Fréttablaðið - 05.07.2018, Side 16
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án
endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Fólk um allan
heim samein-
ast í um-
hyggju fyrir
drengjum
sem hafa
orðið að þola
raunir sem
ekki ætti að
leggja á börn
og enn sér
ekki fyrir
endann á.
Afköst
starfsfólks
hafa jafn-
framt haldist
óbreytt þó
vinnutíminn
sé styttri og á
flestum
vinnustöðum
hefur dregið
verulega úr
skammtíma-
veikindum.
Flestir þekkja vel þá staðreynd að Íslendingar vinna mun lengri vinnudag en þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Vinir og ættingjar annars
staðar á Norðurlöndunum hafa meiri tíma til að sinna
fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Við þessu vill BSRB
bregðast með því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í
36 án launaskerðingar. Þegar hafa verið stigin mikilvæg
skref með tilraunaverkefnum sem bandalagið stendur
fyrir ásamt Reykjavíkurborg og ríkinu.
Í dag vinna um 2.700 einstaklingar á vinnustöðum
sem taka þátt í þessum tveimur tilraunaverkefnum. Þetta
eru bæði staðir þar sem unnið er í dagvinnu og vinnu-
staðir þar sem unnin er vaktavinna. Hjá ríkinu hafa fjórar
stofnanir tekið þátt og verða fimm frá og með haustinu.
Reykjavíkurborg byrjaði fyrr á sínu tilraunaverkefni og
hefur árangurinn verið svo jákvæður að öllum vinnu-
stöðum borgarinnar var boðið að taka þátt síðasta vor.
Þó BSRB taki þátt í tilraunaverkefnunum einskorðast
þátttakan ekki við félagsmenn aðildarfélaga BSRB.
Fjölmargir félagsmenn stéttarfélaga sem eiga aðild að
Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og
Kennarasambandi Íslands taka þátt í að stytta vinnu-
vikuna. Þá eru dæmi um vinnustaði eins og Hugsmiðjuna
sem hafa innleitt styttingu vinnuviku hjá sér til framtíðar.
Allt hefur þetta áhrif og nú hafa Akraneskaupstaður,
Akureyrarbær og Reykjanesbær ákveðið að hefja tilraun
um styttri vinnuviku meðal sinna starfsmanna. Fleiri
munu fylgja í kjölfarið.
Niðurstöður fram að þessu sýna að starfsánægja
hefur aukist, líðan á vinnustað batnað, lífsgæði aukist
og auðveldara er fyrir starfsfólkið að samræma vinnu
og einkalíf. Í viðtölum við starfsfólk hefur meðal annars
komið fram að það upplifir að stressið heima fyrir hafi
minnkað með styttingunni. Afköst starfsfólks hafa
jafnframt haldist óbreytt þó vinnutíminn sé styttri og á
flestum vinnustöðum hefur dregið verulega úr skamm-
tímaveikindum.
Það er ekki bara verkalýðshreyfingin sem vill stytta
vinnuvikuna. Skynsamir stjórnendur vilja einnig fara
þessa leið enda sýnir reynslan að ávinningurinn er veru-
legur fyrir bæði vinnustaðinn og starfsfólkið.
Má bjóða þér meiri frítíma?
Sonja Ýr
Þorbergsdóttir
lögfræðingur
BSRB
Það var líkt og heimsbyggðin gæfi frá sér feginsandvarp þegar fréttir bárust af því að tólf fótboltadrengir og þjálfari þeirra sem lokuðust af inni í helli í Taílandi hefðu fundist á lífi eftir níu daga vist.Það má segja ýmislegt um mannkynið.
Reyndar er það stundum ansi sjálfhverft og dyntótt
og virðist jafnvel þrífast best á átökum, en það á
vissulega líka sínar góðu hliðar. Þær hafa opinberast
á síðustu dögum þegar fólk um allan heim sameinast
í umhyggju fyrir drengjum sem hafa orðið að þola
raunir sem ekki ætti að leggja á börn og enn sér ekki
fyrir endann á. Fréttir um að drengirnir séu furðu
brattir í aðstæðum sínum eru hughreystandi. Börn
eru stórmerkilegar manneskjur og búa iðulega yfir
meiri þrautseigju og útsjónarsemi en fullorðnir ætla
þeim.
