Fréttablaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 42
Þetta er smá leikhús, með myndunum reyni ég að fanga andrúmsloft og búa til stemningar,“ segir Bjargey Ólafs-dóttir myndlistarkona um nokkur dimm en ljóðræn ljós- myndaverk sem hún er með á sýn- ingu sinni í Ramskram galleríi á Njálsgötu 49. Verkin eru öll unnin á vettvangi, að sögn Bjargeyjar. Hún kveðst ná hinu draumkennda yfirbragði þeirra með því að munda myndavél- ina í myrkri og vinna svo með lítið ljós. „Ég er að reyna á þanþol myrk- ursins,“ útskýrir hún. Skyldi hún kannski líka reyna á þanþol fyrir- sætanna? „Já, segir hún glaðlega. „Ég vel mér fórnarlömb af kostgæfni og myndirnar eru samspil milli mín og þeirra sem sitja fyrir. Það eru tveir leikarar, einn arkitekt, tveir mynd- listarmenn og kvikmyndatökukona, sem er ekki vön að vera fyrir framan linsuna.“ Bjargey kveðst ekki hafa þurft að kalla hverja fyrirsætu oft til sam- starfs, heldur tekið margar myndir í senn. „Það er fjöldi mynda bak við þær sem ég vel til sýningar. Reyndar eru fleiri til inn í þessa seríu í Ramskram og kannski sýni ég þær seinna, þessar pössuðu bara inn hér.“ Oft kveðst Bjargey vinna með nokkrar seríur í einu og safna í þær þegar hún rekst á fólk eða aðstæður sem passa inn í andrúmsloft hverr- ar og einnar. „Ég geri tilraunir og stundum dett ég niður á eitthvað sem mér finnst virka, þá held ég áfram með það. Þessi sería er unnin á löngum tíma,“ lýsir hún. Listsköpun Bjargeyjar hefur ekki verið bundin við einn listmiðil. Hún er þekkt fyrir að segja sögur með því sem hún gerir og velja sér þann miðil sem hentar best hverju sinni. Hún fæst við kvikmynda- gerð, hljóðverk, gjörninga, teiknar, málar og myndar. Í sumar er hún landvörður norðan Vatnajökuls, í Kverkfjöllum, Hvannalindum og Krepputungu og kveðst vera mikið á ferðinni þar á milli. Skyldi hún hafa tekið margar myndir í óbyggðunum. „Nei, kannski eina á dag. Ég er meira upptekin af vinnunni og bara af því að vera til.“ Sýningin Vasaspegill stendur til 25. ágúst. Ég er að reyna á þanþol myrkursins Á sýningu sinni í Ramskram galleríi sýn- ir Bjargey Ólafsdóttir alvöru ljósmyndir sem þó liggja á mörkum skáldskapar og veruleika. Sýningin nefnist Vasaspegill. „Ég vel mér fórnarlömb af kostgæfni,“ segir Bjargey kímin og á þar við fyrirsæturnar. FrÉttaBlaðið/Þórsteinn Ég geRi tilRauniR og Stundum dett Ég niðuR Á eitthVað Sem mÉR finnSt ViRka, þÁ held Ég ÁfRam með það. þeSSi SeRía eR unnin Á löngum tíma. Ertu til? 4G þjónusta í sérflokki Framtíðin er spennandi. Öflugt samband á ferðinni í sumar 4G háhraðanet Vodafone nær til helstu byggðakjarna og sumarhúsasvæða um land allt. Þú missir ekki af neinu í sumarhúsinu eða á ferðalögum innanlands. Kynntu þér málið í næstu verslun, á vodafone.is eða hjá umboðsaðilum okkar um land allt. 2 6 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R34 M e n n I n G ∙ F R É T T A B l A ð I ð 2 6 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 7 5 -F 2 9 0 2 0 7 5 -F 1 5 4 2 0 7 5 -F 0 1 8 2 0 7 5 -E E D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.