Fréttablaðið - 02.08.2018, Side 22
Ný sending af haustvörum.
Höfum lækkað útsöluna
meira
al lar yf i rhafnir á 50% afs læt-
t i .
S íðustu dagar
útsölunnar!
Höfum lækkað
útsöluna í
50% afs látt
NÝ SENDING FRÁ
Persona by Marina Rinaldi
Ný sending af haustvörum.
Höfum lækkað útsöluna
meira
al lar yf i rhafnir á 50% afs læt-
t i .
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir,
heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368
| Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@
frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 |
Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 |
Sigurður Dagur Sturluson gerir fátt annað í lífinu en að spila körfubolta og sinna starfi
sínu hjá Deloitte í Kópavogi en
þar hefur hann starfað í rúmlega
ár eftir útskrift úr viðskipta- og
tölvunarfræði frá Háskólanum í
Reykjavík.
Dagur, eins og hann er alltaf
kallaður, segir að sér hafi alltaf
fundist gaman að líta vel út og vera
flott klæddur en hann hafi þó ekki
farið að fylgjast með tískunni fyrr
en á síðustu árum. Þar hafi aukið
aðgengi að flottum merkjum og
fötum haft mikið að segja, bæði
með tilkomu samfélagsmiðla en
einnig flottari verslana hér heima.
„Í vinnunni gilda reglur um klæða-
burð þannig að ég er oftast frekar
fínt klæddur þar. Í frítíma mínum
er ég hins vegar alls ekki þannig
klæddur. Ég hef aldrei verið þessi
jakkafatatýpa og er frekar óform-
lega klæddur dags daglega. Þar
legg ég mesta áherslu á gæði og
hönnun í fatavali og kaupi frekar
færri og endingarbetri flíkur en
fleiri. Helstu tískufyrirmyndir eru
helst fólkið í kringum mig. Ég reyni
alltaf að fara mínar eigin leiðir
þegar kemur að tísku en ef ég sé
einhvern í kringum mig klæðast
fallegri flík sem mér líst vel á hlýtur
það að hafa áhrif á stíl minn.“
Eins og fyrr segir leikur körfu-
boltinn stórt hlutverk í lífi Dags.
„Ég er uppalinn í Njarðvík og
hef spilað körfubolta allt mitt líf.
Tímabilið fram undan í Domino’s-
deild karla er hins vegar fjórða
tímabil mitt með Valsmönnum og
ég er mjög spenntur fyrir komandi
tímabili þar sem við ætlum okkur
að gera betur en á síðasta ári. Hjá
Deloitte starfa ég við áhættuþjón-
ustu og er að taka þátt í mörgum
spennandi verkefnum þar þannig
að ég sé fram á annasaman og
skemmtilegan vetur.“
Fylgist þú vel með nýjustu tísku?
Kærastan mín vinnur hjá Húrra
Reykjavík og tekur þátt í innkaup-
um þar þannig að líklegast fylgist
ég mest með tísku í gegnum hana.
Ef ég ætti að velja þann samfélags-
miðil sem hefur mest áhrif á mig er
það augljóslega Instagram.
Hvar kaupir þú helst fötin þín?
Hér heima finnst mér Húrra
Reykjavík vera á allt öðrum stað
en aðrar búðir og versla ég nánast
eingöngu þar. Einnig kíki ég reglu-
lega í Spúútnik og á ég t.d. nokkrar
yfirhafnir þaðan sem ég hef notað
mikið. Erlendis hef ég svo bara
elt merkin sem ég fíla og fer í þær
verslanir. Svo hef ég einnig nýtt
mér endursöluappið Goat sem
er algjör snilld og gott dæmi um
aukið aðgengi að flottum tísku-
vörum.
Hvaða litir eru í uppáhaldi?
Mér finnst skemmtilegt að
klæðast litum en ef ég hugsa um
það er ég oftast í látlausum litum
og nánast alltaf í hvítum skóm.
Ætli uppáhaldsliturinn minn sé
ekki svartur.
Áttu minningar um gömul tísku-
slys?
Þegar ég var fimmtán ára var ég
mikið að rokka grátt jakkafatavesti
yfir alls kyns litaða stuttermaboli
og rifnar gallabuxur.
Hvaða flík hefur þú átt lengst og
notar enn?
Ætli það sé ekki Carhartt WIP
Sheffield jakki sem ég fékk að gjöf
fyrir nokkrum árum.
Áttu eina uppáhaldsflík?
Líklega eru það Achilles low
skórnir frá Common Projects. Ég
á bæði hvíta og svarta skó og það
er hægt að nota þá við næstum öll
tilefni. Ég mæli með þeim.
Bestu og verstu fatakaupin?
Bestu kaupin eru klárlega hvítu
Common Projects skórnir mínir.
Verstu kaupin eru líklega fyrsta og
eina skiptið sem ég pantaði mér
flík á Asos.com. Það var peysa sem
var líklega átta númerum stærri en
ég átti von á en hana hef ég aldrei
notað.
Hvað finnst þér einkenna
klæðnað ungra karla í dag?
Aukið aðgengi og fataúrval hafa
gert klæðnað ungra karla fjöl-
breyttari en áður.
Notar þú fylgihluti?
Ég er næstum orðinn háður því
að vera með hliðartösku sem mér
finnst bæði vera flott og svo er hún
virkilega þægileg á sama tíma. Svo
er ég er alltaf með þunna gullkeðju
um hálsinn auk þess sem ég nota
stundum úr.
Hægt er að fylgjast með Degi á
Instagram (@sigurdurdagur).
Wood Wood jakkinn er keyptur í Wood Wood versluninni í Kaupmannahöfn. Libertine Libertine Transworld buxurnar og
Norse Projects langermabolurinn eru úr Húrra Reykjavík. Adidas Yeezy Calabasas skóna keypti hann gegnum Goat appið.
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
Peysan er frá Stone Island og buxurnar eru frá Wood Wood og keyptar í Húrra
Reykjavík. Skórnir eru Converse One Star úr Foot Patrol í London.
ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA
ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA
ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA
ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA
ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA
ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA
ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA
ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA
ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA
ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA
ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA
ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA - ÚTSALA
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
lgjört verðhrun
á útsölu
Kr. 1000
Kr. 2000
Kr. 3000
Kr. 4000
Kr. 5000
Buxur á Útsölu
Kr. 2.000.-
kr. 2.900.-
Kr. 3.900.-
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
Stærðir 38-52
SMART FÖT,
FYRIR SMART KONUR
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . ÁG Ú S T 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
0
2
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
8
4
-2
3
5
4
2
0
8
4
-2
2
1
8
2
0
8
4
-2
0
D
C
2
0
8
4
-1
F
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K