Fréttablaðið - 02.08.2018, Qupperneq 36
Skepnur eru vitlausar í þetta er ný ljóðabók eftir Eyþór Árnason. Höfundurinn segir að þar sé farið í ýmsar áttir. „Þegar maður leggur af stað ræður maður ekki
ferðinni. Þarna er heilmikið af sveita-
ljóðum af því að ég er óforbetran-
legur sveitamaður. Ég var lengi í
Skagafirðinum áður en ég kom til
Reykjavíkur, var að verða þrítugur
þegar ég flutti þaðan endanlega.
Þarna eru líka nokkur minninga-
ljóð um fólk sem ég hef kynnst og
ekki kynnst. Svo eru draumar og
hugleiðingar og ljóð sem fjalla um
plötu umslög, en ég hlustaði mikið á
músík í gamla daga.“
Heljarmenni og ofurkonur
Þarna er ljóð um Jón Arason en
Eyþór segist hafa sterkar taugar til
hans. „Árið 1974 var ég á Hólum í
Hjaltadal og þá kom leikhópur frá
Þjóðleikhúsinu og sýndi Jón Ara-
son að mig minnir á þjóðhátíð. Það
var ógurlega gott veður og skriður
hrundu úr fjallinu þannig að allt varð
þetta mjög dramatískt og ógleyman-
legt.“
Í einu ljóði tengir Eyþór saman
auðmanninn Jim Ratcliffe og Krist-
ján Fjallaskáld á snjallan hátt. „Hug-
myndin að því ljóði varð til fyrir
tveimur árum. Þá fórum við nokkur
ljóðskáld í ferðalag um Austurland.
Þetta var mjög skemmtilegt komp-
aní. Þarna var Elísabet Jökulsdóttir
með í för og hún las Dettifoss við
Dettifoss. Við fórum að leiði Krist-
jáns og þá fékk ég hugmynd um að
yrkja um hann ljóð. Það leið ár áður
en ljóðið fæddist og svo smellpassar
það við tímann.“
Eyþór segist hugsi yfir umsvifa-
miklum jarðakaupum auðmanna.
„Kannski verður ekki við þetta ráðið.
Ég er nýtingarmaður, ég er alinn upp
við að grafa skurði og rækta land og
nýta það á réttan hátt. Mér finnst
mjög sorglegt þegar sveitir fara í eyði.
Ég er nýkominn af Vestfjörðum og
fór út í Selárdal og dáist að því fólki
sem hefur búið þarna fyrir vestan og
átta mig á því að á þessum slóðum
hafa bara búið heljarmenni og ofur-
konur.“
Eins og tvöfalt plötuumslag
Eyþór starfar sem sviðsstjóri í Hörpu.
Hann er spurður hvort tónlistin sem
hann heyrir þar hafi haft áhrif á ljóð
hans. „Hún hefur haft áhrif á sum
þeirra, en ekki mikið í þessari bók.
Á yngri árum sökkti ég mér niður í
popptónlist en kynnin af klassískri
tónlist hafa opnað ákveðnar víddir.“
Ljóðabók hans er skipt niður í
kafla, sem heita Hlið I, Hlið II, Hlið
III og Hlið IV. „Hugmyndin var að
bókin yrði eins og tvöfalt plötuum-
slag. Í fjórða hlutanum eru ljóð sem
tengjast plötuumslögum og í textan-
um er vísað í þau,“ segir Eyþór. Í einu
ljóðanna segir: „Nú löngu seinna sit
ég með lúið plötuumslag í höndun-
um og fer nærri að gráta en er samt
glaður því þarna er mynd af mér og
vinum mínum.“ Eyþór segist þarna
vera að vísa í plötu með Bob Dylan
og The Band. „Á því plötuumslagi er
hópur af fólki og í ljóðinu ímynda ég
mér að það séu vinir mínir.“
Fagnar 64 ára afmæli
Ljóðin í bókinni eru 64 og í dag,
fimmtudag, fagnar Eyþór einmitt 64
ára afmæli. „Ég hef hugsað um Bítla-
lagið When I’m Sixty Four síðan
ég var þrettán ára. Svo er allt í einu
komið að þessu og maður er bara
þakklátur fyrir að vera Sixty Four.
Ég er búinn að komast að því að
það er hugurinn sem skiptir megin-
máli. Ég fann þetta svo sterkt þegar
ég fór í göngur síðasta haust fyrir
norðan. Ég hafði ekki hreyft mig
neitt en samt var ég ósjálfrátt kom-
inn upp um allar hlíðar að hlaupa
fyrir kindur. Ég vissi alveg hvernig
átti að gera þetta þótt ég kæmist
varla úr sporunum. Það var hugurinn
sem dreif mig áfram. Ef hugurinn er
í lagi og líkamlega heilsan þokkaleg
eru manni allir vegir færir.“
Jim Ratcliffe og
Kristján Fjallaskáld
Eyþór Árnason sendir frá sér ljóðabók
sem á að minna á plötuumslag. Þar eru
64 ljóð og hann fagnar 64 ára afmæli.
