Fréttablaðið - 05.07.2018, Side 38
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
Christian Dior fæddist árið 1905, sonur auðugs áburðar-framleiðanda. Fjölskyldan
vonaði að hann yrði diplómati en
sjálfur hneigðist hann til lista og til
að safna fé seldi hann teikningar
af tískufötum fyrir utan húsið sitt.
Hann stofnaði listagallerí 23 ára
með hjálp föður síns þar sem hann
seldi meðal annars verk eftir Pablo
Picasso en í kreppunni miklu varð
fjölskyldan gjaldþrota og gallerí-
inu var lokað.
Á næstu árum starfaði Christian
fyrir fatahönnuðinn Robert Piguet
þar sem hann kynntist meðal ann-
ars Pierre Balmain og Marc Bohan
sem seinna átti eftir að verða
yfirhönnuður Dior. Christian var
kallaður í herinn þegar heims-
styrjöldin braust út og tók ekki
upp tískuhönnun aftur fyrr en
hann lauk herþjónustu árið 1942, í
miðju stríðinu, og meðal verkefna
hans þá var að hanna föt á eigin-
konur foringja í þýska hernáms-
hernum í París.
Að stríðinu loknu stofnaði hann
sitt eigið tískuhús og það var árið
1947 sem hann sendi frá sér sína
fyrstu fatalínu sem átti eftir að
gerbreyta tískulandslaginu og lífi
kvenna um allan heim. Í stríðinu
hafði efni í föt verið af skornum
skammti og auk þess gengu konur
í hefðbundin karlastörf þannig að
kvenföt þurftu að vera þægileg og
auðvelt að sinna ýmsum verkefn-
um í þeim en til dæmis má nefna
að Elísabet, þáverandi Englands-
prinsessa, ók sjúkrabíl í stríðinu.
Þessi fyrsta fatalína Dior kallaðist
Corolle sem þýðir blómkróna en
ritstjóri tískutímaritsins Harp ers
Bazaar nefndi hana New Look sem
festist við hana sem og hönnun
Dior. Línan gekk öll út á ýktan
kvenleika og lúxus, stór, efnismikil
pils sem huldu leggi kvenna, sem
margar konur voru ósáttar við eftir
fatafrelsið sem þær höfðu haft í
stríðinu, og þrönga, aðsniðna og
efnislitla efri hluta sem sýndu vel
kvenlegar línur. Dior sagðist sjálfur
hafa skapað „blómakonur“ en Coco
Channel sagði um New Look að
aðeins karlmaður sem aldrei hefði
verið náinn konu gæti búið til
svona óþægilegan kvenfatnað.
New Look skírskotaði þó sterkt
Draumahönnuðurinn Dior
Í febrúar hefst í Viktoríu- og Albertssafninu í London einstök sýning á verkum tískuhússins Christ-
ian Dior. Sýningin spannar allt frá fyrstu sköpunarverkum Christians Dior sjálfs til dagsins í dag.
Auglýsing fyrir Miss Dior ilmvatnið sem birtist í desember 1954. Flaskan er
úr frönskum eðalkristal og verðið eftir því. MynDir/norDicphotos/getty
hér getur að líta hönnun yves st.
Laurent fyrir house of Dior 1959.
Kjóllinn er léttari og yfirbragðið
gáskafyllra en grunnþættirnir enn
efnismikil pils og kvenlegar línur.
hönnun Dior hefur frá upphafi prýtt
forsíður helstu tískutímarita heims.
hér sést skólínan árið 1954.
christian Dior
að störfum
skömmu fyrir
andlát sitt.
til samtíma síns. Eftir stríðið hófust
verslun og flutningar að nýju og
lúxus var aftur á boðstólum. Enn
fremur komu karlarnir heim úr
stríðinu og því var mikilvægt að
konurnar færu aftur inn á heimilin
og tækju upp sín „kvenlegu hlut-
verk“ og ýktur kvenleiki fatnaðar
Dior ýtti undir þá hugmynda-
fræði. Corolle var því vel tekið og
segja má að New Look Christians
Dior hafi endurvakið París sem
háborg tískunnar. Dior hélt áfram
hönnunarstefnu sinni og sjötti
áratugurinn var undir gríðarlegum
áhrifum frá honum og hönnun
hans sem einskorðaðist ekki við
fatnað heldur náði bæði til ilm-
vatna og skófatnaðar.
Dior sjálfur naut ekki velgengni
sinnar lengi. Hann þjáðist mikið í
sköpunarferlinu og efaðist stöðugt
um sjálfan sig. Hann átti ennfremur
aðeins í óhamingjusömum ástar-
samböndum og leitaði huggunar
í mat og drykk. Hann lagðist inn á
heilsuhæli í Toskana á Ítalíu í októ-
ber 1957 og lést þar af hjartaáfalli
fimmtíu og tveggja ára að aldri.
Eftir ótímabæran dauða Dior var
framtíð tískuhússins óljós og fjár-
festar sem og tískufíklar örvæntu
þar til hinn tuttugu og eins árs
gamli Yves Saint Laurent varð
listrænn stjórnandi en hann hafði
tveimur árum áður verið ráðinn
hægri hönd Dior sjálfs. Hann hélt
áfram að hanna í anda Dior en
fötin urðu léttari og auðveldara
að klæðast þeim. Síðan hafa ýmsir
tekið við skissukrítinni hjá Dior
og staða þess sem hátískuhúss þar
sem kvenlegar línur og yndisþokki
eru í hávegum hefur alltaf haldist.
Á sýningunni í Viktoríu- og
Albertssafninu verða meira en
fimm hundruð sýningargripir, um
200 sjaldgæfar hátískuflíkur ásamt
fylgihlutum, ljósmyndum, ilm-
vatni, snyrtivörum, tímaritum og
persónulegum munum Dior sjálfs.
Sýningin Christian Dior:
Designer of Dreams eða Drauma-
hönnuðurinn Dior hefst eins og
áður sagði í febrúar á næsta ári en
margir bíða hennar með eftirvænt-
ingu. Miðasala hefst í september.
8 KynningArBLAÐ FÓLK 5 . j ú L í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
0
5
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
2
-4
A
5
C
2
0
5
2
-4
9
2
0
2
0
5
2
-4
7
E
4
2
0
5
2
-4
6
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
4
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K