Fréttablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 2
Veður
Hæg suðvestanátt og skúrir í dag,
einkum síðdegis en bjartviðri á
Suðausturlandi. Hiti víða 10 til 15
stig. SJÁ SÍÐU 24
Allt í botn
Mætingin var góð er rokkgoðið Billy Idol í stuði steig á svið Laugardalshallar í gærkvöld og tryllti áhorfendur á öllum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400
Grillbúðin
Frá Þýskalandi
Nr. 12952 - Án gashellu - Svart
Opið virka daga 11-18
Lokað laugardag og
frídag verslunarmanna
Frá Þýskalandi Öflugt og fyrirferðalítið
ferðagasgrill
17.900
SAMFÉLAG Mamma Mia æði þjóðar-
innar virðist engan enda ætla að
taka. Þannig hafa um 42 þúsund
manns séð framhaldsmyndina
Mamma Mia! Here we go again.
Myndin var frumsýnd þann
18. júlí síðastliðinn og því ljóst að
aðsóknartölur eiga eftir að aukast
enn frekar.
Að sögn Söndru Bjarkar Magnús-
dóttur, markaðsstjóra hjá Mynd-
formi sem er dreifingaraðili mynd-
arinnar á Íslandi, er hún komin
í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu
myndir ársins. Aðeins Avengers:
Infinity War með 57 þúsund gesti
og Incredibles 2 með 48 þúsund eru
fyrir ofan það sem af er ári.
„Við erum afar ánægð með þessa
góðu byrjun og við væntum þess að
myndin haldi áfram að gera mjög
vel. Við erum bjartsýn á að hún nái
sömu hæðum og fyrri myndin,“
segir Sandra.
Hún bendir þó á að aðsóknin á
framhaldsmyndina hafi verið meiri
en á fyrri myndina fyrstu helgina
sem þær hafi verið í sýningum.
Þegar 30 þúsund manns höfðu séð
fyrri myndina, höfðu á sama tíma
36 þúsund séð framhaldsmyndina.
Alls sáu 119 þúsund manns
fyrri myndina sem hét einfald-
lega Mamma Mia!. Hún var frum-
sýnd sumarið 2008. Er hún að sögn
Söndru önnur aðsóknarmesta
myndin frá upphafi hérlendis og
sú þriðja tekjuhæsta. Það er aðeins
Titanic frá 1997 sem fleiri hafa séð í
íslenskum kvikmyndahúsum.
Sjálf segist Sandra afar ánægð
með nýju myndina.
„Þetta er hugljúf saga og yndis-
leg mynd. Hún heldur alveg sama
fíling og fyrri myndin. Maður er
oft hræddur um svona framhalds-
myndir en það var ástæðulaust í
þessu tilviki.“
Hún segist þekkja mörg dæmi
þess að fólk hafi séð fyrri myndina
oft, jafnvel fjórum sinnum.
„Ég er farin að heyra af því með
þessa mynd að sumir eru byrjaðir að
fara aftur. Svo heyrir maður af heilu
konuhópunum og saumaklúbb-
unum sem fjölmenna. Stundum fá
karlarnir að laumast með.“
Líkt og gert var með fyrri mynd-
ina stendur til að halda sérstakar
sing-a-long sýningar þar sem gestir
eru hvattir til að syngja með ABBA-
lögunum sem eru ófá í myndinni.
„Það styttist í það og við byrjum
væntanlega síðar í ágúst. Eins og
síðast munum við gera þetta í sam-
starfi við Guðbjörgu Ósk, þerapista
og jógakennara.“
sighvatur@frettabladid.is
Mamma Mia myndum
skákað af Titanic einni
Gríðarleg aðsókn er á framhaldið af Mamma Mia! Myndin er þegar orðin þriðja
aðsóknarmesta mynd ársins eftir tvær vikur í sýningu. Aðeins Titanic skákar
fyrri myndinni. Sing-a-long sýningar undir handleiðslu jógakennara framundan.
Andy Garcia og Cher á heimsfrumsýningu nýju myndarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Ég er farin að heyra
af því með þessa
mynd að sumir eru byrjaðir
að fara aftur. Svo heyrir
maður af heilu konuhóp-
unum og saumaklúbbunum
sem fjölmenna. Stundum fá
karlarnir að laumast með.
Sandra Björk Magnúsdóttir, markaðs-
stjóri hjá Myndformi
VEÐUR Heilt yfir verður hlýtt en
sólar lítið um verslunarmannahelg-
ina og besta veðrið verður á Norður-
landi, að sögn veðurfræðings.
„Framan af er spáin þokkaleg
nema á föstudaginn. Þá byrjar að
rigna sunnan- og vestanlands en
það verður ekki mjög hvasst,“ segir
Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræð-
ingur hjá Veðurstofu Íslands. „Svo á
laugardaginn rofar til á öllu landinu.
Það verður hægur vindur, hlýtt og
þurrt.“
Norðurland fær
besta veðrið
segja spárnar
Á leið úr bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI
MARÍNÓ.
Einnig má búast við smá súld suð-
austanlands á laugardegi að sögn
Þorsteins. Hann segir að á sunnu-
deginum verði gott veður framan af
degi en lægð sunnan úr hafi nálgist
landið. „Henni fylgir þetta venju-
lega. Það verður rigning síðdegis á
sunnudeginum, vaxandi austanátt
og þá fer að hvessa í Eyjum.“
Á norðanverðu landinu helst hins
vegar þurrt á sunnudegi og þar fara
hitatölur yfir 20 gráður. „Það verður
fínt veður á öllu landinu fyrst í stað
en síðan fer að rigna fyrir sunnan.“
Þá verður austanstrekkingur
og víða rigning á mánudeginum,
einkum á austanverðu landinu en
áfram hlýtt. – tfh
Það verður fínt
veður á öllu landinu
fyrst í stað en síðan fer að
rigna fyrir sunnan.
Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands
KAUPMANNAHÖFN Ákveðið var að
rýma aðaljárnbrautarstöðina í
Kaupmannahöfn í gærkvöldi vegna
leitar lögreglu að ótilteknum fanga
sem lagt hafði á flótta.
Að því er TV2 sagði frá í gær-
kvöldi tók fjöldi þungvopnaðra
lögreglumanna þátt í leitinni sem
ekki bar árangur. Rætt var við konu
sem sagðist hafa verið afar hrædd
er öllum var skipað út.
Fram kom á vef Politiken að
aðgerðirnar hefðu sett strik í ferða-
áætlanir fjölmargra sem þurftu að
bíða átekta fyrir utan lestarstöðina
meðan á aðgerðum lögreglu stóð.
Þeim lauk rétt fyrir klukkan ellefu
að staðartíma, um einni og hálfri
klukkustund eftir að þær hófust.
Lögregla upplýsti loks að fanginn
væri ekki talinn hættulegur. Varð-
stjóri sagði málið ekki eins drama-
tískt og það liti út fyrir að vera. – gar
Aðallestarstöð
rýmd vegna
fanga á flótta
2 . Á G Ú S T 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
8
4
-0
A
A
4
2
0
8
4
-0
9
6
8
2
0
8
4
-0
8
2
C
2
0
8
4
-0
6
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K