Fréttablaðið - 02.08.2018, Page 12
Vestan við Grundarfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi er eitt laglegasta fjall á Íslandi, Kirkjufell. Nafnið ber það með rentu, enda ítrekað verið valið sem eitt af fallegustu fjöllum jarðar á erlendum vefsíðum. Valið
kemur íbúum Grundarfjarðar engan veginn á óvart sem
njóta mikilfenglegs fjallsins í návígi hvern einasta dag.
Kirkjufell er sérlega vinsælt hjá ljósmyndurum og senni-
lega er ekkert fjall á Íslandi ljósmyndað oftar, gjarnan
með fossinn í Kirkjufellsá í forgrunni. Í dag er Kirkjufell
því einn helsti ferðamannastaðurinn á Snæfellsnesi en
frægð þess á sér mun lengri sögu, enda löngum verið eitt
helsta kennileiti á Snæfellsnesi ásamt Ljósufjöllum og
Snæfellsjökli. Það sést vel af sjó og danskir kaupmenn
sem stunduðu verslun við Breiðafjörð kölluðu það
gjarnan Sukkertoppen, með tilvísun í flórsykraða köku
þegar snjóað hafði á toppinn. Fjallið er 463 metra hátt.
Það eru aðeins 173 km frá Reykjavík að Grundarfirði og
því auðveldlega hægt að skoða fjallið í dagsferð. Skemmti-
legra er þó að taka sér góðan tíma, enda margt að skoða
í nágrenninu eins og Berserkjahraun, Helgrindur og
Kolgrafafjörð. Tilvalin gönguleið og hættulítil er að ganga
í kringum Kirkjufell og tekur það um þrjár klukkustundir.
Erfiðara er að klífa efsta toppinn og er það aðeins fyrir
vant göngufólk og alls ekki fyrir lofthrædda. Mikilvægt er
að hafa staðkunnugan með í för enda auðvelt að villast af
leið í klettabeltinu þegar þræða þarf kræklóttar kletta-
syllur. Þarna hafa mannskæð slys orðið og því mikilvægt
að fara varlega. Fyrir gönguna þarf hjálm, göngubelti og
göngustafi en við mælum einnig með ísöxi þegar gengið
er í sleipu grasinu. Einnig er æskilegt að hafa með línu
þótt hennar sé sjaldan þörf, enda eru fastir kaðlar á brött-
ustu köflunum efst. Gangan upp tekur innan við þrjár
klukkustundir.
Af tindi Kirkjufells er frábært útsýni, meðal annars
yfir Breiðafjörðinn í heild sinni og Breiðafjarðareyjarnar
en einnig sést vel til Helgrinda og Ljósufjalla. Loks sést í
toppinn á Snæfellsjökli (1.485 m) og nánast er horft ofan
á bæinn Grundarfjörð. Í klettabeltinu er gaman að virða
fyrir sér ýmsa sjófugla sem virðast kunna vel við
sig, ekki síst efst þar sem þeir skilja eftir fugladrit
sem gerir topp Kirkjufells að þeim grónari á
Íslandi. Loks má nefna að yfir hásumarið er val-
kostur fyrir vant fjallafólk að toppa Kirkjufell
á miðnætti, en miðnætursólin er óvíða fal-
legri eins og við höfum sjálfir sannreynt.
Kirkjufell dregur
til sín ljósmynd
ara hvaðanæva.
Hér getur að líta
túlkun Harðar
Sveinssonar ljós
myndara á mynd
sem hlotið hefur
verðlaun.
FRÉTTABLAÐIÐ /
HÖRÐUR SVEINSSON
Fjallið er bratt og fara þarf með gát á milli klettabelta, en ekki síður þegar
farið er upp eftir köðlum síðasta spölinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓLAFUR MÁR
Gönguhópur
kastar mæðinni
og virðir fyrir
sér útsýnið yfir
Grundarfjörð í
kvöldsólinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Feta þarf einstigi á milli klettabelt
anna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Slegið upp búðum á toppi í mið
nætur sól. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Morgunstund á Kirkjufelli getur
verið blíð. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Tómas
Guðbjartsson
læknir og nátt-
úruunnandi og
Sigtryggur Ari
Jóhannsson ljós-
myndari fjalla
um sérstæðar
perlur í íslenskri
náttúru.
Fyrirsætan
Kirkjufell
Sjá nánar á
Fréttablaðið+
Lengri umfjöllun má
lesa á frettabladid.is.
2 . Á G Ú S T 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
8
4
-0
5
B
4
2
0
8
4
-0
4
7
8
2
0
8
4
-0
3
3
C
2
0
8
4
-0
2
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K