Morgunblaðið - 25.05.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 25.05.2018, Síða 27
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2018 MORGUNBLAÐIÐ 27 Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin Frá Þýskalandi Nr. 12952 - Án gashellu - Svart 79.900 Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 •Afl 10,5 KW • 3 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveikja í öllum tökkum • Tvöfalt einangrað lok • Stór posulínshúðuð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Grillflötur 65 x 44 cm Niðurfellanleg hliðarborð Vönduð yfirbreiðsla fylgir l i Þýsk gæði í yfir 50 ár hlyn, ask, hrossakastaníu, eik og rauðöl dæmi um tegundir sem séu ekki bara tiltölulega sjaldgæfar hér á landi, heldur líka langlífar. „Ilm- reynirinn, sem er líklega annað al- gengasta garðtréð á Íslandi á móti ilmbjörkinni, er hins vegar líkt og ilmbjörkin tiltölulega skammlífur.“ Báðar tegundir séu yfirleitt farnar að hrörna mikið er þær verða 70-80 ára gamlar og sjaldgæft sé að þær nái yfir 100 ára aldurinn. „Þetta eru innlendar tegundir sem hafa verið settar í garða hér á landi í yfir 100 ár. Flestar aðrar tegundir eru hins veg- ar innfluttar og geta orðið mun eldri en 100 ára og halda yfirleitt góðri heilsu lengi.“ Barrtré geta sömuleiðis orðið langlíf og bendir Steinar á að þau barrtré sem vaxa hér á landi geti öll orðið vel yfir 100 ára gömul. Öspin of stór fyrir húsagarða Alaskaöspin er líka algeng í íslensk- um görðum og segir Steinar hana og sitkagrenið vera þær trjátegundir sem verða hæstar á Íslandi í dag. „Þetta eru norðuramerískar teg- undir sem eru báðar tiltölulega hrað- vaxnar og stórvaxnar og geta orðið tugir metra á hæð,“ segir hann og kveður dæmi um tré af báðum teg- undum hér á landi sem eru komin yf- ir 25 metrana. „Þetta eru tré sem eru ennþá í vexti og gætu því hugsanlega orðið enn hærri.“ Tré af þessari stærð henti hins vegar illa í húsagarða, líkt og garð- yrkjuáhugafólk hér á landi hafi kom- ist að á undanförnum áratugum. „Við vitum í dag að þessi tré eru það stór- vaxin að þau henta illa í garða, nema garða og opin svæði með nægt rými, og svo í skógrækt af því að þetta eru ágætis nytjatré. Þau eru hins vegar of stórvaxin í litla og meðalstóra heimilisgarða,“ segir Steinar og minnir á að ekki séu nema um hundr- að ár frá því að skógrækt og garð- yrkja hófst hér á landi. „Þannig að við vitum betur í dag.“ Á gróðursetningu alaskasparinnar í húsagarða megi þó gera und- antekningu ef farið er að beita klipp- ingu á þau mjög snemma. „Annars eru þau fljót að varpa miklum skugga,“ segir hann og nefnir einnig að öflugt rótarkerfi asparinnar hafi stundum valdið vanda. „Fólk er líka að planta minna af alaskaöspinni í dag, en nokkuð er ennþá um sitka- grenið, sem er gott og auðvelt að klippa til og halda í formi,“ segir Steinar og telur það einnig því til kosta að vera sígrænt. Vilja bæði útsýni og skjól Steinar telur marga fara of geyst í trjágrisjun í görðum og hvetur til þess að hvert tilfelli sé skoðað sér- staklega. „Fólk vill útsýni og sól, en það vill líka skjólið sem trén veita,“ segir hann og minnir á að skjólið sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum bæjum upplifa í dag sé að stórum hlut tilkomið vegna stóru trjánna. „Það er ekki hvað síst til- komið vegna þessara stóru trjáa sitkagrenis og alaskaasparinnar,“ útskýrir Steinar. „Þannig að við þurfum að fara varlega í þetta.