Fréttablaðið - 02.08.2018, Qupperneq 24
Unnur María Bergsveinsdóttir segir pönkið hafa breytt menningarlandslaginu hér á landi til frambúðar. Hér er hún
stödd í Pönksafninu í Bankastræti en Unnur mun leiða göngu um söguslóðir pönksins í kvöld. MYND/ÞÓRSTEINN
Á undan pönkinu horfðu allir, sem ætluðu að meika það, til útlanda og til erlendra fyrir-
mynda. Með pönkinu kom þorið
til þess að byggja á eigin forsend-
um og gera hlutina eftir okkar nefi.
Það hefur lifað sem sterkur þáttur í
íslenskri menningarsköpun síðan.
Með pönkinu skapaðist rými fyrir
okkar séríslensku sérvisku,“ segir
Unnur María Bergsveinsdóttir
sagnfræðingur en hún leiðir göngu
um söguslóðir pönksenunnar í
Reykjavík í kvöld.
Hún segir pönkið hafa haft mikil
áhrif á borgarlandslagið.
„Sú Reykjavík sem pönkið
breytti er í raun ekki lengur til. Það
sem stóð pönkinu fyrir þrifum til
að byrja með var aðstöðuleysi. Það
voru fáir staðir þar sem hægt var
að spila lifandi tónlist og hér var
engin pöbbamenning, ekki nema
þrettán staðir í Reykjavík með vín-
veitingaleyfi árið 1980. Þeir staðir
sem stóðu fyrir skemmtunum fóru
ódýru leiðina og spiluðu diskó-
tónlist af bandi. Með pönkinu
varð innblástur í flutningi lifandi
tónlistar og innspýting í tónleika-
menningu því pönkararnir þurftu
að búa sér til svið,“ útskýrir Unnur.
Pönksenan hafi orðið merkilega
stór hér á landi og fengið mikla og
jákvæða athygli. Fólk hafi þyrst í
breytingar og í eitthvað nýtt. Sam-
vinna þvert á ólíka hópa hafi strax
einkennt íslenskt pönk.
Erlendis skiptust pönkarar í
mismunandi hópa sem töluðust
ekki við og slógust úti á götu ef þeir
hittust. En hér í fámenninu þurfti
að vinna saman. Til dæmis tróð
kannski band upp á tónleikum,
strax á eftir pönkbandi, sem
spilaði alls ekkert pönk. Íslenska
pönksenan var suðupottur alls
konar áhrifa og bragðefna,“ segir
Unnur. Þá hafi hið einangraða
Ísland einnig haft áhrif á stíl
íslenskra pönkara.
Heimatilbúin pönkföt
„Pönkið er sjónrænt og ögrunin
felst að miklu leyti í sjónrænu
áreiti. Það gengur út á höfnun
borgaralegra gilda og að taka
völdin og gera hlutina sjálfur.
En hvernig ferðu að því að græja
pönk-gallann hér á landi 1980?
Hér var ekki hægt að labba út í
búð og kaupa stílinn. Landfræðileg
staðsetning leiddi því af sér mikla
sköpun og útsjónarsemi. Enda
komst ég að því þegar ég spurði
gamla pönkara: „Hvernig tóku
foreldrarnir þessu? Hvað sögðu afi
og amma?“ að flestir fengu jákvæð
viðbrögð. Mömmurnar hjálpuðu
til við að þrengja skálmarnar á
gallabuxunum og saumuðu alls
konar dress. Hér var erfitt að
fá stóra gadda sem einkenndu
pönkklæðnað og íslenskir pönk-
arar redduðu sér því með stórum
„second hand“ jökkum og jafnvel
lopapeysum og grófu röndóttar
náttbuxur af afa innan úr fata-
skápnum til að ganga í. Það var
miklu ódýrara að fata upp pönk-
araunglinginn en diskóunglinginn
og það lagðist vel í foreldrana,“
segir Unnur. „Alveg sama hvort
horft er á fatastílinn eða tónlistina,
það sem einkenndi íslensku pönk-
senuna var þessi samvinna þvert á
mismunandi tóna. Íslenska pönk-
menningin byggist á því sem sam-
einar, frekar en því sem sundrar.
Hér leiddi pönkið af sér frelsið til
að vera margtóna.“
Sögugangan hefst í Grófinni milli
Tryggvagötu 15 og 17, klukkan átta
í kvöld.
Pönkinu
fylgdi frelsi
Unnur María Bergsveinsdóttir leiðir fólk um söguslóðir
pönksins í Reykjavík í kvöld. Pönkið varð til þess að
Íslendingar fóru að gera hlutina á eigin forsendum.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
JOY OG JOYA - SHAPE GALLABUXUR,
FRÁ YEST/YESTA
ÚTSALAN
er hafin
30-50%
afsláttur
Gerið góð kaup á flottum
fatnaði á mjög góðu verði.
Laugavegi 178 | Sími 555 1516
Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15
Kíkið á myndir og verð á Facebook
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@frettabladid.is
Með pönkinu varð innspýting í tónleikahald á Íslandi.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . ÁG Ú S T 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
0
2
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
8
4
-0
F
9
4
2
0
8
4
-0
E
5
8
2
0
8
4
-0
D
1
C
2
0
8
4
-0
B
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K