Fréttablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 14
Frá degi til dags Halldór Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Þessir hörðu andstæð- ingar Evrópusam- bandsins virðast ekki hafa skipt um skoðun á Brexit, til þess hafa þeir ekki nægt þor. Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir Pantaðu tiltekt á appotek.is eða í síma 568 0990 Garðs Apótek - í leiðinni Fáðu lyfin send heim með póstinum Pantaðu sendingu á appotek.is Garðs Apótek - um land allt Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar Í þjóðaratkvæðagreiðslum hlýtur ætíð að vera betra að þjóð viti um hvað hún er að kjósa en hafi ekki ranghugmyndir um það. Breska þjóðin gekk til kosninga um Brexit og andstæðingar Evrópusam-bandsins lofuðu henni gulli og grænum skógum ef hún afneitaði alþjóðasamtökunum. Það gerði afar naumur meirihluti bresku þjóðarinnar, mjög óvænt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Andstæðingar Evrópusam- bandsins um allan heim glöddust svo mjög að engu var líkara en þeir hefðu himin höndum tekið. Þeir túlkuðu sigurinn sem sigur fólksins yfir illu og yfirþyrmandi bákni sem þeir segja öllu vilja ráða. Þegar kemur að Evrópusam- bandinu sjá andstæðingar þess, hér á landi sem annars staðar, skrattann í hverju horni. Þegar þeir æstustu fara hamförum í fordæmingu sinni minna þeir stundum á litlu stúlkuna í The Exorcist, hausinn fer að snúast og for- mælingarnar streyma út úr þeim. Þá er skiljanlega erfitt að eiga við þá rökræður. Það voru engin sérstök rök fyrir því að Bretar ættu að ganga úr Evrópusambandinu. Forvígismenn úrsagnar töluðu eins og landið myndi fljóta í mjólk og hunangi yrði Brexit að veruleika. Í áróðri var alið á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum. Áherslan var á það að úrsögn myndi leiða til þess að innflytjendur myndu ekki lengur streyma til Bretlands. Þetta var áróður í anda Donalds Trump og einkenndist af blekkingum og lygum. Eftir Brexit er upplausn orðin í breskum stjórnmálum. Örvænting forsætisráðherrans, Theresu May, verður greinilegri með hverjum degi. Á meðan vex gremja meðal þjóðarinnar sem hefur æ meiri efasemdir um ágæti Brexit. Í nýlegri skoðanakönnun Sky kemur fram að 51 prósent aðspurðra telur að áhrif Brexit verði slæm. Hvað á að gera þegar þjóð gerir sér grein fyrir því að hún kaus rangt í kosningum? Í hinu daglega lífi getur fólk yfirleitt fremur auðveldlega leiðrétt mistök sín, nema þau séu því verri. Eftir kosningar þarf fólk stundum að sitja uppi með þá staðreynd að það kaus kolrangt en getur ekki bætt fyrir það fyrr en í næstu kosningum. Hópur Breta þrýstir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með þeim rökum að þjóðin hafi ekki fengið réttar upplýsingar um hvað útganga úr Evrópusambandinu myndi þýða. Skoðanakönnun Sky sýnir að ef kosið yrði um málið í dag myndi þjóðin kjósa að vera áfram í Evrópusambandinu. Hér á landi var hópur stjórnmálamanna og áhrifafólks sem galaði beinlínis af fögnuði vegna úrslitanna í Brexit- kosningunni – úrslita sem Bretar harma nú almennt mjög. Þessir hörðu andstæðingar Evrópusambandsins virðast ekki hafa skipt um skoðun á Brexit, til þess hafa þeir ekki nægt þor. Stórum hluta bresku þjóðarinnar á að vera ljóst að stjórnmálamenn brugðust upp til hópa í mikilvægu máli. