Fréttablaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 8
Þýskaland Carles Puigdemont,
hinn útlægi fyrrverandi forseti
Katalóníuhéraðs Spánar, hélt í gær
sinn fyrsta blaðamannafund frá því
hæstiréttur Spánar ákvað að fella
niður handtökuskipun á hendur
honum ádögunum. Sú ákvörðun var
tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að
framselja Puigdemont.
Puigdemont fór upphaflega í
útlegð til Brussel, höfuðborgar Belg-
íu. Á leið sinni aftur þangað eftir að
hafa fundað með þingmönnum
í Finnlandi var Puigdemont hins
vegar handtekinn í Þýskalandi. Í
gær sagðist Puigdemont ætla að
ferðast aftur til Brussel á laugardag-
inn. „Ég tek með mér þúsundir bréfa
frá Þjóðverjum sem hafa sent mér
stuðningsyfirlýsingar,“ sagði hann.
Puigdemont sagðist hvergi nærri
hættur baráttunni fyrir sjálfstæði
Katalóníu, en ástæða útlegðarinnar
er sú að hann hefur verið ákærður
fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu
vegna sjálfstæðisyfirlýsingar sinnar í
fyrra eftir ólöglega atkvæðagreiðslu
um sjálfstæði héraðsins.
„Ákvörðun katalónsku þjóðar-
innar um að lýsa yfir stofnun sjálf-
stæðs lýðveldis er staðreynd,“
sagði Puigdemont sem krafðist
þess að Spánn virti vilja Katalóna.
Alls greiddu 92 prósent kjósenda
atkvæði með sjálfstæði í fyrrnefndri
atkvæðagreiðslu. Kjörsókn var þó
einungis 43 prósent, bæði vegna
afskipta spænsku lögreglunnar af
kosningunum og sniðgöngu sam-
bandssinna.
Þá tjáði Puigdemont sig um Pedro
Sanchez, formann Sósíalistaflokks-
ins, sem tók við forsætisráðuneyt-
inu á dögunum eftir að vantraust
var samþykkt á Mariano Rajoy úr
Lýðflokknum.
Nokkur þíða er komin í samskipti
héraðsstjórnarinnar við ríkið eftir
ríkisstjórnarskiptin og fundaði
Quim Torra, aðskilnaðarsinninn
sem tók við forsetastólnum af
Puigdemont, til að mynda með
Sanchez fyrr í mánuðinum. Puigde-
mont fagnaði því að viðræður hefðu
átt sér stað og vakti máls á því að
málflutningur spænska ríkisins
hefði breyst. „En við þurfum að sjá
aðgerðir, ekki bara innantóm orð,“
sagði Puigdemont.
Evrópusambandið hefur ekki
viljað hafa bein afskipti af sjálf-
stæðismálinu. Puigdemont sagði
að sýnin um sjálfstæða Katalóníu
hafi alltaf falið í sér aðild að ESB.
Aðspurður hvað honum fyndist
um að ESB styddi baráttu hans ekki
svaraði hann: „Er Evrópusambandið
bara aðildarríkin? Því að við höfum
notið stuðnings evrópskra borgara
sem eru ekki hrifnir af mannrétt-
indabrotum innan Evrópusam-
bandsins.“ thorgnyr@frettabladid.is
Hættir ekki baráttunni
Hinn útlægi fyrrverandi héraðsforseti Katalóníu snýr aftur til Brussel á laugar-
daginn. Segist ætla að halda áfram baráttunni fyrir sjálfstæði Katalóníuhéraðs.
simbabve Nelson Chamisa, forseta-
frambjóðandi Hreyfingarinnar fyrir
lýðræðisumbætur (MDC) í Sim-
babve, sagðist í gær sigurviss þrátt
fyrir að kjörstjórn „svindlaði og
prettaði“ til þess að hjálpa Emmer-
son Mnangagwa, sitjandi forseta og
frambjóðanda Afríska þjóðarbanda-
lags Simbabve (ZANU-PF).
