Fréttablaðið - 20.08.2018, Page 10
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Í umræðu um
stjórnmála-
menn sem
valda ekki
verkefnum
sem þeim
hafa verið
falin hlýtur
hugurinn að
leita til
borgarfull-
trúa í borgar-
stjórn Reykja-
víkur.
Örar tækni-
framfarir eins
og aukin
nýting
gervigreindar
í atvinnulíf-
inu krefjast
þess að
menntakerfið
okkar geti
tekist á við
breytingar.
Varmadælur &
loftkæling
Verð frá aðeins
kr. 155.000 m.vsk
Midea MOB12
Max 4,92 kW
2,19 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,44)
f. íbúð ca 60m2.
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
Uppsetningaaðilar og
umboðsmenn um allt
land
Lilja Alfreðs-
dóttir
mennta- og
menningarmála-
ráðherra
Íslenskir stjórnmálamenn hafa hin síðustu ár ekki átt ýkja mikinn kost á því að baða sig í aðdáun landsmanna, þar sem hún hefur verið í algjöru lágmarki. Ætla mætti að metnaðar-fullir stjórnmálamenn myndu ekki fórna höndum í uppgjöf vegna fremur aums hlut-
skiptis síns heldur leitast við að snúa viðhorfinu til
betri vegar. Það gera þeir vitanlega best með því að
vinna þannig að sómi sé að. Því miður er sumum
þeirra það gjörsamlega um megn.
Í umræðu um stjórnmálamenn sem valda ekki
verkefnum sem þeim hafa verið falin hlýtur hugurinn
að leita til borgarfulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur.
Borgarbúar, sem kusu þá til starfa fyrr á þessu ári,
hafa örugglega gert ráð fyrir því að þessir fulltrúar
þeirra sæju sér fært að sinna starfi sínu og nýta orku
sína í þágu góðra verka. Nú er ljóst að borgarfull-
trúar, bæði í meirihluta og minnihluta, ráða engan
veginn við þetta sjálfsagða verkefni. Þeir eyða
ómældum tíma í að bera hver annan alls kyns sökum
og orð eins og „einelti“, „leki“ og „trúnaðarbrestur“
koma þar mjög við sögu. Hvert tilfinningalegt upp-
hlaupið rekur annað hjá borgarfulltrúum sem virðast
ófærir um að sýna sjálfstjórn. Vitleysisgangur þessa
fólks nær hámarki þegar það vill leiða umræðuna út
í það hvort ákveðinn borgarfulltrúi hafi ullað á einn
borgarfulltrúa minnihlutans eða tvo. Borgarbúar
fylgjast furðu lostnir með og hljóta að velta því fyrir
sér hvort allt þetta vanstillta fólk eigi eitthvert erindi
í stjórnmál og hvort það sé virkilega fært um að taka
yfirvegaðar ákvarðanir er varða hag Reykvíkinga.
Ástæða er til að efast um það.
Borgarfulltrúarnir virðast vera í krónísku tilfinn-
ingauppnámi vegna þess að þeim er gert að sitja
saman á fundum í Ráðhúsinu. Þar neyðast þeir til
að eiga samskipti, sem eru þeim nánast óbærileg.
Ekki virðist hvarfla að þeim að það sé valkostur í
stöðunni að bíta á jaxlinn frekar en að góla um fólsku
pólitískra andstæðinga. Þessi ítrekuðu neyðarköll
rata vitanlega í fjölmiðla sem gera þeim góð skil og
„fórnarlömbin“ eru æði dugleg að mæta í viðtöl og
tíunda raunir sínar.
Ekki bjuggust margir svo sem við því að meirihluta
og minnihluta borgarstjórnar myndi semja sérlega
vel, en fæstir hafa örugglega séð fyrir að gagnkvæm
andúð myndi leiða þá út í það öngstræti sem þeir eru
nú komnir í. Borgarfulltrúarnir eru orðnir að athlægi
og hafðir að háði og spotti, ekki bara um allan bæ
heldur allt land. Með afar heimskulegri framkomu
hafa þeir gjaldfellt sig á skömmum tíma.
Málið er ekki verulega flókið, það snýst bara um að
hegða sér sómasamlega á vinnustað. Það tekst hinum
venjulega borgara yfirleitt ágætlega á sínum vinnu-
stað, þótt þar starfi fólk sem hefur ekki sömu skoð-
anir á málum og hann. Borgarfulltrúar, sem eiga að
vera sómasamlegir fulltrúar kjósenda, ættu að taka
sér vinnandi fólk til fyrirmyndar og reyna að haga sér
skikkanlega. Þeir voru kosnir til þess en ekki til að
verða sér hvað eftir annað til háborinnar skammar.
