Fréttablaðið - 26.07.2018, Page 24

Fréttablaðið - 26.07.2018, Page 24
Nýjast Inkasso-deild kvenna Golf Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er kominn hingað til lands til þess að taka þátt í Íslands- mótinu í höggleik sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Haraldur Franklín mætir til leiks á mótið eftir að að hafa tekið þátt í Opna breska meistaramótinu fyrstur íslenskra karlkylfinga. Eftir fínan fyrsta hring lenti hann í kröppum dansi á öðrum hringnum. Þar af leiðandi þurfti hann að spila árásargjarnara golf á seinni hluta annars hringsins til þess að freista þess að komast í gegnum niður- skurðinn á mótinu. Honum tókst ekki ætlunarverk sitt og hann kveðst vera með blendnar tilfinningar eftir þátttöku sína í mótinu. „Þetta var auðvitað mjög gaman, að fá að spreyta sig á svona stóru sviði var eitthvað sem ég hef stefnt að og það var mikil upplifun að vera þarna. Ég hefði hins vegar viljað gera betur. Eftir að hafa misst flugið á tveimur holum á öðrum hringnum þurfti ég að taka áhættu á lokahol- unum og þær holur á þessum velli eru ekki hentugar fyrir þannig spila- mennsku,“ sagði Haraldur um frum- raun sína á Opna breska sem fram fór á Carnoustie-vellinum í Skotlandi sem þykir ansi erfiður á köflum. „Það er mér hins vegar efst í huga eftir þessa helgi hvað mig langar að endurtaka þetta og ég stefni að því að fara þangað aftur. Þá langar mig mikið að taka þátt í fleiri sterkum boðsmótum og komast í Áskorenda- mótaröðina eða Evrópumótaröðina. Það er vonandi að spilamennska mín í Nordic-mótaröðinni tryggi mér sæti í Áskorendamótaröðinni, en ég var nálægt því í fyrra. Ég ætla svo taka þátt í Qualifying school í sept- ember síðar á þessu ári og freista þess að komast inn á Evrópumótaröðina þar,“ sagði hann um markmið sín í golfinu. „Ég lærði mikið af því að spila á Opna breska, bæði hvað varðar að spila fyrir fleiri áhorfendur en ég er vanur og takast á við aukna fjöl- miðlaathygli. Það er ekki mín sterka hlið að ræða við fjölmiðla og selja sjálfan mig með markaðsstarfi. Ég verð annaðhvort að fækka fjöl- miðlaviðtölum eða læra betur að tækla fjölmiðla. Líklega er blanda af hvoru tveggja heillavænlegust. Það er að veita fjölmiðlum hæfilega athygli og gefa meira af mér þegar ég geri það. Þannig eyk ég líkurnar á að fá fleiri tækifæri á boðsmótum. Það er pirrandi að sjá kylfinga sem ég tel vera á mínu kalíberi fá að taka þátt á þeim mótum sökum þess að þeir eru öflugri en ég að láta vita af sér,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Vesturbæingur. „Nú er hugur minn hins vegar á næstu helgi og mótinu í Vest- mannaeyjum. Það er orðið allt of langt síðan ég vann þetta mót og ég stefni á að bæta úr því um helgina. Það verður gaman að takast á við völlinn og veðrið í Vestmanna- eyjum. Það eru þrjú ár síðan ég spilaði þennan völl síðast, en ég þekki hann ágætlega og hef spilað hann þó nokkrum sinnum. Síðan fer ég út í upphafi næstu viku og geri mig kláran fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði hann um næstu verkefni sín, en hann varð síðast Íslandsmeistari í högg- leik árið 2012. hjorvaro@frettabladid.is Þarf að markaðssetja mig betur Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús var ánægður með að fá að dýfa tánni í laugina með hákörl- unum. Hann hefði hins vegar viljað gera betur þar. Haraldur Franklín vill fá fleiri tækifæri á stóra sviðinu og áttar sig á því að hann þarf að vera öflugri við að koma sér á framfæri til þess að auka líkurnar á því.    Haraldur Franklín Magnús virðir fyrir sér stöðuna á Opna breska meistaramótinu um helgina. NOrdIcpHOtOs/Getty fótbolti Íslensku félagsliðin sem eru enn með í Evrópudeild karla í knattspyrnu leika fyrri leiki sína í annarri umferð í forkeppni deildar- innar í dag. Fara þarf í gegnum fjórar umferðir til þess að tryggja sér sæti í riðlakeppni deildarinnar. FH og Valur leika á útivelli, en Stjarnan hefur viðureign sína með leik á Samsung-vellinum í Garða- bænum. FH mætir ísraelska liðinu Hapoel Haifa og Valsmenn eru staddir í Andorra þar sem mót- herjar  liðsins eru Santa Coloma. Stjarnan fær hins vegar danska liðið FC Köbenhavn í heimsókn í kvöld. Hapol Haifa er enn á undirbún- ingstímabili, en ísraelska deildin hefst eftir tæpan mánuð. Hapoel Haifa hafnaði í fjórða sæti deildar- innar á síðustu leiktíð, en