-
orðnir fari út að leika á grasflötinni.
Fólk verður jafnframt að muna að ef
það vill ekki mosann þá þarf að gæta
þess að slá grasið ekki of snöggt.
Ætti að skilja eftir um 5 cm af gras-
inu til að grasrótin verði nógu sterk
og mosinn nái ekki yfirhöndinni.“
Útpælt Gaman er að hafa garðinn litríkan, og velja plöntur sem blómstra á ólíkum tímum.
Möguleikar Blómapottar lífga upp á
svalirnar, en huga þarf að vökvuninni.
Aðlaðandi Sígrænu plönturnar hjálpa til að gera garðinn fallegan allt árið um kring.
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 MORGUNBLAÐIÐ 17
Þeir sem hafa græna fingur geta
fengið útrás fyrir ræktunarþörf-
ina þó þeir hafi ekki aðgang að
garði. Hæfilega stórar svalir geta
rúmað nokkra blómapotta og
gaman að dunda sér við það á
góðviðrisdögum að planta í þá
litríkum blómum. „Ýmsar trjá-
plöntur geta líka lifað vel í góðum
potti, s.s. birki, blágreni, sýprus,
kvistar, einir og duglegar rósir, en
um leið og tré og blóm eru komin
í potta verður að huga vel að
vökvuninni,“ segir Lára. „Jafnvel
þó það sé vætusamt er ekki víst
að nægilega mikið af rigningu
berist ofan í pottinn og þarf fólk
að vera vakandi fyrir því að vökva
plönturnar í pottunum reglu-
lega.“
Blómapottarnir geta líka hent-
að undir nytjaplöntur og segir
Lára upplagt að rækta t.d. kletta-
kál í potti úti á svölum eða ver-
önd. „Það má síðan plokka blöðin
af salatinu allt sumarið, og bera
fram ferskt, eða rækta uppá-
haldskryddjurtirnar til að bragð-
bæta matinn. Góð gróðurmold er
alltaf ávísun á góðan vöxt.“
Metnaðar-
full ræktun
á svölunum