Fréttablaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 16
úr eldhúsinu á sólpallinn.“ Þykir vænt um flest Aðspurð um aðra muni eða hluta heimilisins sem henni þykir vænt um segist hún hafa gengið í gegnum hreinsunareld hins mínímalíska lífsstíls. Því sé ekkert á heimilinu sem henni þykir ekki vænt um, nema hugsanlega ljós­ kastararnir í loftinu. „Mér þykir sérstaklega vænt um hluti sem tengjast mömmu minni sem lést langt fyrir aldur fram. Þar má nefna rjúpurnar tvær, aðra eftir Guðmund frá Miðdal og hina eftir Kjarval. Einnig má nefna gömlu bollastellin hennar ömmu og marga hluti sem við höfum sankað að okkur á ferðalögum. Málverkið eftir Þorvald Skúlason er í uppá­ haldi, enda hefur það skapað miklar umræður hjá ungum sem öldnum og hreint ekki allir sam­ mála um að það eigi að vera sýni­ legt. Ég var til dæmis beðin um að hylja það fyrir tíu ára afmælisveislu dóttur minnar um daginn. Þá þykir mér afar vænt um standlampann minn sem ég nurlaði saman fyrir, fyrir 25 árum eða svo.“ Eiga annað heimili Hún segir þau hjónin ekki hyggja á neinar stóra breytingar á heimil­ inu á næstunni. „Við eigum annað heimili vestur á Flateyri, gamalt hús sem við erum að gera upp, svo framkvæmdir hér hafa setið á hak­ anum og krafturinn og peningarnir hafa farið vestur.“ Hana dreymir þó um að endur­ gera eldhúsið, opna það meira fram og endurnýja gólfið á jarð­ hæðinni. „Við brugðum á það ráð að mála gamla parketið sem hér er gult, sem hefur gert merkilega góða hluti, en í samhengi við eldhús­ framkvæmdirnar vildi ég gjarnan endurnýja gólfið líka. En ég held að það verði nokkur bið á þessu, við gerðum heilmikið fyrir húsið þegar við keyptum það, dýpkuðum kjallarann og gerðum innangengt í hann. Einnig settum við nýjan stiga upp á 2. hæð og endurgerðum baðherbergið. Það sem liggur fyrir næst af smærri framkvæmdum er kannski helst að útvega yngstu dótturinni skrifborð og stól í her­ bergið sitt.“ Nánd í götunni Hún kann vel við sig í póstnúmeri 101 og segir fjölmarga kosti fylgja því að búa þar. „Þetta er eins og að búa í litlu þorpi þar sem þú mætir sama fólkinu dag eftir dag. Í því felst fegurðin, fyrir utan öll skrýtnu og skemmtilegu húsin á öllum aldri. Þú sérð alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi ef þú gefur umhverf­ inu gaum.“ Einnig sé stór kostur að geta farið fótgangandi í vinnuna og sótt flesta þjónustu í göngufæri. Haðar­ Fólk er kynningarblað sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveg@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is, s. 512 5368 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðar- dóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429, Gluggans er einnig hægt að njóta utan frá, því á stéttinni fyrir framan hann er hvergi betra veður þegar sólin lætur sjá sig, segir Áslaug. MYNDIR/ERNIR Gulmaðra úr Borgarfirðinum. Á vegg er rjúpumynd eftir Kjarval sem var áður í eigu móður Áslaugar. Úr lofti hangir fílaórói frá Indlandi. Rjúpa eftir Guðmund frá Miðdal, áður í eigu móður Áslaugar. Málverk eftir Þorvald Skúlason sem er í uppáhaldi hjá Áslaugu og hefur oft skapað líflegar umræður. Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Opið 8-22 LEIÐSÖGUNÁM FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari. Martha Jensdóttir kennari. Ferða álaskóli Íslands • www. enntun.is • Sí i 567 1466 pið 8-22 I FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari. Martha Jensdóttir kennari. - Nemendur geta að námi loknu gengið í Leiðsögufélagið - LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8-22 Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir, Vestmannaeyjum Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að Leiðsögn erlendra og innlendra ferðamann um Ísland. • Flest stéttarfélög styrkja nemdur til náms. • Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferpamanna á Íslandi í máli og myndum. • Mannleg samskipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. • Saga landin, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: Fyrir nokkrum áruð stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla Íslands. Námið stóð vel undir væntingum þar sem fjölmargir kennarar komu að kennslunni og áttu þeir auðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og ekki síst að vekja mig til umhugsunar um þá auðlind sem landið okkar er og virðingu sem okkur ber að sýna í því. Kennararnir voru mjög færir og fróðir hver á sínu sviði og áttu auðvelt með að koma efninu til skila. Námið gefur mikla atvinnumöguleika og spennandi tímar eru framundan. LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Ferðamálaskóli Íslands • ww .menntun.is • Sími 5 elga Bjarnadóttir OPIÐ 8-22 stígurinn, þar sem við búum, hefur líka mikla sérstöðu í borginni. Hún er vistgata og hér leika krakkarnir sér allan liðlangan daginn og fram á kvöld. Ferðamenn og aðrir borg­ arbúar njóta þess að rölta hér um og nágrannarnir eru hver öðrum betri. Það er mikil nánd í götunni, sannkölluð hverfisstemming, eins og í kringum 17. júní þegar við setjum langborð niður eftir götunni, skreytum hressilega með fánum og borðum saman.“ Þetta er eins og að búa í litlu þorpi þar sem þú mætir sama fólkinu dag eftir dag. Í því felst fegurðin, fyrir utan öll skrýtnu og skemmti- legu húsin á öllum aldri. Margt í boði Fram undan eru skemmtilegir mánuðir í Listasafni Reykjavíkur að sögn Áslaugar. „Við höldum áfram að laða fólk til Einskismannslands­ ins, stórrar sýningar sem tekur yfir bæði Hafnarhús og Kjarvalsstaði. Þar er hægt að ferðast um hálendi Íslands með augum myndlistar­ manna, frá upphafsmönnum málaralistar og ljósmyndunar allt til samtímalistamanna sem vinna í mjög ólíka miðla.“ Á Kjarvalsstöðum er fyrirhuguð sýning á verkum Haraldar Jóns­ sonar sem spannar feril hans og í Hafnarhúsinu eru fjölmargar sýningar í farvatninu. „Erró snýr aftur eftir sumarleyfi með mjög sérstaka sýningu sem ég held að eigi eftir að koma fólki á óvart. Þar setjum við líka upp einkasýningu á verkum Ingólfs Arnarsonar svo eitthvað sé nefnt.“ Ásmundarsafn er svo gimsteinn Listasafns Reykjavíkur að hennar sögn enda segir hún smástund þar fylla hvern mann ró og friði. „Við höfum fengið fjóra samtímalista­ menn til að gera innrás í sýninguna sem þar stendur yfir og á Menn­ ingarnótt opnuðum við þriðju sýninguna af fjórum með verkum Matthíasar Rúnars Sigurðssonar.“ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . ÁG Ú S T 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 2 0 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 A -D C F 0 2 0 9 A -D B B 4 2 0 9 A -D A 7 8 2 0 9 A -D 9 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.