liðið varð fimm stigum á eftir Hapoel Be'er Sheva sem varð ísraelskur meistari. Santa Coloma er sömuleiðis að undirbúa sig fyrir komandi átök í deildarkeppninni heima fyrir. Liðið er ríkjandi meistari í Andorra, en það hefur orðið meistari þar í landi síðustu fimm keppnistímabil. Deildarkeppnin er svo nýfarin af stað í Danmörku, en FC Köbenhavn hefur leikið tvo leiki og haft betur í öðrum þeirra og tapað hinum. FC Köbenhavn var þó nokkuð frá því að verða danskur meistari á síðustu leiktíð, en liðið endaði 27 stigum á eftir Midtjylland sem stóð uppi sem sigurvegari á mótinu. – Hó Stjarnan glímir við danskt stórveldi Úr leik FH og Lahti í Kaplakrika á dögunum. FréttabLaðIð/sIGtryGGur arI Körfubolti Valencia hyggst lána Tryggva Snæ Hlinason, landsliðs- mann í körfubolta, til annars liðs á Spáni til þess að hann fái meiri spiltíma á komandi keppnistíma- bili. Það var spænski fjölmiðillinn Superdeporte sem greinir frá þessu. Fram kemur í fréttinni að Mon- bus Obradoiro eða MoraBanc Andorra séu þau lið sem líklegast sé að fái að njóta krafta Tryggva Snæs á næstu leiktíð. Tryggvi gekk til liðs við Valencia frá Þór Akureyri fyrir síðustu leiktíð, en hann fékk takmarkaðan spiltíma síðasta vetur og sjá forráðamenn Valencia fram á svipaða stöðu á næsta keppnistímabili. Þar af leið- andi sé heillavænlegra að hann fari tímabundið annað til þess að fá að spila meira og þróa sinn leik. Hann tók þátt í nýliðavali NBA fyrr í sumar og æfði svo með liði Toronto Raptors sem tók þátt í Sumar deild NBA og var í leikmanna- hópi liðsins þar. Mínúturnar voru hins vegar af skornum skammti á þeim vettvangi hjá þessum stóra og  stæðilega fram- herja.  – hó Tryggvi Snær sendur á lán tryggvi snær mun færa sig um set á spáni næsta vetur. MyNd/KKÍ. fótbolti Breiðablik hefur samið við ítalska B-deildarliðið Spezia um sölu á Sveini Aroni Guðjohnsen. Sveinn Aron mun á næstu dögum halda til Ítalíu þar sem hann undir- gengst læknisskoðun og gengur frá lausum endum hvað varðar kaup og kjör. Þetta kom fram í frétt á heima- síðu Breiðabliks í gær. Sveinn Aron, sem er tvítugur að aldri, kom til Breiðabliks frá Val fyrir tæpum tveimur árum. Hann hefur leikið 31 leik með Breiðabliks- liðinu og skorað í þeim leikjum sjö mörk, þar af fjögur mörk í deild og bikar á þessari leiktíð. Sveinn Aron á einnig að baki 17 leiki með yngri landsliðum Íslands og hefur skorað fjögur mörk fyrir yngri landsliðin. Hann hefur lítið fengið að spila í síðustu leikjum eftir tilkomu danska framherjans Thomasar Mikkelsen sem komið hefur af krafti inn í lið Breiðabliks og skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir liðið. – hó Sveinn Aron fer frá Breiðabliki til Spezia Það er mér hins vegar efst í huga eftir þessa helgi hvað mig langar að endurtaka þetta og ég stefni á að fara þangað aftur. Þá langar mig að taka þátt á fleiri sterkum boðsmótum og komast á Áskorendamóta- röðina eða Evrópumóta- röðina. FH og Valur leika fyrri leiki sína í annarri umferð í forkeppni Evrópudeildar- innar á útivelli, en Stjarnan hefur leik á heimavelli sínum í Garðabænum. Þróttur - Fylkir 1-2 0-1 Sunna Baldvinsdóttir (22.), 0-2 Thelma Lóa Hermannsdóttir (41.), 1-2 Andrea Rut Bjarnadóttir (85.). Ír - Ía 3-5 0-1 Heiðrún Sara Guðmundsdóttir (11.), 1-1 Shaneka Jordian Gordon (18.), 1-2 Bergdís Fanney Einarsdóttir (19.), 1-3 Bergdís Fann- ey (38.), 2-3 Guðrún Ósk Tryggvadóttir (44.), 3-3 Alda Ólafsdóttir (52.), 3-4 Heiðrún Sara (61.), 3-5 Veronica Líf Þórðardóttir (79.). efri Keflavík 25 Fylkir 24 ÍA 22 Þróttur 20 Haukar 13 Neðri Hamrarnir 11 Fjölnir 9 ÍR 8 Aft./Fram 7 Sindri 1 Golf Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefja leik í dag á Opna skoska meist- aramótinu í golfi. Fer mótið fram í Aberdeen en það er hluti af Evrópu- mótaröðinni, næststerkustu móta- röð heims. Ólafía hafnaði í 13. sæti á þessu móti í fyrra en hún þarf að eiga gott mót til að gera atlögu að Opna breska meistaramótinu, fjórða risamóti ársins í kvennagolfi, sem fram fer um næstu helgi. – kpt Ólafía og Valdís hefja leik í dag 2 6 . j ú l í 2 0 1 8 f i M M t u D A G u r24 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð Sport 2 6 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 7 6 -2 D D 0 2 0 7 6 -2 C 9 4 2 0 7 6 -2 B 5 8 2 0 7 6 -2 A 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.