Morgunblaðið - 25.05.2018, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018
M
ikil breyting hefur orðið á
gróðri á höfuðborgar-
svæðinu sl. áratugi. Há tré
teygja sig nú orðið víða yf-
ir húsþökin í eldri hverfum og þó
vissulega geti verið mikil prýði að
stórum trjám, geta þau líka varpað
skugga og rænt jörðina næringu.
Nýjum eigendum gróinna garða geta
líka fallist hendur yfir allri gróður-
dýrðinni og jafnvel læðst að þeim sú
hugsun að einfaldast sé að fella öll
trén og byrja upp á nýtt.
Steinar, sem hefur sinnt skógrækt
um áratugaskeið, hvetur ekki til svo
afdrifaríkra aðgerða. „Það fyrsta
sem maður þarf að gera er að vita
hvers konar tré maður er með í
höndunum,“ segir hann. Sumar trjá-
tegundir séu enda það sjaldgæfar og
dýrmætar að ekki ætti að fella þær
nema í ýtrustu neyð. „Þetta geta ver-
ið tré eins og hlynur, askur, hrossa-
kastanía eða beyki sem geta verið
orðin aðþrengd af gömlum og jafnvel
illa förnum reynitrjám.“ Dæmi um
slík tré sé að finna í sumum gömlum
og grónum görðum þar sem tré
standi of þétt miðað við þá stærð sem
þau eru komin í. Fyrir vikið fái mörg
þeirra ekki að njóta sín.
Leyfa heilbrigðu
trjánum að njóta sín
Þá séu víða dæmi um eldri tré sem
eru orðin sjúk og nefnir Steinar
reyniátu, sveppasjúkdóm sem leggst
á reynitré, sem dæmi. „Mörg þess-
ara gömlu ilmreynitrjáa eru komin
með reyniátu,“ segir hann. Ilmreynir
nái enda oftast ekki nema 70-80 ára
aldri og fá dæmi séu um ilmreyni
sem nái 100 ára aldri.
„Síðan stendur kannski tré eins og
hlynur, askur, hrossakastanía eða
beyki aðþrengt af þessum gömlum
illa förnu reynitrjám og þá getur
málið verið að fella þessi tré sem eru
í slæmu ásigkomulagi og gefa hinum
sem eru heilbrigð og tegundum sem
eru ekki algengar í íslenskum skóg-
um og görðum rými til að njóta sín.“
Jafnvel þó að slík tré kunni að
virðast frekar veikluleg við hliðina á
þeim sem stærri eru, þá geti þau vel
náð sér á strik, ef þau fái til þess
rými.
Steinar mælir líka með að heilsu-
far trjánna sé skoðað áður en hafist
er handa við að grisja garðinn, t.d. ef
skuggamyndun af trjánum gerir
garðeigandanum erfitt um vik að
rækta aðrar plöntur. „Ef við ætlum
okkur að fella einhver tré, þá ættum
við að velja þau sem eru í slæmu
ásigkomulagi.“
Sé fólk óöruggt um hvað best sé að
gera er um að gera að fá aðstoð fag-
manns, eða leita sér hjálpar með öðr-
um hætti. „Maður sér t.d. að fólk er
að deila myndum á samfélagsmiðlum
og óska þar aðstoðar við að bera
kennsl á tré og aðrar plöntur,“ segir
Steinar. Hann bendir á að það geti
líka verið meiriháttar mál að fella tré
inni í byggð og þar geti aðstoð fag-
manna komið sér vel.
Eins geti verið erfitt fyrir þá sem
ekki þekkja til að átta sig á heilsu
trjánna. Reyniátan er þó sýnilegur
sjúkdómur og nokkuð auðgrein-
anlegur. „Þar sér maður að það eru
farin að koma sár í börkinn og jafn-
vel greinar og hluti af trénu farinn að
drepast,“ segir Steinar. Reyniátan
ágerist yfirleitt með aldri og getur
jafnvel valdið því að tré falli í hvass-
viðri.
Trjátegundir mislanglífar
„Við vitum að tré eru mislanglíf eftir
tegundum,“ segir Steinar og kveður
Finnst útsýnið vera ofmetið
„Mér finnst oft útsýnið
vera ofmetið, því að við
elskum skóga og sækj-
um í skjólið árið um
kring,“ segir Steinar
Björgvinsson, fram-
kvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags Hafnar-
fjarðar, sem hvetur fólk
til að halda áfram að
planta runnum, limgerð-
um og trjám í görðum
sínum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grisjun Steinar Björgvinsson segir garðeigendur verða að gera sér grein fyrir því hvernig tré þeir eru með í höndunum áður en þeir fara að grisja garðinn.