Kjörstjórnin er hliðholl Mnang-
agwa og kosningarnar verða ein-
tómt svindl, að því er Chamisa
heldur fram. „Við munum vinna
bæði dómarann og andstæðinginn.
Við leyfum þeim ekki að komast
upp með þetta,“ sagði hann á blaða-
mannafundi.
Til stuðnings máli sínu benti
hann á að kjörstjórn hafi ekki viljað
veita upplýsingar um hversu margir
kjörseðlar hafi verið prentaðir né
hvernig öryggi þeirra væri tryggt.
Orðrómur hafði verið uppi um
að Chamisa myndi draga framboð
sitt til baka og hvetja til sniðgöngu.
Því hafnaði hann. „Við getum ekki
sniðgengið eigin sigur. Sigurvegarar
hætta ekki bara. Á þriðjudaginn
verður kominn nýr forseti. Það er
óumflýjanlegt. Við erum óstöðv-
andi,“ sagði Chamisa við stuðnings-
menn, en kosið er á mánudag.
Mnangagwa bannaði stjórnar-
andstæðingum í gær að mótmæla
kjörstjórninni í höfuðborginni Har-
are. „Ef einhver stuðlar að stjórn-
leysi munu lögin hafa yfirhöndina.
Við leyfum ekki glundroða í landinu
okkar. Við viljum frið,“ sagði for-
setinn. – þea
Mnangagwa sakaður um
að svindla í kosningunum
sýrland Að minnsta kosti fimmtíu
fórust og 78 særðust þegar vígamenn
hryðjuverkasamtakanna Íslamska
ríkisins gerðu röð sjálfsmorðsárása í
suðvesturhluta Sýrlands í gær, einkum
á vegfarendur í borginni Sweida. Frá
þessu greindu sýrlenskir miðlar í gær.
Bresku samtökin Syrian Observatory
for Human Rights sögðu að hundrað
hefðu farist, hið minnsta.
Árásirnar eru þær mannskæðustu
sem gerðar hafa verið á yfirráðasvæði
ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta
að undanförnu. Hryðjuverkasamtök-
in hafa barist við Assad-liða á svæðinu
að undanförnu.
Samkvæmt ríkisfréttastöðinni
SANA sprengdu tveir árásarmenn sig
í loft upp í Sweida. Syrian Observa-
tory for Human Rights greindi frá því
að árásarmenn fyrir utan borgina hafi
tekið almenna borgara í gíslingu. – þea
Hrina sjálfsmorðsárása í Sýrlandi
Puigdemont er hvergi nærri hættur sjálfstæðisbaráttunni. NordicPhotos/AFP
Emmerson Mnangagwa, forseti sim-
babve. NordicPhotos/AFP
HAFNARFJARÐARBÆR
RÁÐHÚS HAFNARFJARÐAR
STRANDGÖTU 6
ÞJÓNUSTUVER
OPIÐ FRÁ KL. 8.00 – 16.00
ALLA VIRKA DAGA
585 5500
hafnarfjordur.is
SKIPULAGSLÝSING
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 23 maí s.l. breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar
vegna færslu á háspennulínu við Hamranes.
Þegar vinna við gerð aðalskipulagstillögu hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefni þar sem fram kemur hvaða
áherslur sveitarstjórn ha við aðalskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli,
svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Lýsingu er hægt að nálgast á hafnar ordur.is.
Skriegar ábendingar sendist á: hafnar ordur@hafnar ordur.is
eigi síðar en 9. ágúst 2018.
Þormóður Sveinsson
Skipulagsfulltrúi Hafnararðarbæjar
Umhvers- og skipulagsþjónusta, Norðurhella 2, 221 Hafnar örður,
Sími 585 5500 www.hafnar ordur.is
Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar
vegna bráðabirgðaflutnings á Hamraneslínu I og II.
2 6 . j ú l í 2 0 1 8 F i m m T U d a G U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð
2
6
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
7
6
-2
8
E
0
2
0
7
6
-2
7
A
4
2
0
7
6
-2
6
6
8
2
0
7
6
-2
5
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K