Fréttablaðið - 20.08.2018, Síða 6
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
SKIPULAGSMÁL Breytingar á aðal-
og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss
voru samþykktar í íbúakosningu á
laugardag. Allir íbúar sveitarfélags-
ins Árborgar 18 ára og eldri voru á
kjörskrá.
Kosningaþátttaka var um 55 pró-
sent og er niðurstaðan þar með
bindandi fyrir bæjarstjórnina en
minnst 29 prósenta þátttöku þurfti
til þess.
Alls greiddu 2.130 atkvæði með
breytingum á aðalskipulagi en
1.425 voru andvígir breytingunum.
Þá skiluðu 85 auðu. Af þeim sem
tóku afstöðu voru því um 60 pró-
sent fylgjandi breytingunum en um
40 prósent mótfallin.
Svipuð niðurstaða var þegar spurt
var um breytingar á deiliskipulagi.
2.034 voru hlynntir breytingum á
deiliskipulagi, 1.434 voru andvígir
og 172 skiluðu auðu.
Leó Árnason, framkvæmdastjóri
Sigtúns þróunarfélags sem er fram-
kvæmdaaðili verkefnisins, segist
mjög sáttur við niðurstöðuna sem
hann segir hafa verið afgerandi.
„Tillögurnar voru fyrst kynntar í
mars 2015 þannig að þetta er búið
að vera langt og strangt ferli. Við
renndum blint í sjóinn um niður-
stöðuna en fundum þó mikinn
meðbyr síðustu vikur þegar fólk fór
að kynna sér málið betur,“ segir Leó.
Hann segir greinilegt að fólk sé
spennt fyrir verkefninu, ekki síst
endurbyggingu Gamla mjólkurbús-
ins. Þar er ráðgert að setja upp safn
helgað skyri og mjólkuriðnaðinum.
Að sögn Leós er stefnt að því að
taka fyrstu skóflustungu að fyrri
áfanga verkefnisins í lok næsta
mánaðar.
Aldís Sigfúsdóttir, einn þriggja
ábyrgðarmanna undirskrifta-
Breytingar á miðbæ Selfoss
samþykktar í íbúakosningu
Íbúar í sveitarfélaginu Árborg samþykktu á laugardag í íbúakosningu tillögur um uppbyggingu miðbæjar
Selfoss. Tillögurnar hafa verið umdeildar og var safnað undirskriftum til að knýja fram kosninguna. Fram-
kvæmdaaðilar vonast til að geta hafist handa í lok næsta mánaðar. Forsprakki íbúakosningar er ósáttur.
Tölvugerð yfirlitsmynd af því hvernig nýi miðbærinn á Selfossi gæti litið út þegar framkvæmdunum er lokið.
söfnunarinnar, segist hafa viljað sjá
aðrar niðurstöður. „Þátttakan var
ágæt en það er rosalegt að fara út í
þetta þegar svona margir eru and-
vígir.“
Hún segir að hugmyndin með
íbúakosningunni hafi verið að setja
þetta í hendur íbúanna. Hún bendir
á að áætlaður byggingarkostnaður
sé hærri en árstekjur sveitarfélags-
ins.
„Þetta er mjög stór framkvæmd
fyrir lítið samfélag. Þarna er verið
að setja tvo hektara í hendurnar á
einu félagi.“
Þá gagnrýnir hún að áformin feli í
sér skerðingu bæjargarðsins. „Garð-
urinn er gersemi sem á að halda í.
Starfsemin sem er í kringum hann
ætti að vera á þeim forsendum að
styrkja garðinn.“
Ábyrgðarmenn undirskrifta-
söfnunarinnar hafa sent bæjarráði
ábendingar um það sem þeir telja
formgalla á framkvæmd kosningar-
innar. „Við höfum ekki fengið form-
legt svar við þessum ábendingum
um hvort íbúakosningin hafi verið
í samræmi við lög og reglur.“
sighvatur@frettabladid.is
Þátttakan var ágæt
en það er rosalegt að
fara út í þetta þegar svona
margir eru andvígir.
Aldís Sigfúsdóttir, einn þriggja ábyrgð-
armanna undirskriftasöfnunarinnar
LöGreGLUMÁL Ekki var farið fram
á gæsluvarðhald yfir manninum
sem grunaður er um stunguárás í
Skeifunni í fyrrinótt.
Karl Steinar Valsson, yfirlög-
regluþjónn á höfuðborgarsvæðinu,
sagði í samtali við blaðamann á
frettabladid.is að lagalegar for-
sendur væru ekki fyrir hendi til
að fara fram á gæsluvarðhald yfir
manninum þrátt fyrir alvarleika
árásarinnar. Maðurinn hafi því
verið látinn laus að lokinni skýrslu-
töku.