“ Það sé þó sjálfsagt að grisja þar sem tré standi þétt, enda þurfi að vera nokkrir metrar á milli stórvaxinna trjáa. „Tveir metrar eru alltof lítið. Það þurfa að vera 10-15 metrar á milli stórra trjáa svo að þau njóti sín.“ Úrval trjáa á markaðinum hefur breyst mikið frá því garðeigendur plöntuðu ilmreyni og ilmbjörkinni og síðar öspinni af miklum móð. „Nú er margt í boði sem ekki var áður,“ seg- ir Steinar. Garðeigendur séu þó ekki hættir að planta birki og ilmreyni, en nú sé líka gott úrval af smávöxnum og nettum trjám sem verða ekki nema nokkrir metrar á hæð full- vaxin. Nefnir hann kasmírreyni og skrautreyni sem dæmi. „Síðan verð- ur rósakirsi ekki nema 2,5-3 metrar og það er mjög vinsælt núna. Gljá- hlynur, ávaxtatré og svo stórvaxnir runnar eins og sýrenur njóta sömu- leiðis vinsælda og þá er gráelri einn- ig notað í garða í dag.“ Skjólinu sem stóru trén hafa myndað megi hins vegar þakka það að þessar trjáteg- undir þrífast hér nú „Öspin og grenið í garði nágrann- ans er nefnilega að skýla okkur,“ segir Steinar og kveður flesta líka vera til í að hafa stór tré á opnum svæðum, „þó að við viljum kannski ekki hafa þau alveg ofan í okkur“. Þá kveði byggingarreglugerðir á um að ekki megi gróðursetja stórvaxin tré nær lóðamörkum en þrjá metra. Stórvöxnu trén séu líka nokkuð sem sveitafélög ættu að hafa í huga að planta á opnum svæðum, því þannig megi skýla byggðinni. Nefnir hann sem dæmi að hvasst geti verið í mörgum af nýrri byggðum á höfuð- borgarsvæðinu, enda liggi þær ofar en þær sem fyrir eru. „Mörgum sem þangað flytja bregður líka við þegar þeir finna hve hvasst getur orðið.“ annaei@mbl.is Góðkunningjar Ilmbjörk og ilmreynir eru innlendar teg- undir sem hafa verið settar í garða hér á landi í yfir 100 ár. Öldungar Barrtré geta sömuleiðis orðið langlíf og bendir Steinar á að þau geti öll orðið vel yfir 100 ára gömul. Undanfarin ár hefur borið nokkuð á því að eigendur garða með hávaxnar aspir láti stýfa trén. Er Steinar er spurður um skoðun sína á stýfingu trjátoppa segist hann ekki vera henni mótfallinn. „Þeir sem ákveða að fara þessa leið verða hins vegar að hafa í huga að ef maður byrjar að stýfa tré verður maður að halda áfram að gera það á nokkurra ára fresti,“ segir hann. „Þetta er nokkuð sem þarf að við- halda því þarna er búið að breyta vaxtarformi trésins það sem eftir er lífaldurs þess.“ Segir Steinar að tréð þurfi þá að stýfa eftirleiðis með tveggja til þriggja ára millibili. „Þegar tré eru stýfð er krón- an meira og minna tekin af. Þetta á sérstaklega við um öspina, sem þolir þetta ágætlega. Við þetta kemur mikið af nýjum greinum sem vaxa hratt upp frá stofninum.“ Sé ekkert að gert geti þessar nýju hraðsprottnu greinar, sem geta verið margir metrar að lengd og tugir kílóa að þyngd, farið að losna og jafnvel brotna og valda þá mögu- lega slysum. „Það kemur líka stundum fúi því það myndast stórt sár þar sem tréð er stýft. Sé þetta gert aftur og aftur myndast hins vegar með tímanum tré með þykkan og mik- inn bol og krónu sem er ekkert mjög stór en einkennist af stífum og nokkuð lóðréttum greinum.“ Stýfðum trjám verður að viðhalda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.