Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.07.2018, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 05.07.2018, Qupperneq 8
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands 1.634.723 kr. Hækkun: 311.152 kr. 23,5% Síðast: 2007 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri 1.601.182 kr. Hækkun: 47.502 kr. 3,1% Síðast: 2016 Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar 1.244.424 kr. Hækkun 38.288 kr. 3,2% Síðast: 2016 Bjarni Smári Jónasson forstjóri SAk 1.477.332 kr. Hækkun: 185.801 kr. 14,4% Síðast: Kjaranefnd Magnús Guðmundsson Vatnajökulsþjóðgarður* 1.009.707 kr. Hækkun: 47.502 kr. 4,9% Síðast: 2012 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri 1.593.322 kr. Hækkun: 230.854 kr. 16,9% Síðast: 2008 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar 1.151.275 kr. Hækkun: 169.926 kr. 17,3% Síðast: Í tíð kjaranefndar Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri 1.244.424 kr. Hækkun: 109.647 kr. 9,7% Síðast: Í tíð kjaranefndar Eyjólfur Guðmundsson rektor HA 1.297.673 kr. Hækkun: 139.367 12,0% Síðast: Kjaranefnd Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Hásk. á Hólum 1.021.574 kr. Hækkun: 182.487 kr. 21,8% Síðast: Kjaranefnd Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans 2.586.913 kr. Hækkun: 497.920 23,8% Síðast: 2010 Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar 1.601.182 kr. Hækkun: 280.935 kr. 21,3% Síðast: 2012 Jón Gíslason forstjóri Matvælastofnunar 1.294.855 kr. Hækkun: 129.701 kr. 11,1% Síðast: 2008 Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR 1.574.602 kr. Hækkun: 137.355 kr. 10,4% Síðast: 2012 Eydís Líndal forstjóri Landmælinga* 1.009.707 kr. Hækkun: 28.358 kr. 2,9% Síðast: Kjaranefnd Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins 1.649.042 kr. Hækkun: 112.069 kr. 7,3% Síðast: 2013 Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri 1.294.855 kr. Hækkun: 31.287 2,5% Síðast: 2012 Ingvar J. Rögnvaldsson settur ríkisskattstjóri 1.505.462 kr. Hækkun: 315.290 26,5% Síðast: 2010 Snorri Olsen tollstjóri* 1.409.647 kr. Hækkun: 242.647 kr. 20,8% Síðast: 2009 Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu 1.358.535 kr. Hækkun: 38.288 kr. 2,9% Síðast: 2013 *Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga, er settur framkvæmda- stjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Eydís Líndal er starfandi forstjóri Landmælinga í fjarveru hans. Snorri Olsen tekur við sem ríkisskattstjóri þann 1. október. KJARAMÁL Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun 48 forstöðu- manna ríkisstofnana. Vegin meðal- talshækkun vegna starfanna er 10,8 prósent en hækkunin er þó mis- jafnlega há eftir því um hvaða starf ræðir. Launaákvörðunin er afturvirk til 1. desember í fyrra. Áður en Alþingi fór í sumarfrí sam- þykkti það að leggja kjararáð niður. Kjararáð hætti því störfum 1. júlí. Á þeim tímapunkti lágu 48 erindi, sem vörðuðu einstök störf, hjá kjararáði sem þurfti að afgreiða áður en ráðið lyki störfum. Stærstur hluti þeirra erinda hafði borist á árunum 2016 og 2017 en tvö þeirra höfðu borist fyrir það tímamark. Ákvörðun um launin var tekin á fundi ráðsins 14. júní en úrskurður- inn var birtur í fyrradag. Úrskurður- inn er athygliverður fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi er óvana- legt að svo mörg embætti séu skeytt saman í einn úrskurð. Í annan stað er þess getið í upphafi úrskurðar að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið gefinn kostur á að leggja fram greinargerð vegna hvers og eins erindis. Þegar greinargerð ráðuneyt- isins lá fyrir var viðkomandi gefinn kostur á að koma fram athugasemd- um við efni hennar. Í úrskurðinum er þess getið að margir hafi sent ráðinu athugasemdir sínar í framhaldi af því auk þess sem sumir óskuðu eftir fundi með ráðinu. Því næst rekur úrskurðurinn störfin sem um ræðir, ábyrgð sem þeim fylgir og skyldur sem við- komandi þarf að rækja. Hins vegar er athugasemda viðkomandi og í hverju þær fólust í engu getið. Þá er hækkun hvers og eins ekki rök- studd frekar en að vísa til hlutverks og umfangs viðkomandi stofnunar. Sem fyrr segir er vegin meðaltals- hækkun sem í úrskurðinum felst 10,8 prósent. Umtalsverður munur er hins vegar á hæstu og lægstu hækk- unum. Hæstu prósentuhækkunina fær ríkisskattstjóri, 26,7 prósent, en ekki hefur verið úrskurðað um laun hans frá árinu 2010. Hæstu krónu- töluhækkunina fær forstjóri Land- spítalans, tæpar 498 þúsund krónur, en úrskurðað var um laun hans sama ár. Laun þeirra hafa ekki tekið breyt- ingum fyrir utan almennar hækk- anir kjararáðs. Lægstu hækkunina fá þjóðminjavörður og forstöðu Nátt- úruminjasafnsins, tæp tvö prósent. Hæstu hækkanirnar eru því marki brenndar að ekki hefur verið úrskurðað um laun embættisins í langan tíma. Í um fjórðungi tilfella hafði kjararáð til að mynda aldrei tekið mál viðkomandi embættis til úrskurðar og því giltu um það úrskurðir uppkveðnir af fyrirrenn- ara ráðsins, hinni sálugu kjaranefnd. Þá er fjöldi fastra yfirvinnueininga forstjóra Landspítalans áhugaverður. Samkvæmt nýjum úrskurði fjölgar þeim úr hundrað í 135. Hækkunin vegna þess ein og sér nemur 335 þúsund krónum. Fjöldi yfirvinnuein- inganna er einnig einsdæmi meðal þeirra starfa sem undir kjararáð heyra en hann er tæplega þrefalt hærri en hjá þeim embættum sem næst á eftir koma. Könnun Frétta- blaðsins leiðir í ljós að næstur á eftir forstjóra Landspítalans sé forseti Hæstaréttar með 55 einingar. Þar á eftir fylgja meðal annars forstjóri Samkeppniseftirlitsins og skrif- stofustjóri Alþingis með fimmtíu einingar. Yfirvinnueiningar þessar eru greiddar alla mánuði ársins, líka í sumarleyfi embættismanns. Hér til hliðar má sjá breytingu á heildarlaunum að teknu tilliti til fastra yfirvinnueininga. Svanasöngur kjararáðsins Kjararáð hækkaði laun 48 forstöðumanna í síðasta mánuði. Frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa verður lagt fram í haust. Mikill munur á hækkunum. Jóhann Óli Eiðsson joli@frettabladid.is ... M m m st eik arloka Þú finnur uppskriftina á kronan.is/ uppskriftir 3999 kr.kg Ungnauta innralæri 332 kr.pk. Sveppir, 250 g 199 kr.stk. Snittubrauð 499 kr.stk. Fabrikku Bernaises sósa Svarið við erfiðustu spurningu dagsins er ... Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 5 . J ú L í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R8 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð 0 5 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 2 -5 4 3 C 2 0 5 2 -5 3 0 0 2 0 5 2 -5 1 C 4 2 0 5 2 -5 0 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.