Fréttablaðið - 26.07.2018, Side 4

Fréttablaðið - 26.07.2018, Side 4
MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Í SUMAR FRÁ 16. JÚNÍ TIL OG MEÐ 4. ÁGÚST ® DÍSEL 2.2 185 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTUR. AUKAHLUTAPAKKI: MÁLMLITUR, 18” ÁLFELGUR, 30” DEKK, 8,4” SKJÁR, LEIÐSÖGUKERFI OG PREMIUM HLJÓÐKERFI, LYKILLAUST AÐGENGI, FJARSTART OG RAFMAGNS AFTURHLERI. TAKMARKAÐ MAGN BÍLA Í BOÐI. JEEP 7 DAGA VIKUNNAR. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF. AUKAHLUTAPAKKI AÐ VERÐMÆTI 860.000 KR. FYLGIR FRÍTT MEÐ. TILBOÐSVERÐ 6.690.000 KR. ® JEEP CHEROKEE LONGITUDE® jeep.is KJARAMÁL Enginn lagalegur grund- völlur er fyrir útreikningum á árlegum meðaltölum reglulegra launa ríkisstarfsmanna heldur eru þeir í samræmi við þær aðferðir sem Hagstofan ákvarðar hverju sinni. Breytingar geta orðið á meðaltal- inu vegna umbóta á aðferðum eða gögnum sem liggja þar að baki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Hagstofunnar um drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð um síðustu mánaða- mót. Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en frestur til athugasemda rann út fyrir helgi. Drögin byggja á vinnu starfs- hóps sem forsætisráðherra skipaði í upphafi árs. Umsögn Hagstofunnar var sú eina sem barst. Í drögunum er lagt til að laun þjóðkjörinna fulltrúa, dómara, sak- sóknara og ríkissáttasemjara verði ákveðin með fastri upphæð í lögum. Upphæðin er nú sú sama og fram kom í síðustu ákvörðunum kjarar- áðs fyrir hópana. Upphæðin kemur síðan til með að taka breytingum 1. maí ár hvert með hliðsjón af fyrr- greindu meðaltali. Til bráðabirgða munu laun presta og biskups taka sömu breytingum þar til samkomu- lag um nýtt fyrirkomulag launa þeirra næst. Aðrir færast undir kjaradeild fjármálaráðuneytisins. Í athugasemd Hagstofunnar er þess einnig getið að það fyrir- komulag sem lagt er til geti leitt til hringrásar. Það er, hærra meðaltal reglulegra launa hækkar laun þeirra sem falla undir frumvarpsdrögin. Til útskýringar má taka það dæmi ef fyrrgreint meðaltal hækkar um sjö prósent. Laun hópsins munu þá sjálfkrafa hækka um sjö prósent 1. maí. Þar sem hópurinn er reiknaður inn í meðaltalið kemur hækkun hans til með að hækka meðaltalið aftur. Sú hækkun hækkar launin á ný, sem hækkar meðaltalið, sem hækkar launin og svo framvegis. Hið sama gildir ef meðaltalið lækkar. Samkvæmt tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru ríkis- starfsmenn um 21 þúsund talsins en stöðugildin eru eilítið færri. Í hópn- um sem fellur undir hina sjálfvirku breytingu eru á annað hundrað manns og því má leiða að því líkur að breytingar á launum þeirra komi til með að hafa minniháttar áhrif. joli@frettabladid.is Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. Laun ákveðins hóps verða ákveðin með lögum og munu breytast í samræmi við meðaltalslaun ríkisstarfsmanna. Kjör þeirra hafa áhrif á meðaltalið. Þingið felldi lög um kjararáð úr gildi í vor. Nýtt fyrirkomulag á að verða að lögum í árslok. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hver mun ákveða laun hverra? Lögákveðin laun Forseti Íslands Þingmenn Ráðherrar Dómarar Saksóknarar Seðlabankastjóri Ríkissáttasemjari Laun ákveðin af forsætisnefnd Ríkisendurskoðandi Umboðsmaður Alþingis Færast undir kjaraskrifstofu fjármálaráðuneytisins Yfirskattanefnd Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Kærunefnd útlendingamála Úrskurðarnefnd velferðarmála Forstöðumenn ríkisstofnana Laun ákveðin af forsætis- og fjármálaráðherra Ráðuneytisstjórar NEYTENDUR