Fréttablaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 36
Þau Guðrún Jóhanna Ólafs-dóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari, sem skipa Dúó Atlantica, ætla að flytja þjóðlög á basknesku,
spænsku og íslensku í félagsheimilinu
Dalbæ á Snæfjallaströnd á laugardaginn.
Einnig sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns,
eitt ástsælasta tónskáld Íslendinga, sem
gegndi einmitt læknisstörfum í héraðinu
í tíu ár og tók þar upp Kaldalónsnafnið.
Nokkur lög á tónleikunum tilheyra
safni þjóðlaga sem rithöfundurinn
Federico García Lorca og flamenkósöng-
konan „La Argentinita“ söfnuðu í Anda-
lúsíu. Lorca útsetti lögin á einfaldan
hátt fyrir rödd og píanó en Guðrún og
Javier flytja lögin, umskrifuð af Javier,
fyrir rödd og gítar, að því er kemur fram
í fréttatilkynningu.
Snæfjallaströnd er við norðanvert Ísa-
fjarðardjúp. Sveitin er nú í eyði en Ólafur
Jóhann Engilbertsson er fróður um
hana. Hann er formaður stjórnar Snjá-
fjallaseturs sem er fimmtán ára gamalt
félag um útgáfu, vefsetur, sýningar og
viðburði á Snæfjallaströnd.
„Dalbær er samkomuhús sem byggt
var í Unaðsdal 1973. Þar hafa verið við-
burðir öðru hvoru á undanförnum
árum þó íbúarnir séu farnir úr sveitinni.
Grunnsýningin þar er sögu- og mynda-
sýning úr Snæfjalla- og Grunna víkur-
hreppum hinum fornu. Sérsýningar
eru um Sigvalda Kaldalóns tónskáld og
önnur um Baskavígin,“ lýsir hann.
Unaðsdalur er við enda vegarins við
Djúpið norðanvert. Þar eru ýmsir hópar
á ferð, að sögn Ólafs Jóhanns, meðal
annars gönguhópar og hægt er að óska
eftir gistingu í Dalbæ. Ingibjörg Kjart-
ansdóttir, sem er með símanúmerið
868 1964, tekur við pöntunum. „Þetta er
svo sem ekki fjölsótt svæði en alltaf er
reytingur af fólki yfir sumarið. Vegurinn
er ágætur, heflaður malarvegur um 38
kílómetra leið frá malbikaða veginum
inni í Djúpi,“ segir Ólafur.
Hús tileinkað skáldinu Steini Steinarr
er á þessari leið, reyndar örskammt frá
þjóðveginum til Ísafjarðar. „Ég mæli
með kaffinu í Steinshúsi og vöfflunum.
Þar er sýning um Stein sem var sett
upp fyrir þremur árum og er opin fram í
lok ágúst,“ segir Ólafur.
Baskavinafélagið er einn angi menn-
ingarstarfseminnar sem tilheyrir þessu
svæði. Ólafur segir milli 40 og 50 manns
í því félagi. „Ísland og Spánn voru tengd
í gegnum aldirnar vegna fiskveiða Spán-
verja við Ísland og á 17. öld var gefið út
baskneskt-íslenskt orðasafn, það hefur
verið talið fyrsti vísir að orðabók á
Íslandi,“ upplýsir hann.
Tónleikarnir hefjast klukkan 16.30.
Aðgangur er ókeypis en kaffiveitingar
verða til sölu. gun@frettabladid.is
Tengja Íslendinga, Baska
og Spánverja með tónlist
Íslensk, basknesk og spænsk lög munu hljóma í samkomuhúsinu Dalbæ á Snæfjalla-
strönd, eyðibyggð við norðanvert Ísafjarðardjúp, 28. júlí. Baskavinafélagið og Snjáfjalla-
setur standa fyrir tónleikunum. Ólafur Jóhann Engilbertsson er þar með í ráðum.
Ólafur kemur að menningarstarfsemi í eyðibyggðum Vestfjarða. Fréttablaðið/anton brink
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ögmundur Guðmundsson
rafvirkjameistari,
Sóleyjarima 11,
lést á hjartadeild Landspítalans 23. júlí.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 2. ágúst kl. 13.00.
Kristín Guðjónsdóttir
Guðjón Gunnar Ögmundsson Sigrún Birgisdóttir
Sólveig Jóna Ögmundsdóttir Stefán Kristjánsson
Guðmundur K. Ögmundsson Helena M. Agnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
Guðmundur Guðjónsson
lést á blóðlækningadeild LSH, 11G,
miðvikudaginn 18. júlí.
