Fréttablaðið - 05.07.2018, Side 8

Fréttablaðið - 05.07.2018, Side 8
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands 1.634.723 kr. Hækkun: 311.152 kr. 23,5% Síðast: 2007 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri 1.601.182 kr. Hækkun: 47.502 kr. 3,1% Síðast: 2016 Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar 1.244.424 kr. Hækkun 38.288 kr. 3,2% Síðast: 2016 Bjarni Smári Jónasson forstjóri SAk 1.477.332 kr. Hækkun: 185.801 kr. 14,4% Síðast: Kjaranefnd Magnús Guðmundsson Vatnajökulsþjóðgarður* 1.009.707 kr. Hækkun: 47.502 kr. 4,9% Síðast: 2012 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri 1.593.322 kr. Hækkun: 230.854 kr. 16,9% Síðast: 2008 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar 1.151.275 kr. Hækkun: 169.926 kr. 17,3% Síðast: Í tíð kjaranefndar Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri 1.244.424 kr. Hækkun: 109.647 kr. 9,7% Síðast: Í tíð kjaranefndar Eyjólfur Guðmundsson rektor HA 1.297.673 kr. Hækkun: 139.367 12,0% Síðast: Kjaranefnd Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Hásk. á Hólum 1.021.574 kr. Hækkun: 182.487 kr. 21,8% Síðast: Kjaranefnd Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans 2.586.913 kr. Hækkun: 497.920 23,8% Síðast: 2010 Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar 1.601.182 kr. Hækkun: 280.935 kr. 21,3% Síðast: 2012 Jón Gíslason forstjóri Matvælastofnunar 1.294.855 kr. Hækkun: 129.701 kr. 11,1% Síðast: 2008 Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR 1.574.602 kr. Hækkun: 137.355 kr. 10,4% Síðast: 2012 Eydís Líndal forstjóri Landmælinga* 1.009.707 kr. Hækkun: 28.358 kr. 2,9% Síðast: Kjaranefnd Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins 1.649.042 kr. Hækkun: 112.069 kr. 7,3% Síðast: 2013 Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri 1.294.855 kr. Hækkun: 31.287 2,5% Síðast: 2012 Ingvar J. Rögnvaldsson settur ríkisskattstjóri 1.505.462 kr. Hækkun: 315.290 26,5% Síðast: 2010 Snorri Olsen tollstjóri* 1.409.647 kr. Hækkun: 242.647 kr. 20,8% Síðast: 2009 Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu 1.358.535 kr. Hækkun: 38.288 kr. 2,9% Síðast: 2013 *Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga, er settur framkvæmda- stjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Eydís Líndal er starfandi forstjóri Landmælinga í fjarveru hans. Snorri Olsen tekur við sem ríkisskattstjóri þann 1. október. KJARAMÁL Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun 48 forstöðu- manna ríkisstofnana. Vegin meðal- talshækkun vegna starfanna er 10,8 prósent en hækkunin er þó mis- jafnlega há eftir því um hvaða starf ræðir. Launaákvörðunin er afturvirk til 1. desember í fyrra. Áður en Alþingi fór í sumarfrí sam- þykkti það að leggja kjararáð niður. Kjararáð hætti því störfum 1. júlí. Á þeim tímapunkti lágu 48 erindi, sem vörðuðu einstök störf, hjá kjararáði sem þurfti að afgreiða áður en ráðið lyki störfum. Stærstur hluti þeirra erinda hafði borist á árunum 2016 og 2017 en tvö þeirra höfðu borist fyrir það tímamark. Ákvörðun um launin var tekin á fundi ráðsins 14. júní en úrskurður- inn var birtur í fyrradag. Úrskurður- inn er athygliverður fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi er óvana- legt að svo mörg embætti séu skeytt saman í einn úrskurð. Í annan stað er þess getið í upphafi úrskurðar að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið gefinn kostur á að leggja fram greinargerð vegna hvers og eins erindis. Þegar greinargerð ráðuneyt- isins lá fyrir var viðkomandi gefinn kostur á að koma fram athugasemd- um við efni hennar. Í úrskurðinum er þess getið að margir hafi sent ráðinu athugasemdir sínar í framhaldi af því auk þess sem sumir óskuðu eftir fundi með ráðinu. Því næst rekur úrskurðurinn störfin sem um ræðir, ábyrgð sem þeim fylgir og skyldur sem við- komandi þarf að rækja. Hins vegar er athugasemda viðkomandi og í hverju þær fólust í engu getið. Þá er hækkun hvers og eins ekki rök- studd frekar en að vísa til hlutverks og umfangs viðkomandi stofnunar. Sem fyrr segir er vegin meðaltals- hækkun sem í úrskurðinum felst 10,8 prósent. Umtalsverður munur er hins vegar á hæstu og lægstu hækk- unum. Hæstu prósentuhækkunina fær ríkisskattstjóri, 26,7 prósent, en ekki hefur verið úrskurðað um laun hans frá árinu 2010. Hæstu krónu- töluhækkunina fær forstjóri Land- spítalans, tæpar 498 þúsund krónur, en úrskurðað var um laun hans sama ár. Laun þeirra hafa ekki tekið breyt- ingum fyrir utan almennar hækk- anir kjararáðs. Lægstu hækkunina fá þjóðminjavörður og forstöðu Nátt- úruminjasafnsins, tæp tvö prósent. Hæstu hækkanirnar eru því marki brenndar að ekki hefur verið úrskurðað um laun embættisins í langan tíma. Í um fjórðungi tilfella hafði kjararáð til að mynda aldrei tekið mál viðkomandi embættis til úrskurðar og því giltu um það úrskurðir uppkveðnir af fyrirrenn- ara ráðsins, hinni sálugu kjaranefnd. Þá er fjöldi fastra yfirvinnueininga forstjóra Landspítalans áhugaverður. Samkvæmt nýjum úrskurði fjölgar þeim úr hundrað í 135. Hækkunin vegna þess ein og sér nemur 335 þúsund krónum. Fjöldi yfirvinnuein- inganna er einnig einsdæmi meðal þeirra starfa sem undir kjararáð heyra en hann er tæplega þrefalt hærri en hjá þeim embættum sem næst á eftir koma. Könnun Frétta- blaðsins leiðir í ljós að næstur á eftir forstjóra Landspítalans sé forseti Hæstaréttar með 55 einingar. Þar á eftir fylgja meðal annars forstjóri Samkeppniseftirlitsins og skrif- stofustjóri Alþingis með fimmtíu einingar. Yfirvinnueiningar þessar eru greiddar alla mánuði ársins, líka í sumarleyfi embættismanns. Hér til hliðar má sjá breytingu á heildarlaunum að teknu tilliti til fastra yfirvinnueininga. Svanasöngur kjararáðsins Kjararáð hækkaði laun 48 forstöðumanna í síðasta mánuði. Frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa verður lagt fram í haust. Mikill munur á hækkunum. Jóhann Óli Eiðsson joli@frettabladid.is ... M m m st eik arloka Þú finnur uppskriftina á kronan.is/ uppskriftir 3999 kr.kg Ungnauta innralæri 332 kr.pk. Sveppir, 250 g 199 kr.stk. Snittubrauð 499 kr.stk. Fabrikku Bernaises sósa Svarið við erfiðustu spurningu dagsins er ... Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 5 . J ú L í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R8 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð 0 5 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 2 -5 4 3 C 2 0 5 2 -5 3 0 0 2 0 5 2 -5 1 C 4 2 0 5 2 -5 0 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.