Upplýsingar við lántöku hjá öppunum Aur, Pei og Greitt voru ekki í samræmi við kröfur sem gerð- ar eru í lögum um neytendalán. Þetta leiddi athugun Neytendastofu í ljós. Könnun stjórnvaldsins hófst í febrúar og voru rekstrar aðilar beðnir um afrit af stöðluðu eyðublaði um lánssamning sem þeir nota. Með athuguninni vildi Neytendastofa kanna hvort neytendum séu veittar allar viðeigandi upplýsingar. Könnunin leiddi í ljós að hjá öllum fyrirtækjunum þremur uppfylltu upplýsingar á stöðluðu eyðublaði annars vegar og hins vegar láns- samningi ekki þær kröfur sem lög um neytendalán gera ráð fyrir. Neytendastofa hefur gefið rekstrar aðilum smáforritanna fjög- urra vikna frest til að laga vankanta sem komu í ljós við athugunina. Verði ekki orðið við því mega þau eiga von á dagsektum. Bæði Aur og Pei hafa tilkynnt stofnuninni að sú vinna sé hafin en ekkert slíkt skeyti hefur borist frá Greitt. – jóe Ófullnægjandi upplýsingagjöf við lántöku LÖGREGLUMÁL Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um fjölda afbrota. Maðurinn var í síðasta mánuði dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir umferðar-, fíkni-, hegningar- og vopnalagabrot. Undanfarna tvo mánuði hefur hann ítrekað verið gripinn með þýfi og fíkniefni í fórum sínum. Þá er hann grunaður um hylmingu, akstur undir áhrifum fíkniefna og nytjastuld. Lögreglan fór fram á að hann sætti gæsluvarðhaldi þar sem yfirgnæf- andi líkur væru á því að hann myndi ella halda brotum sínum áfram. Á þetta féllst héraðsdómari. Lands- réttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og verður heimilt að hafa manninn í gæsluvarðhaldi til 17. ágúst. – jóe Síbrotamaður í gæsluvarðhald HEiLbRiGðisMÁL Nýtt lyf til með- ferðar á sársauka vegna legslímu- flakks, eða endómetríósu, var nýlega samþykkt í Bandaríkjunum. Ester Ýr Jónsdóttir, varaformaður Samtaka um endómetríósu, segist fagna nýjum meðferðarúrræðum. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að frumur úr innra lagi legsins finn- ast á öðrum stöðum í kviðarholinu sem veldur sársauka, blöðru- og þarmavandamálum auk ófrjósemi. Leg slímuflakk er lítið rannsakað og lækning ekki þekkt. Oft er sársauk- inn mikill þegar konur eru á blæð- ingum eða stunda kynlíf. Hingað til hefur sársauki og ófrjó- semi verið meðhöndluð með lyfja- og hormónameðferð. Ester segir misjafnt hvort slíkt henti. „Það er ofsalega misjafnt hvort meðferðin hefur jákvæð áhrif á einkennin. Það er alls ekki gefið. Það er ofboðsleg vanþekking á sjúkdómnum og margar konur fá ekki meðhöndlun við hæfi.“ Hún segir dæmi þess að konur með endómetríósu  verði fyrir fordómum af hálfu heilbrigðis- starfsfólks. „Ég hugsa að stór hluti þess sé að þetta er kvensjúkdómur; konur eru taldar móðursjúkar eða ekki tekið mark á þeim.“ Lyfið heitir Orilissa. Á rann- sóknar stigi náðist nokkur árangur með lyfinu. Eitthvað var um auka- verkanir, höfuðverki og svefn- erfiðleika. „Það er mikilvægt fyrir konur með endómetríósu að komast til læknis sem hefur sér- þekkingu á sjúkdómnum. Við hjá samtökunum bendum konum á að hafa samband við okkur í gegnum heimasíðuna okkar.“ – jt, ósk Nýtt lyf við legslímuflakki samþykkt í Bandaríkjunum Konur eru taldar móðursjúkar eða ekki tekið mark á þeim Ester Ýr Jónsdóttir, varaformaður Samtaka um endómetríósu 2 6 . J ú L í 2 0 1 8 F i M M T U D A G U R4 F R é T T i R ∙ F R é T T A b L A ð i ð 2 6 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 7 6 -0 1 6 0 2 0 7 6 -0 0 2 4 2 0 7 5 -F E E 8 2 0 7 5 -F D A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.