„Þegar maður leggur af stað ræður maður ekki ferðinni,“ segir Eyþór Árnason afmælisbarn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@frettabladid.is
BÆKUR
Hinir smánuðu og svívirtu
★★★★★
Höfundur: Fjodor Dostojevskí
Þýðendur: Ingibjörg Haraldsdóttir
og Gunnar Þorri Pétursson
Útgefandi: Forlagið
blaðsíður: 555
Ingibjörg Haraldsdóttir skáld vann afar mikilvægt starf með þýðingum sínum á verkum
rússneska skáldjöfursins Fjodors
Dostojevskí. Enginn bókaunnandi
ætti að ganga í gegnum lífið án þess
að lesa helstu verk hans og ber þá
sérstaklega að nefna Glæp og refs-
ingu og Karamazov-bræðurna sem
eru með bestu skáldsögum sem
skrifaðar hafa verið. Ingibjörg var
byrjuð að þýða Hina smánuðu og
svívirtu en varð frá að hverfa vegna
veikinda. Það kom í hlut Gunn-
ars Þorra Péturssonar að ljúka við
þýðinguna og hann ritar auk þess
skýringar og eftirmála.
Hinir smánuðu og svívirtu kom
fyrst út árið 1861. Aðalpersóna
verksins er hinn ungi rithöfundur
Vanja sem tekur að sér Nellý, korn-
unga stúlku. Vanja elskar Natöshu
sem elskar Aljosha sem heillast
hins vegar af Kötju. Faðir Aljosha,
Valkovskí fursti, er illmenni, sem
elskar auð og leggur sig fram við að
leggja stein í götu flestra persóna
sögunnar.
Verkið byrjar með hreint mögn-
uðum kafla um gamlan mann og
hund hans þar sem umkomuleysi
þeirra beggja er lýst og engu líkara
er en að dauðinn sé með þeim í för.
Svona skrifa bara sannir meistarar.
Engum tekst að lýsa ofsa-
fengnum og mótsagnakenndum
tilfinningum til jafns við Dostoj-
evskí. Persónur hans eru iðulega
í tilfinningalegu uppnámi, svo
miklu að lesandinn á helst von
á því að þær falli í yfirlið í miðri
setningu. Hér er engin undan-
tekning frá því. Frásögnin ein-
kennist ekki síst af löngum
einræðum persóna sem útlista
tilfinningar sínar, stundum af
mikilli nákvæmni. Skapgerð
þeirra er yfirleitt afar sveiflu-
kennd og segja má að hugrenn-
ingar þeirra komi lesandanum
iðulega á óvart.
Börn í neyð koma oft
fyrir í skáldsögum Dostoj-
evskí og umhyggja hans
og samúð með þeim er
greinileg. Hin unga Nellý
er eitt þessara barna, þver-
móðskufull og ofur tilfinn-
ingarík. Illmenni sögunnar,
Valkovski, er síðan rann-
sóknarefni út af fyrir sig,
en hann útskýrir vandlega
hugmyndafræði sína sem
byggist ekki síst á skeyting-
arleysi um örlög annarra og
umhyggju um eigin hag.
Þjáning og göfgi eru
umfjöllunarefni sem voru
Dostojevskí alla tíð hugleik-
in. Hér er sannarlega nóg um
þjáningar en göfgin verður
ekki út undan, né heldur
ástin. Líkt og hjá öðrum
skáldsnillingi, Charles Dic-
kens, er atburðarásin í skáld-
sögum Dostojevskís á köflum
reyfarakennd, en síst skal
kvartað undan því, lesturinn
verður einfaldlega skemmti-
legri fyrir vikið.
Það er sérlega ánægjulegt
að fá þessa mögnuðu skáld-
sögu Dostojevskís á íslensku.
Gunnar Þorri Pétursson skilar
góðri þýðingu. Í eftirmála getur
hann um ritröð Máls og menningar
sem samanstóð af þýðingum á frá-
bærum bókmenntaverkum, og kom
út í rauðu bandi. Þar á meðal voru
Dostojevskí-þýðingar Ingibjargar
Haraldsdóttur. Nú eru breyttir
tímar og lítið um að meistaraverk
bókmenntanna komi út innbundin,
oftast eru þau í kilju, eins og hér. Allt
um það, einkar þakkarvert er að fá
þessa bók í hendur. Hún á skilið að
rata víða.
Kolbrún Bergþórsdóttir
NIÐURSTAÐA: Tilfinningaþrungin og
dramatísk skáldsaga um ást og þján-
ingu. Persónur eru sérlega eftirminni-
legar. Lesandinn hlýtur að heillast.
Ástin og þjáningin í skáldsögu rússnesks skáldjöfurs
ENGUM TEKST AÐ
LÝSA OFSAFENGNUM
OG MÓTSAGNAKENNDUM
TILFINNINGUM TIL JAFNS VIÐ
DOSTOJEVSKÍ.
2 . Á G Ú S T 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R28 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
8
4
-0
F
9
4
2
0
8
4
-0
E
5
8
2
0
8
4
-0
D
1
C
2
0
8
4
-0
B
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K