Fréttablaðið - 26.07.2018, Síða 30
Rania, drottning Jórdaníu, var klædd í fölbleikt þegar hún kom ásamt manni sínum, Abdullah konungi,
á fund Trump-hjónanna í Hvíta húsinu
í lok júní. Svo skemmtilega vildi til að
Melania Trump var sömuleiðis klædd í
bleikt. Þar sem þessar tvær konur þykja
bera af þegar kemur að dýrum og fal-
legum fötum verður að draga þá ályktun
að bleikt sé sumarliturinn í ár. Dressið
sem Rania klæddist var reyndar tvískipt,
buxur og skyrta. Buxurnar eru frá Adeam
og kosta rúmar eitt hundruð þúsund
krónur. Hönnuður Adeam er Hanako
Maeda sem er af japönskum ættum en
alin upp í New York. Eftir útskrift flutti
Hanako til Tókýó þar sem hún kom
Adeam á laggirnar. Vinsældir merkisins
eru miklar.
Rania drottning er 47 ára og hefur
barist ötullega fyrir mannréttindum
múslimskra kvenna og barna. Hún hefur
verið gagnrýnd fyrir baráttu sína en jafn-
framt þakkað. Abdullah og Rania eiga
fjögur börn, Hussein, 24 ára, Iman sem er
21 árs, Salma, 17 ára, og Hashem, 13 ára.
Báðar í bleiku í Hvíta húsinu
Samfélagsmiðillinn Instagram er mikið notaður af þeim sem fylgjast vel með nýjustu tísku-
straumum og stefnum. Vinsælasta
tískumerkið á Instagram er Chanel
(chanelofficial) með um 29 milljónir
fylgjenda.
Gucci (gucci) er í öðru sæti með
26,3 milljónir fylgjenda og Louis
Vuitton (louisvuitton) er í þriðja sæti
með tæplega 26 milljónir fylgjenda.
Fyrrverandi Kryddpían Vict-
oria Beckham er í fjórða sæti með
merkið sitt sem hefur um 21,6
milljónir fylgjenda og Dior (dior) er
í fimmta sæti með um 20,4 milljónir
fylgjenda.
Í sjötta sæti situr tískumerkið
Dolce & Gabbana (dolcegabbana)
með 17,5 milljónir fylgjenda og
Prada (prada) er í því sjöunda með
16,1 milljón fylgjenda.
Versace (versace) er í áttunda
sæti með 13,4 milljónir fylgjenda
en Calvin Klein (calvinklein) er í því
níunda með 13,2 milljónir fylgjenda.
Michael Kors (michaelkors) situr
í tíunda sætinu með 12,1 milljón
fylgjenda.
Vinsæl á
Instagram
Rania drottn-
ing og Melania
Trump þegar
þær hittust í
Hvíta húsinu í
lok júní.
Draumur kanadíska hönnuð-arins Nina Kharey rættist í þessari viku þegar Meghan
Markle mætti í flík frá henni á
hátíðarhöld sem voru í tilefni af því
að öld er liðin frá fæðingu Nelsons
Mandela. Kharley segir að það hafi
verið óraunverulegt augnablik
þegar hún komst að því að hönnun
hennar hafði verið notuð af einu
þekktasta tískutákni Vesturlanda.
Markle mætti í fölbleikum erma-
lausum rykfrakka sem sló í gegn hjá
tískuáhugamönnum og aðdáend-
um bresku konungsfjölskyldunnar.
Frakkinn er frá tískumerkinu House
of Nonie, en stílisti Markle, Jessica
Mulroney, hefur verið viðskipta-
vinur merkisins árum saman.
Kharey sagði frá því hvernig
upplifun það var að uppgötva að
Markle hefði notað fötin hennar í
viðtali við tímaritið HELLO!. Hún
komst að því þegar hún fékk texta-
skilaboð frá kynningarstjóranum
sínum klukkan korter fyrir sjö að
morgni og segir að það hafi verið
bæði ótrúlegt og rosalega óraun-
verulegt. „Pabbi minn fór að gráta.
Ég byrjaði bara strax að gúggla og
skoða og dáðist að því hvernig hún
leit út,“ segir Kharey. „Hún var bara
svo ótrúlega flott.“
Eins og við er að búast fór
frakkinn umsvifalaust að roksel-
jast. „Loksins get ég sannað að ég
eigi skilið að fá tíma og athygli, ekki
bara fyrir heiminum, heldur fyrir
sjálfri mér og fjölskyldunni minni.
Ég hef eitthvað fram að færa!“ sagði
Kharey um þessi tímamót í lífi sínu.
Draumar rætast
HI BALL BUXUR
13.990
Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . j ú L í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
2
6
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
7
6
-0
B
4
0
2
0
7
6
-0
A
0
4
2
0
7
6
-0
8
C
8
2
0
7
6
-0
7
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K