Morgunblaðið - 25.05.2018, Side 19
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 MORGUNBLAÐIÐ 19
Það er komið sumar!
Fallegar, gróskumiklar plöntur
Tré, sumarblóm, skrautrunnar, berjarunnar, limgerðisplöntur,
rósir, fjölærar plöntur, grænmetisplöntur og kryddjurtir.
Mikið úrval af hengiplöntum.
Fagleg ráðgjöf um val á plöntum!
Annað nauðsynlegt í garðinn
Hengikörfur, ker, pottar, mold, áburður, smáverkfæri o.fl.
A
R
G
U
S
06
-0
30
6
Sykur
Kókosrjómi
Kókosflögur
Dökkur súkkulaðispænir
Aðferð: Ananasinn skorinn í
sneiðar og apríkósurnar í tvennt,
síðan velt upp úr sykri og stráð yfir
kanil. Mér finnst gott að hafa svolít-
ið ríflega af kanil því bragðið demp-
ast við sætuna úr ávöxtunum.
Grillað í ca. 2-3 mínútur á hvorri
hlið eða þar til komnar eru sjáan-
legar grillrendur á ávextina.
Kókosflögum og súkkulaðispæni
stráð yfir og borið fram með þeytt-
um kókosrjóma.
Að elda gekk brösuglega í byrjun
Hefur þú alltaf haft gaman af því að
elda?
„Já, ég hef alltaf haft gaman af því
að elda þó að það hafi gengið ansi
brösuglega í byrjun.
Ég bjó í nokkur ár með ótrúlega
hæfileikaríkum matreiðslumanni og
lærði ýmislegt sniðugt af honum á
þeim árum og er enn að læra af hon-
um. Auk þess vann ég í veitinga-
bransanum í einhver 12 ár innan um
eintóma meistarakokka og það
kveikti enn frekari áhuga á mat-
argerð. Maður lærir svolítið að
hugsa út fyrir kassann þegar maður
er innan um svona marga fagmenn,
þó maður komist auðvitað aldrei ná-
lægt þeim hvað hæfileika varðar.“
Af hverju ertu vegan?
„Í dag er ég vegan bæði af sið-
ferðis- og heilsufarsástæðum en það
byrjaði nú ekki þannig. Ég hafði átt
við heilsufarsvandamál að stríða í
nokkur ár og haldið um það dagbók.
Þegar ég fór svo að rýna í hana sá ég
að ég var yfirleitt verst í desember
og yfir sumartímann og best í janúar
en ég hafði tekið þátt í Veganúar 3
ár í röð fyrir þetta. Ég ákvað því að
prófa að sniðganga allar dýraafurðir
og sjá hvort það hefði áhrif á heils-
una til lengri tíma. Það var svona
fyrsta ástæðan fyrir þessu hjá mér
en siðferðilega hliðin blundaði líka
alltaf í mér. Ég hef alltaf verið týpan
sem fylgir köngulónum út ef þær
villast inn á heimilið og hef átt erfitt
með að réttlæta veiðar þannig að
það lá svosem ekki djúpt á þessum
pælingum hjá mér en þegar ég sat
kúrs í siðfræði við Háskólann á Ak-
ureyri varð eiginlega ekki aftur snú-
ið. Ég held að hjá flestum snúist
þetta á endanum um siðferði, hver
svo sem upphaflega ástæðan var.“
Á meðan við erum
að gera okkar besta
Finnur þú miklar breytingar á heils-
unni fyrir og eftir vegan?
„Já, alveg klárlega, eins og ég
sagði þá var líkamleg heilsa mín
upphaflega ástæða þess að ég sneri
mér yfir í veganismann en hún hefur
nú snarbatnað við þessa lífsstíls-
breytingu. Og það er eiginlega það
sem mér finnst skemmtilegast við
þetta allt saman. Með því að skoða
blóðprufur aftur í tímann get ég ein-
faldlega séð ávinninginn svart á
hvítu. Sem dæmi hafa öll bólgugildi í
blóði hríðfallið auk þess sem ég er
farin að taka járn og B12 upp úr
fæðunni, en það hefur alltaf verið
mikið vandamál hjá mér. Sem er
pínu skemmtilegt í ljósi þess hversu
sterk mýtan um B12-skort vegana
er. En ég hugsa reyndar mjög vel
um það hvað ég set ofan í mig.“
Eitthvað að lokum?
„Ég heyri fólk oft tala um að það
langi að prófa að borða „plant ba-
sed“ en hafi sig ekki í það vegna
þess hversu flókið og dýrt það er.
Þetta er alls ekki flókið í dag. Úrval-
ið af vegan-matvælum er orðið svo
gott að maður getur orðið skipt
flestum dýraafurðum út fyrir sam-
bærilega vegan-matvöru og þetta er
ekki dýrara en annað mataræði,
þvert á móti.
Það er líka mikilvægt þegar mað-
ur er að byrja að prófa sig áfram í
veganisma að setja ekki of mikla
pressu á sig að þurfa að gera þetta
allt upp á tíu frá fyrsta degi. Leyfa
sér bara að njóta þess að vera að
fikra sig áfram í rétta átt og muna
að það er ekkert heilagt í þessum
efnum. Við gerum öll mistök og það
er allt í lagi á meðan við erum að
gera okkar besta.“
Litfagurt Grillprjónar með grænu
fæði eru sannarlega litríkir og lyst-
ugir á grillinu, og auk þess meinhollir.
Litríkt Um að gera að blanda saman
hinu og þessu á spjótin og spara ekki
litina..
Ljósmynd/Aðsend
Gómsæti Grillaður ananas er sætur og ferskur, að ekki sé minnst á girnilegur.
Sumarsætt Eft-
irréttur með
ananas og ferskju.