Í erfiðum aðstæðum finnast ætíð einstaklingar
sem stíga fram og eru reiðubúnir að sýna fórnfýsi.
Til er nokkuð sem heitir siðferðileg skylda, það er
reyndar afar auðvelt að banda henni frá sér, en samt
eru alltaf einhverjir sem hlýða kalli hennar. Það á við
um læknana tvo í taílenska hernum sem buðust til
að dvelja með drengjunum og þjálfara þeirra í ömur-
legum aðstæðum. Enginn ætlast til slíkrar fórnar,
hana er ekki nauðsynlegt að færa, en samt er hún í
boði.
Sá björgunarleiðangur sem nú er í undirbúningi
í Taílandi er afar áhættusamur og þar eru einstakl-
ingar sem eru tilbúnir að leggja á sig mikið erfiði og
jafnvel leggja líf sitt í hættu. Um allan heim fylgist
fólki með gangi mála og lætur sig miklu varða að vel
fari. Það er mikilsverður eiginleiki að geta fundið til
með öðrum og sett sig í spor þeirra. Það er við fréttir
eins og þessar sem sá eiginleiki verður áberandi í
fari svo margra. Fólki stendur ekki á sama um örlög
tólf drengja sem verða að komast heilu og höldnu
til fjölskyldna sinna. Þannig höfum við á síðustu
dögum séð náungakærleikann taka völd. Það er hug-
hreystandi og eflir trú á hinu annars óútreiknanlega
mannkyni.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kannski
eini ráðamaður þjóðarinnar sem með sanni má
kallast hjartahreinn, lagði það til á dögunum að
taílensku fótboltadrengirnir myndu leiða liðin inn
á völlinn í úrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi. Það
er afar falleg hugsun á bak við þessa hugmynd sem
er þó ekki raunhæf í stöðunni eins og hún er í dag.
En þegar drengirnir eru komnir heim heilir á húfi
(það má ekki leyfa annarri hugsun að komast að)
þá munu þeir sem tök hafa á örugglega leggja sitt af
mörkum til að gleðja þá. Drengirnir eiga eflaust sínar
hetjur í boltanum sem gætu þar lagt sitt af mörkum,
þó ekki væri nema með því að senda þeim skilaboð.
Heimsókn til þeirra í eigin persónu væri þó enn
betra framtak.
Hugur heimsbyggðarinnar er hjá drengjunum í
hellinum. Nú ríkir samkennd, umhyggja og ósk um
að allt fari vel.
Á lífi
Þjónustumiðstöð
tónlistarfólks
Ógagnsæi
Kjararáð klykkti út með
sínum síðasta úrskurði í
síðasta mánuði en hann var
birtur í fyrradag. Í honum
setur ráðið líklega nýtt Íslands-
met í ógagnsæi stjórnvalds án
atrennu. Athugasemda og rök-
stuðnings forstöðumanna er í
engu getið og ekki er með neinu
móti hægt að lesa úr úrskurð-
inum hvers vegna embættis-
manni A er raðað fyrir ofan
eða neðan B og C. Af orðum
forstöðumanna má síðan lesa
að ráðið sé ekki aðeins seint
til svara þegar blaðamenn eru
á línunni og dæmi eru um að
einhver erindi hafi ekki hlotið
afgreiðslu ráðsins.
Framhaldið
Það sást úr flugvél að tilraunin
kjararáð hafði fyrir löngu farið
út um þúfur. Fyrirkomulagið
var óskilvirkt sem skilaði sér
í því að þeir sem undir það
heyrðu urðu eftir í launa-
þróun. Sést það best á því að
í einhverjum tilfellum tók
hin nýja ákvörðun nú við af
ákvörðun kjaranefndar. Sífellt
þurfti að leiðrétta afturvirkt
sem nær undantekningalaust
skapaði ólgu á markaði. Nýtt
fyrirkomulag verður lagt fyrir
á þingi í haust. Vonandi er að
þinginu takist vel til svo að ekki
verði áframhald á ógagnsæi og
launakippum.
joli@frettabladid.is
5 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R16 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð I ð
SKOÐUN
0
5
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
2
-1
4
0
C
2
0
5
2
-1
2
D
0
2
0
5
2
-1
1
9
4
2
0
5
2
-1
0
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
4
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K