Fréttablaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 41
SLÖKKTU Á EYÐSLUNNI OG
KVEIKTU Á SPARNAÐINUM
FYRIR HUGSANDI FÓLK
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að nna á www.hekla.is/abyrgd
Mitsubishi Outlander PHEV er glæsilega hannaður, rúmgóður og háþróað fjórhjóladrið kemur
þér lengra allt árið. Þú getur ekið á hreinni íslenskri orku svo að bíllinn verður sparneytnari
og umhversvænni. Outlander PHEV var vinsælastur í okki jeppa og jepplinga árið 2017.
Nú fylgir 350.000 kr. sumarauki ásamt hleðslustöð að verðmæti 150.000 með öllum
nýjum Mitsubishi Outlander PHEV bílum keyptum hjá HEKLU. Slökktu á eyðslunni og
kveiktu á sparnaðinum í nýjum Outlander PHEV. Hlökkum til að sjá þig!
Outlander Instyle PHEV
Sjálfskiptur, fjórhjóladrinn frá:
5.490.000 kr.
Mitsubishi PHEV kemur þér inn í framtíðina
Sumarauki og hleðs
lu-
stöð að verðmæti
500.000kr. fylgir!
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Mánudagur
hvar@frettabladid.is
20. ágúst
Tónlist
Hvað? Hamell úti í garði!
Hvenær? 19.30
Hvar? Langholtsvegi 62
Hamell on Trial lokar hringnum
með tónleikum úti í garði á Lang-
holtsvegi 62 í kvöld. Boðið verður
upp á hratt og hrátt kassgítar-
rokk með votti af blús og pönki á
hnífsoddi. Textarnir eru rándýrir,
berorðir og drekkhlaðnir sótsvört-
um húmor. Í stuttu máli, brjálað
fjör! Það eru allir velkomnir en
fólk er hvatt til að koma með eigin
veigar og gott að grípa garðstól.
Viðmiðunarupphæð frjálsra fram-
laga er 2.000 krónur sem renna
óskiptar til listamannsins.
Viðburðir
Hvað? Frá Seattle til Sanders: Lexíur
fyrsta áratugarins
Hvenær? 17.30
Hvar? Múltíkúltí, Barónsstíg 3
Saga róttækra vinstristjórnmála á
Íslandi síðan um árið 2000 hefur
verið viðburðarík. Má þar nefna
mótmælin gegn Íraksstríðinu,
deilurnar um Kárahnjúkavirkjun,
Hrunið, Búsáhaldabyltinguna,
fyrstu „hreinu vinstristjórnina“ og
stórbyltingar í kvenréttindabar-
áttu. Róttæki sumarháskólinn og
Andrými hafa laðað að sér fjölda
fólks og nýjar stjórnmálahreyfing-
ar s.s. Borgarahreyfinguna, Dögun
og Pírata sem hafa náð áhrifum til
skemmri eða lengri tíma. Er hægt
að greina eitthvert samhengi eða
þróun milli þessara atburða og
draga af þeim lærdóm? Í þessari
námsstofu verður reynt að svara
þeirri spurningu með hliðsjón
af alþjóðlegri þróun, einkum í
Bandaríkjunum og Bretlandi.
Hvað? Leigjendur rísa upp
Hvenær? 20.00
Hvar? Borgartúni 1
Fundur um hvernig leigjendur
geta sameinast og myndað sterk
samtök til að berjast fyrir öruggu
og ódýru húsnæði fyrir alla. Rætt
verður um stofnun sérstaks félags
leigjenda hjá Félagsbústöðum,
sérstök félög leigjenda hjá Heima-
völlum og Almenna leigufélaginu
og hvernig þessi félög geta komið
fram sem samningsaðilar um
leiguverð, leigutíma og önnur
hagsmunamál leigjenda. Einnig
verður rætt um styrkingu Samtaka
leigjenda, en aðalfundur félagsins
verður innan skamms, og hvernig
leigjendur geta tryggt að rödd sín
heyrist í samfélaginu. Áhugafólk
um samtök leigjenda hjá ein-
stökum félögum (til dæmis Brynju,
húsfélagi Öryrkjabandalagsins)
eða í einstökum byggðarlögum
er hvatt til að koma og viðra hug-
myndir sínar. Fundurinn hefst kl.
20 mánudagskvöldið 20. ágúst í
Borgartúni 1, 2. hæð (gengið inn
sjávarmegin).
Hvað? Samstöðuvaka fyrir langreyðar
Hvenær? 20.30
Hvar? Hvalfirði
„Stattu með okkur á mánudags-
kvöld á fyrstu samstöðuvökunni
á vegum Reykjavík Whale Save!“
segir í tilkynningu. „Jafnvel þó
að ólíklegt sé að verið sé að búta
niður hval á þeim tíma sem sam-
töðuvakan er þá er samt mikilvægt
að mæta og bera vitni fyrir utan
starfsemi sem ber ábyrgð á svona
mikilli grimmd, og til að beina
sjónsviði fólks á þennan ofbeldis-
fulla og óréttmæta iðnað. Dýra-
réttindabaráttukonan Dani Rukin
frá Bandaríkjum Norður-Ameríku
mun vera með okkur og deila
rauntíma myndböndum á sam-
félagsmiðla undir dýraréttinda-
stöðinni „JaneUnChained News“
sem er með um milljón fylgendjur,
til að hafa viðtæka umfjöllun um
málið, svo því fleiri sem mæta því
betra!“
Námskeið
Hvað? Kizomba SalsaIceland
Hvenær? 20.30
Hvar? Sólon Bistro
SalsaIceland býður upp á ókeypis
prufutíma fyrir byrjendur í
kizomba kl. 20.30-21.00 og eftir
það verður dansað kizomba til
kl. 23.00 á Sólon. Þetta er frá-
bært tækifæri til að athuga hvort
byrjenda eða 2. stigs námskeiðið í
kizomba sem hefjast annað kvöld,
þriðjudagskvöld, henti fólki. Allir
eru hvattir til að koma og prófa
þennan seiðandi dans en vinsældir
hans fara ört vaxandi um allan
heim.
Hvað? Masterclass með Baron
Baptiste
Hvenær? 17.30
Hvar? Yoga Shala, Skeifunni 7
Yoga Shala kynnir með mikilli eft-
irvæntingu frábæran kennara sem
kemur í heimsókn. Fólk er hvatt
til að missa ekki af þessu einstaka
tækifæri. Verð: 8.900 kr. fyrir með-
limi í Yoga Shala. 12.900 kr. fyrir
aðra (ekki er tekið við greiðslu-
kortum í Yoga Shala). Hægt er að
skrá sig með því að senda tölvu-
póst á yoga@yogashala.is með
kvittun fyrir millifærslu. Banka-
upplýsingar: 526-26-3130, kt.
420905-0410.
Saga róttækra vinstristjórnmála á Íslandi frá 2000 er efni námsstefnu Róttæka sumarháskólans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
m e N N i N g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 21m Á N U D A g U R 2 0 . Á g ú s T 2 0 1 8
2
0
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:4
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
9
A
-E
1
E
0
2
0
9
A
-E
0
A
4
2
0
9
A
-D
F
6
8
2
0
9
A
-D
E
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K