Fréttablaðið - 02.08.2018, Side 1

Fréttablaðið - 02.08.2018, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 8 1 . T Ö L U B L A Ð 1 8 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 . Á G Ú S T 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag SKOÐUN Stjórnmálamenn ættu að hugsa um hvernig lækka má kostnað við að búa á Íslandi, segir Þorsteinn Víglundsson. 14 SPORT FH-ingar eiga ágætis möguleika á að komast áfram í Evrópudeildinni. 18 MENNING Eyþór Árnason, sem er 64 ára í dag, sendir frá sér bók með 64 ljóðum. 28 LÍFIÐ Söngvarinn Sigurður Guð- mundsson myndar í gríð og erg á ferðalagi með hljómsveitinni GÓSS.  34 PLÚS SÉRBLAÐ l FÓLK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 18 . á gú st 2 0 18 Ekki missa af skemmtiskokkinu Skráning á rmi.is Gönguhópur virðir hér fyrir sér einstakt útsýni yfir Grundarfjörð og yfir til Kolgrafafjarðar ofan af Kirkjufelli. Vegleg umfjöllun um Kirkjufell með myndum er á síðu 12. MYND/ÓLAFUR MÁR FÉLAGSMÁL Það sem af er ári hafa 103 leitað á neyðarmóttöku fyrir þolend- ur kynferðisofbeldis. Metfjöldi leit- aði þangað í fyrra, 187 einstaklingar. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri á neyðarmóttökunni, segir ekki stefna í að það met verði slegið í ár. „Það leituðu mjög fáir til okkar í júní. Við töldum að umræðan væri að skila sér í þessari fækkun en það hefur aukist töluvert upp á síð- kastið,“ segir Hrönn. Að sögn Hrannar er mynstrið nú svipað og á síðasta ári, meðal annars þegar kemur að aldri þolenda kyn- ferðisofbeldis. Þó hefur þeim fjölgað sem leita til neyðarmóttökunnar vegna ofbeldis í nánu sambandi. „Við erum ánægð með þá þróun að þessi hópur sé farinn að leita til okkar. Ég þakka það þeirri umræðu að það sé eitthvað til sem heitir kynferðisofbeldi innan náins sam- bands.“ Hrönn bendir á að flestir sem verði fyrir heimilisofbeldi lýsi líka kynferðisofbeldi í sambandi. Í tengslum við verslunarmanna- helgina hefst jafnan umræða um kynferðisofbeldi. Hrönn segir kyn- ferðisbrot hafi verið fleiri um þessa helgi á árum áður. „Það er mjög mikilvægt að þeir sem halda útihá- tíðir gefi skýr skilaboð um að þetta sé fordæmt. Kynferðisbrotum um versl- unarmannahelgina hefur fækkað meðal annars vegna bættrar gæslu og eftirlits.“ Þá skipti forvarnarstarf miklu. Mikil umræða hafa verið í aðdrag- anda Þjóðhátíðar í Eyjum 2016. Þá hafi aðeins verið tilkynnt um eitt kynferðisbrot. Í fyrra hafi umræðan verið minni og tilvikin verið fjögur. Hrönn minnir á að neyðarmót- takan sé opin allan sólarhringinn á bráðadeild Landspítalans og segir að þar sé vel tekið á móti fólki. – sar Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. Það leituðu mjög fáir til okkar í júní. Við töldum að umræðan væri að skila sér í þessari fækkun en það hefur aukist töluvert upp á síðkastið. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri á neyðarmóttöku Landspítalans FÓLK Sir Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands og stórtækur jarða- kaupandi á Íslandi, á mikið af dýrum leiktækjum. Ratcliffe eða fyrirtæki hans á fjórar einkaþotur. Auðkýfingurinn siglir um á 78,5 metra snekkju þar sem starfsmenn eru 23. Og auðvitað á hann þyrlu. Fréttablaðið lítur á málið. – bb / sjá síðu 38 Leiktækin hans Jims Ratcliffe Jim Ratcliffe Halldór 0 2 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 8 4 -0 5 B 4 2 0 8 4 -0 4 7 8 2 0 8 4 -0 3 3 C 2 0 8 4 -0 2 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.