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn veki falsvonir hjá kjósendum og beiti blekkingum, eins og gert var í Brexit. Góðu fréttirnar eru að yfirleitt kemst upp um pólitíska loddara, þótt stundum gerist það æði seint. Vondu frétt- irnar eru að nýir loddarar spretta upp eins og gorkúlur. Pólitískir loddarar Fram undan er vetur harðrar kjarabaráttu. Á sama tíma og hægt hefur á efnahagslífinu eru kröfur um miklar launahækkanir sem erfitt er að sjá hvernig atvinnu- lífið ráði við án þess að verðbólgan fari hér af stað að nýju. En kjarabætur verða ekki bara sóttar í kjarasamninga. Við getum ekki síður bætt kjörin með því að draga úr kostnaði neytenda. Ísland er dýrt, ekki aðeins fyrir ferða- menn, heldur ekki síður fyrir okkur sem búum hér. Vilji stjórnmálamenn liðka fyrir kjarasamningum á komandi vetri ættum við að leiða hugann að því hvernig við getum lækkað kostnaðinn við að búa hér á landi. Fyrst ber þar auðvitað að nefna kostnaðinn við íslensku krónuna. Vextir eru hér himinháir fyrir almenning og fyrir- tæki sem leiðir til hærri húsnæðiskostnaðar og vöruverðs. Þetta er ævagamalt vandamál en stjórnmálin hafa alltaf heykst á að taka á því. Við verðum að horfast í augu við kostnaðinn við sjálfstæða mynt. Endurskoðun peninga- stefnunnar á að hafa það að meginmarkmiði að vaxtakjör fyrir fólk og fyrirtæki verði sambærileg við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Það skiptir öllu máli en útilokar líkast til blessaða krónuna. Í öðru lagi þurfum við að lækka matvælaverð. Mánaðar- leg útgjöld fjögurra manna fjölskyldu eru um 80 þúsund krónum hærri til matarkaupa hér en á hinum Norðurlönd- unum. Meginorsökin liggur í háu verði landbúnaðarafurða sem við verndum og heftum samkeppni með meira en flestar þjóðir. Við þurfum að endurskoða landbúnaðar- stefnu okkar svo hún þjóni hvort tveggja neytendum og bændum. Aukin samkeppni er holl öllum atvinnugreinum, líka landbúnaði. Í þriðja lagi: Setjum neytendur í fyrsta sæti. Höfum aukna samkeppni að leiðarljósi á öllum sviðum samfélagsins. Frjáls markaður er ekki fullkominn en engu að síður besta leiðin til að tryggja fjölbreytt framboð vöru og þjónustu á sem hagstæðustu verði. Það á við hvort sem við horfum til matvöruverslunar, bensínsölu, landbúnaðar, heilbrigðis- kerfis eða fjölmiðlunar. Oft má heyra gagnrýni stjórnmála- manna á ónóga samkeppni á almennum markaði en á sama tíma er hvergi að finna meiri samkeppnishindranir en einmitt hjá því opinbera. Það er kominn tími til að breyta þessu! Ódýrara Ísland! En kjara- bætur verða ekki bara sóttar í kjarasamn- inga. Við getum ekki síður bætt kjörin með því að draga úr kostnaði neytenda. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar deilt við dómarann Birting sýknudómsins yfir „stuðningsfulltrúanum“ svo- kallaða í gær varð síst til þess að lægja þær reiðiöldur sem hann hefur kallað fram. Femíníska vefritið Knúz.is deildi frétt Vísis um dóminn með þessum orðum: „Það eru einmitt svona dómar sem auka trú alþýðu manna á dómskerfinu og hvetja brota- þola til að leita réttar síns.“ Sagði enginn. Aldrei. Rithöfundarnir Illugi Jökulsson og Guðmundur Brynjólfsson sögðust á Facebook hvorugur vera lögfræðingur en gerðu sínar athugasemdir. Illugi sagði að eftir lúslestur og að hafa heyrt í lögfræðingi sýndist honum dómurinn vera „algjör óhæfa“, og fái hann að standa „færist sam- félagið áratugi aftur á bak í kyn- ferðisbrota- og níðingamálum“. metfjöldi lygavitna „Ef þessi dómur er réttur þá er hann líka mjög merkilegur. Merkilegur fyrir þær sakir að aldrei hefur áður, hér á landi, annar eins fjöldi af þjóðlygnum vitnum og brotaþolum gengið fyrir dómara,“ skrifaði Guð- mundur og sagðist þrátt fyrir skort á laganámi vera víðlesinn og fjölfróður, „og þegar ég dreg það saman sem þarna er haft eftir fólki, þá kemst ég að þveröfugri niðurstöðu við Bergþóru Ingólfs- dóttur dómara. Mér finnst það blasa við að maðurinn er sekur.“ thorarinn@frettabladid.is 2 . á g ú s t 2 0 1 8 F I M M t U D A g U R14 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð I ð SKOÐUN 0 2 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 8 4 -1 4 8 4 2 0 8 4 -1 3 4 8 2 0 8 4 -1 2 0 C 2 0 8 4 -1 0 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.