Vitleysisgangur
Íslenska menntakerfið er gott en við viljum gera það ennþá betra. Vinna er hafin við mótun nýrrar menntastefnu til ársins 2030 sem mun setja í for-
gang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur
frammi fyrir í mennta-, atvinnu- og velferðarmálum.
Þetta verkefni er unnið í breiðu samráði og nú í haust
fer af stað fundaröð, úti um allt land, þar menntakerfið
okkar og ný menntastefna verður til umfjöllunar.
Menntamál snerta okkur öll og fólki er umhugað um
menntakerfið sitt. Hagsæld framtíðarinnar grundvall-
ast að miklu leyti á gæðum menntunar. Örar tækni-
framfarir eins og aukin nýting gervigreindar í atvinnu-
lífinu krefjast þess að menntakerfið okkar geti tekist
á við breytingar. Íslenskt samfélag er kjörið til þess
að fást við þessar áskoranir, þar sem tæknibreytingar
gagnast oft fámennum samfélögum þar sem tæknin
hefur verið nýtt til að einfalda og auka skilvirkni
mannaflsfrekra atvinnugreina. Til þess að nýta tækni-
framfarir verður þekkingargrunnurinn að vera öflugur
og tilbúinn að takast á við breytta tíma.
Vinna er hafin við að meta færni- og menntunarþörf
á Íslandi. Ekki er hægt að spá með mikilli nákvæmni
um framtíðina en við getum hins vegar undirbúið
okkur fyrir hana. Þessi vinna er okkur mikilvæg og
getur kortlagt betur samspil atvinnulífs og mennta-
kerfis og stuðlað að því að þau vinni betur saman.
Sífellt fleiri ríki heims átta sig nú á mikilvægi þess að
sýna aukna framsýni í stefnumótun ólíkra málaflokka.
Afar brýnt er að mótun menntastefnu til ársins 2030
taki mið af færniþörf efnahagslífs framtíðarinnar.
Stjórnvöld hafa sannarlega metnað til að efla
menntakerfið okkar. Við mótun nýrrar menntastefnu
munum við rýna í þau gögn, rannsóknir og tölfræði
sem fyrir liggja og einnig horfa til þess sem best hefur
reynst í löndunum í kringum okkur. Það er brýnt að
stefnumótun byggi ávallt á bestu þekkingu hverju
sinni – þannig tryggjum við að menntakerfið sé sam-
keppnishæft og þjóni best þörfum nemenda sinna og
samfélagsins í heild.
Menntastefna og
færniþörf efnahagslífsinsfortíðin hreinsuð eftir tvö árÍ frétt á vef RÚV um helgina segir
frá niðurstöðum rannsóknar
sem sögð er sýna að hér á landi
séu minnstar líkur á því í saman-
burði við hin Norðurlöndin
að fangar lendi aftur í fangelsi
eftir afplánun. Norrænar rann-
sóknir um endurkomutíðni í
fangelsi eru hins vegar vægast
sagt villandi um þessi efni enda
miðast þær við að maður sem fer
í fangelsi telst ekki endurkomu-
fangi nema minna en tvö ár séu
frá því hann var áður í fangelsi.
Þannig telst sá sem kemur aftur
í fangelsi eftir þrjú ár úti vera að
koma í fyrsta skipti í fangelsi,
þrátt fyrir að hafa jafnvel lokið
afplánun tíu ára dóms fyrir
nokkrum árum.
mælikvarðinn á gæði kerfisins
Tölur um endurkomur í fangelsi
þurfa að vera áreiðanlegar enda
gefa þær bestu vísbendinguna
um hvort það beri yfir höfuð
einhvern árangur að fangelsa
fólk og hvort þeir sem fara í
fangelsi hér á landi komi aftur út
sem betri menn. Sá sem sem fer
reglulega í fangelsi með þriggja
ára hléum er tæplega að bera
fangelsum landsins fagurt vitni.
Sú betrun sem boðið er upp á
í íslenskum fangelsum hefur
lengi verið gagnrýnd enda í
algeru skötulíki. Fjölmiðlar ættu
að rýna með gagnrýnni hætti
í tölur sem boðið er upp á um
endurkomur í fangelsi.
adalheidur@frettabladid.is
2 0 . á g ú s t 2 0 1 8 M á N U D A g U R10 s k o ð U N ∙ F R É t t A B L A ð i ð
SKOÐUN
2
0
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:4
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
9
A
-C
E
2
0
2
0
9
A
-C
C
E
4
2
0
9
A
-C
B
A
8
2
0
9
A
-C
A
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K