Fréttablaðið - 02.08.2018, Page 6
VA
TN
SN
ES
Hvítserkur
VÍ
ÐI
DA
LU
R
Þjóðvegur 1
Vegur 711 um Vatnsnes
Vegurinn
hringinn um
Vatnsnes er um
90 kílómetrar,
langstærsti hlut-
inn er ekki með
bundnu slitlagi.
Varmadælur &
loftkæling
Verð frá aðeins
kr. 155.000 m.vsk
Midea MOB12
Max 4,92 kW
2,19 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,44)
f. íbúð ca 60m2.
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
Uppsetningaaðilar og
umboðsmenn um allt
land
Þjónustumiðstöð
tónlistarfólks
www.artasan.is
Fæst í næsta
apóteki og helstu
stórmörkuðum
Mundir þú eftir að
bursta og skola í
morgun?
Tannlæknar mæla með GUM tannvörum
GUM Orginal 2x10 copy.pdf 1 26/01/2018 12:51
SAMGÖNGUR Íbúar og ferðaþjón-
ustuaðilar á Hvammstanga og
Vatnsnesi eru langþreyttir á slæmu
ástandi Vatnsnesvegar.
Sigurður Líndal Þórisson, for-
maður Ferðamálafélags V-Húna-
vatnssýslu og framkvæmdastjóri
Selaseturs Íslands, segir tveggja ára
gamla yfirlýsingu félagsins frá því í
lok júlí 2016 enn eiga við. Þar var
viðvarandi sinnuleysi á viðhaldi og
uppbyggingu vegarins harmað og
skorað á stjórnvöld að fjármagna
úrbætur til framtíðar.
„Við hefðum getað sent þessa yfir-
lýsingu frá okkur á hverjum degi
síðan. Ástandið er enn þá mjög
slæmt,“ segir Sigurður.
Að sögn Sigurðar er Vegagerðin
að gera sitt besta miðað við aðstæð-
ur en vegurinn haldist þó einungis
þokkalegur í stuttan tíma eftir að
hann er heflaður.
„Ástandið var fínt í upphafi sum-
ars en svo kom smá rigningatíma-
bil sem fór alveg með þetta. Það er
engin framtíðarlausn í því að standa
í þessu áfram með því að eyða pen-
ingum í viðhald.“
Heimamenn undrast litlar undir-
tektir ríkisvaldsins. Sigurður segir
nauðsynlegt að Alþingi tryggi fjár-
veitingu til þess að ráðast í varan-
legar úrbætur á veginum.
„Það er vaxandi umferð um veg-
inn enda mjög falleg leið. Þarna
koma margir ferðamenn til að
skoða selalátur og Hvítserk.“
Í síðustu viku varð bílvelta á veg-
inum þegar ökumaður missti stjórn
á bíl sínum eftir að hafa keyrt í holur
á veginum. Ökumaðurinn slapp
ómeiddur en bíllinn skemmdist
töluvert.
Í nýlegri skýrslu sem Markaðs-
stofa Norðurlands vann fyrir Ferða-
Klóra sér í höfðinu yfir
holóttum Vatnsnesvegi
Engin breyting til batnaðar hefur orðið á þjóðvegi 711 um Vatnsnes þótt heima-
menn hafi kvartað undan slæmu ástandi hans um árabil og skorað á Alþingi að
tryggja fé í varanlegar úrbætur. Umferð ferðamanna um veginn hefur stóraukist.
Holurnar í veginum um Vatnsnes eru sjálfsagt óteljandi eins og hólarnir í Vatnsdal. MYND/GUÐRúN ÓSk STEINbjöRNSDÓTTIR
málastofu um áfangastaðaáætlun
fyrir landshlutann var Vatnsnes-
vegur meðal fimmtán verkefna sem
lagt var til að sett yrðu í forgang.
Í skýrslunni segir að breikka þurfi
veginn, leggja á hann bundið slitlag
og bæta við útskotum. Vegurinn er
sagður lífæð ferðaþjónustu í Húna-
þingi vestra. sighvatur@frettabladid.is
Ástandið var fínt í
upphafi sumars en
svo kom smá rigningatímabil
sem fór alveg með þetta.
Sigurður Líndal Þórisson, formaður
Ferðamálafélags V-Húnavatnssýslu og
framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands
2 . á G ú S t 2 0 1 8 F I M M t U D A G U R6 F R é t t I R ∙ F R é t t A B L A ð I ð
0
2
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
8
4
-3
2
2
4
2
0
8
4
-3
0
E
8
2
0
8
4
-2
F
A
C
2
0
8
4
-2
E
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K