Fréttablaðið - 26.07.2018, Síða 26

Fréttablaðið - 26.07.2018, Síða 26
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 NÝJAR HAUSTVÖRUR STREYMA INN Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Á Guns N' Roses tónleikunum í fyrradag mátti sjá fjöl-marga aðdáendur sveitar- innar í bolum merktum sveitinni frá mismunandi tímabilum. Hljómsveitarbolir eru stór hluti af rokkheiminum og geta sagt ýmislegt um þann sem bolnum klæðist. Ásþór Loki Rúnarsson, gítarleikari og söngvari í þunga- rokkssveitinni Meistarar dauðans, gleymir aldrei þegar hann fékk fyrsta Metallica bolinn sinn. „Ég hef alltaf verið þungarokk- ari í hjarta og skilst að ég hafi verið farinn að berja höfðinu í takt við Metallica þegar ég var þriggja ára,“ segir Ásþór sem í dag er nítján ára. Fyrsta bolinn fékk hann þegar hann var fimm ára. „Ég fékk ekki að fara á Metallica tónleika með pabba og mömmu af því ég var of lítill. en þau komu með bol í sárabætur handa mér. Ég á hann enn þá en hann er orðinn aðeins of lítill. Fyrsti bolurinn sem ég keypti sjálfur var líka Metallica bolur sem ég fékk á tónleikum í New York, fyrstu tón- leikunum sem ég fór á með hljóm- sveitinni. Það er bolur með síðum ermum sem ég nota oft þegar ég er sjálfur að spila því hann er bæði flottur og svo hef ég heyrt að allar hreyfingar ýkist því ermarnar eru hvítar en bolurinn svartur.“ Hann segir að þungarokksaðdá- endur merki sig hljómsveitum með bolum. „Ef þú átt marga boli með hverri hljómsveit ertu að sýna þeirri hljómsveit stuðning. Og þungarokksaðdáendur eru trúir sinni uppáhaldshljómsveit, jafnvel þótt hún gefi út nokkrar lélegar plötur í röð. Þetta er kannski ekki ólíkt því að styðja fótboltalið en munurinn er sá að það er enginn óvinur, þú getur haldið með öllum jafnt.“ Hann segir að nokkrar óskrifaðar reglur gildi um hljómsveitarbolanotkun. „Ef þú ferð á tónleika þá mætirðu í bol með að minnsta kosti einni hljómsveit sem er að spila þar og sýnir henni þannig stuðning og tónleikunum öllum í leiðinni. Við í Meisturum dauðans vorum alltaf í skyrtum þegar við byrjuðum að spila og merktum okkur þar af leiðandi ekki sem aðdáendur einhverra ákveðinna hljómsveita heldur vildum að hljómsveitin stæði fyrir sig sjálf. Um daginn þegar við spiluðum með Skálmöld vorum við samt allir í Skálmaldar- bolum sem þeir gáfu okkur og það var ákveðinn virðingarvottur. Þeir voru síðan alls ekki í Skálmaldar- bolum því þú spilar aldrei í þínum eigin bol, það er mjög mikilvæg regla.“ Hann segir boli líka geta verið minjagripi og jafnvel geti þeir komið af stað samræðum. „Það eru þá ekki endilega hljóm- sveitarbolir heldur bolir sem eru merktir ákveðnum tónleika- ferðum eða tónleikahátíðum eins og Eistnaflugi eða Rokkjötnum. Þannig sýnir þú að þú hafir verið á þessum hátíðum því bolirnir fást yfirleitt ekki annars staðar en á hátíðinni sjálfri.“ Ásþór segist sjálfur ekki velta því mikið fyrir sér í hvaða bol hann er dagsdaglega en veit dæmi annars. „Ég er yfirleitt bara í bolnum sem er efstur í fata- Ásþór Loki Rúnarsson, söngvari og gítarleikari í Meistarar dauðans, segir boli vera sterkt tjáningartæki í þunga­ rokks heiminum. Hér er hann í Skálmaldarbol en Meistarar dauðans hituðu upp fyrir Skálmöld á dögunum. skápnum og er ekkert mikið að pæla í því en margir velja bolinn gaumgæfilega eftir því hvernig þeim líður og ef maður er ekki í stuði til að hlusta á Metallica þann daginn þá fer maður alls ekki í Metallica bol.“ Meistarar dauðans hafa í nógu að snúast þessa dagana en um síðustu helgi hituðu þeir upp fyrir Skálmöld á þrennum tón- leikum, tvennum á Gauknum og einum á Græna hattinum. Enn fremur stendur yfir söfnun á Karolina Fund fyrir annarri plötu hljómsveitarinnar en sú fyrsta var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hljóm- sveitin hefur starfað í sex ár og samanstendur af bræðrunum Ásþóri Loka og Þórarni Þey sem er fimmtán ára trommuleikari en Ásþór er gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar ásamt því að semja flest lögin. Bassaleikarinn heitir svo Albert Elías Arason en þeir hafa þekkst síðan þeir voru smákrakkar gegnum foreldra sína. „Við tókum þátt í Hæfileikakeppni Íslands og í kjölfarið vorum við farnir að spila í grunnskólum og félagsmiðstöðvum og á endanum vorum við komnir á Rokkjötna 2015 og árið eftir á Eistnaflug en þetta eru tvær stærstu þunga- rokkshátíðirnar á landinu. Við höfum verið að semja lög og texta frá byrjun og nú er önnur platan okkar í burðarliðnum. Við erum búnir að taka hana upp en vantar herslumuninn á að geta klárað og erum því með hópfjármögnun í gangi á Karolina Fund.“ Árið 2015 söfnuðu Meistarar dauðans fyrir fyrstu plötu sinni á Karolina Fund með góðum árangri en sú plata hlaut tilnefningu til Hinna íslensku tónlistarverðlauna sem Rokkplata ársins. „Nýja platan heitir Lög þyngdaraflsins og á koverinu verður bara mynd af Isaac Newton. Við erum allir svo- litlir nördar líka og fannst þetta einum of gott að hafa Newton þarna framan á. Og kannski fer hann einhvern tíma á bol!“ Meistara dauðans má styrkja með því að fara inn á Karolinafund.is og leita undir Virk verkefni. Söfnunin stendur til 6. ágúst. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Ásþór Loki hyllir hér hina goð­ sagnakenndu ensku rokkhljómsveit Led Zeppelin fyrir mikilvægt fram­ lag sveitarinnar til þungarokksins. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . J Ú L Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 6 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 7 6 -1 A 1 0 2 0 7 6 -1 8 D 4 2 0 7 6 -1 7 9 8 2 0 7 6 -1 6 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.