Útförin fer fram þriðjudaginn 31. júlí
kl. 13 frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Selma Guðmundsdóttir
Guðjón Guðmundsson og Ríkey Andrésdóttir
Bára Kolbrún Guðmundsdóttir og Þorsteinn Hermannsson
Berglind Guðmundsdóttir og Reynir Óskarsson
Bryndís Björk Guðjónsdóttir
Iða Mary Guðmundsdóttir og Ludvig Carl Hilmarsson
og fjölskyldur.
Elskuleg eiginkona, móðir og amma,
Anna Margrét Þóroddsdóttir
Bekansstöðum,
lést á Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á Akranesi 20. júlí.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
þriðjudaginn 31. júlí kl. 13.00.
Finnur Stefán Guðmundsson
Jón Valgeir Viggósson
Anna María Viggósdóttir
Valgerður Viggósdóttir
og barnabörn.
Bróðir okkar,
Þorlákur Þorláksson
Hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði,
lést þriðjudaginn 17. júlí síðastliðinn.
Hann verður jarðsunginn frá
Ísafjarðarkirkju laugardaginn
28. júlí kl. 14.
Sigurður Þorláksson, Guðmundína Þorláksdóttir Hestnes,
Jón Þorláksson, Gísley Þorláksdóttir
Hljómsveitin Umbra Ensemble flytur
nýja og forna tónlist í eigin útsetning-
um í Hannesarholti við Grundarstíg
í kvöld. „Við gáfum út plötu í vor og
erum að fylgja henni eftir en erum líka
með suðurevrópska trúbatoratónlist
frá 11. og 12. öld sem við höfum verið
að rannsaka.“ segir Lilja Dögg Gunnars-
dóttir, söngkona í Umbru. „Fólk heldur
kannski að trúbadorar þess tíma hafi
verið á flakki en þeir virðast meira hafa
verið í vinnu við hirð eða hjá yfirstéttar-
fólki. Þess vegna hafa verkin líklega
varðveist,“ bætir hún við til fróðleiks.
Tónleikarnir bera yfirskriftina Úr
myrkrinu. „Við erum vissulega að draga
fram forna tónlist en alltaf með það að
leiðarljósi að yrkisefnið höfði til fólks
í dag og tónmálið sé aðgengilegt. Við
útsetjum þessa gömlu tónlist út frá
okkar kynslóð, nálgumst þetta pínu
eins og popphljómsveit,“ heldur Lilja
Dögg áfram og segir mikla vinnu liggja
að baki hverju lagi. „Við vinnum eins
og við séum að semja tónlistina þó við
séum það ekki. Erum allar jafnvirkar í
tónlistarsköpuninni og með brennandi
áhuga á fornri tónlist, þó við dönsum á
línunni.“
Lilja Dögg segir þær stöllur í Umbru
óhræddar við að gefa sér rými til túlk-
unar, alltaf með það að leiðarljósi að
hreyfa við áheyrendum. „Við pælum í
textunum og syngjum jafnvel á tungu-
málum sem eru útdauð,“ segir hún. „Við
erum náttúrlega nördar af guðs náð
og mjög samstiga í því.“
Tónleikarnir tilheyra röðinni KÍTÓN
Sumar í Hannesarholti. Þeir hefjast
klukkan 20. Miðaverð er 3.000 krónur.
gun@frettabladid.is
Við erum náttúrlega nördar af guðs náð
arngerður leikur á hörpu, Guðbjörg á fiðlu, lilja Dröfn syngur og alexandra er á bassa.
1847 Nýlendan Líbería í
Afríku fær sjálfstæði. Höfuð
borgin er nefnd Monróvía
í höfuðið á forseta Banda
ríkjanna, James Monroe, sem
studdi nýlendustofnunina.
1775 Bandaríska póst
þjónustan er stofnuð.
1788 Breskir landnemar
setjast að í Sydney í Ástralíu
og hefja þar með langvinnar
deilur við frumbyggja lands
ins.
1945 Verkamannaflokkurinn
vinnur bresku þingkosning
arnar og tekst að koma Win
ston Churchill frá völdum.
1983 Einar Vilhjálmsson setur Íslandsmet í spjótkasti
þegar hann kastar 90,66 metra og sigrar á úrvalsmóti
Norðurlanda og Bandaríkjanna.
Merkisatburðir
2 6 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R28 T í M A M ó T ∙ F R É T T A B l A ð I ð
tímamót
2
6
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:3
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
7
6
-2
D
D
0
2
0
7
6
-2
C
9
4
2
0
7
6
-2
B
5
8
2
0
7
6
-2
A
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K