Karl Steinar vildi ekki tjá sig um
það hvort játning lægi fyrir í mál-
inu.
Lögreglu barst tilkynning klukk-
an fimm í fyrrinótt um árásina.
Gerandinn var sagður hafa stungið
mann ítrekað í neðri hluta líkamans
svo hann hlaut djúpa skurði. Mað-
urinn var fluttur á slysadeild. Hann
var ekki talinn í lífshættu. – ph
Látinn laus eftir hnífstunguárás í Skeifunni í fyrrinótt
Tilkynnt var um hnífarárás í Skeifunni í fyrrinótt. FréTTablaðið/Vilhelm
VIÐSKIPTI Vöruskiptin á síðasta ári
voru neikvæð um 176,5 milljarða
króna en árið áður voru þau nei-
kvæð um 108,2 milljarða. Hagstofan
hefur birt endanlegar tölur fyrir árið
2017.
Þar kemur fram að vörur voru
fluttar út fyrir 519,6 milljarða miðað
við 537,4 milljarða árið áður. Vöru-
innflutningur nam 696,1 milljarði
sem var tæpum átta prósentum
meira en árið áður þegar vörur voru
fluttar inn fyrir 645,6 milljarða.
Iðnaðarvörur voru tæp 54 pró-
sent útflutningsverðmætis en ál og
álafurðir voru stærstur hluti þess.
Hlutdeild sjávarafurða af útflutn-
ingsverðmæti nam 38 prósentum.
Stærstu hlutdeild í innflutnings-
verðmæti áttu hrá- og rekstrarvörur,
eða tæp 27 prósent, fjárfestingar-
vörur námu rúmu 21 prósenti og
flutningstæki tæpum 19 prósentum.
– sar
Vöruhalli jókst
á síðasta ári
Samdráttur varð í vöruútflutningi á
síðasta ári. FréTTablaðið/Vilhelm
PALeSTínA Stjórnvöld í Ísrael hafa
lokað fyrir einu leið fólksflutninga
um landamæri Ísraels og Gaza. Í
um áratug hefur Ísrael haft stjórn á
umferð um landamæri Gaza. Und-
anþágur verða þó veittar í neyðar-
tilfellum. Í síðustu viku opnuðu
yfirvöld einu leiðina fyrir birgða-
flutninga til Gaza en þá hafði leiðin
verið lokuð í mánuð.
Lokunin gæti haft áhrif á friðar-
viðræður Ísraels og Hamas. Sam-
kvæmt Sameinuðu þjóðunum og
Egyptum sem miðla málum miðar
þeim vel áfram og eru taldar tölu-
verðar líkur á að samningar náist
um vopnahlé á næstunni. – ph
Lokað á ferðir
fólks til Gaza
InDLAnD Flóðin í Kerala-héraði á
Indlandi eru í rénun. Búist er við
að það dragi úr rigningu á næstu
dögum og vinna björgunaraðilar nú
hörðum höndum að því að bjarga
þúsundum sem enn eru fastir á
flóðasvæðunum.
Tilkynnt hefur verið um að þrjá-
tíu og þrír hafi týnt lífi á laugar-
daginn og minnst þrettán í gær. Alls
hafa meira en 370 látist af völdum
flóða frá því að monsún-tímabilið
hófst í maí, langflestir síðustu daga.
Flóðin í héraðinu er þau verstu í
heila öld en viðbúnaðarstigið var
lækkað í gær og er ekki lengur á
hæsta stigi. Indverski herinn segir
í tilkynningu að hann hafi bjargað
rúmlega 23 þúsund manns á síðustu
dögum og að um tvö þúsund þeirra
hafi þurft á læknismeðferð að halda.
Ekki er vitað hversu miklar
skemmdir hafa orðið af völdum
flóðanna en það verður ekki ljóst
fyrr en vatnsyfirborðið hefur lækk-
að enn frekar. Að sögn ráðamanna
er þó talið að rúmlega 80 þúsund
kílómetrar af vegum þarfnist lag-
færingar í kjölfar flóðanna.
Þá hafa um 20 þúsund heimili
og stór ræktarlönd eyðilagst. Um
fjögur þúsund hjálparmiðstöðvar
hafa verið settar upp víðs vegar um
héraðið. Nú verður lögð áhersla á
að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúk-
dóma sem geta borist með vatni.
– sar
Flóðin í Kerala-héraði í rénun
Sjálfboðaliðar dreifa matvælum á flóðasvæðunum í gær. NOrDiCPhOTS/GeTTY
2 0 . Á G ú S T 2 0 1 8 M Á n U D A G U r6 f r é T T I r ∙ f r é T T A B L A Ð I Ð
2
0
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:4
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
9
A
-E
6
D
0
2
0
9
A
-E
5
9
4
2
0
9
A
-E
4
5
8
2
0
9
A
-E
3
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K