Fréttablaðið - 03.09.2018, Síða 2

Fréttablaðið - 03.09.2018, Síða 2
Veður Hæg breytileg átt, stöku skúrir um vestanvert landið en léttskýjað austan til. Suðaustan kaldi eða strekkingur og dálítil rigning sunnan- og vestanlands um kvöldið. sjá síðu 22 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is mánudaginn 3. september, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Li st m un au pp bo ð nr . 1 1 1 Forsýning á verkunum mánudag kl. 10–17 NOREGuR Norska ríkisútvarpið (NRK) heldur áfram að feta nýjar slóðir í hinu svokallaða hægvarpi. Á fimmtudaginn kemur verður NRK með sjö klukkustunda beina útsendingu frá fjallgöngu á hæsta fjall Noregs, Galdhöpiggen, sem er 2.469 metra hátt. „Margir hafa farið upp á fjallið, og enn fleiri vilja einhvern tíma gera það,“ segir Arne Nordrum, verkefnastjóri hjá NRK. „Núna geta allir tekið þátt í göngu á fjallið, sama hvar viðkomandi er staddur í heim- inum.“ – khn Fjallganga í hægvarpi FANGELsIsMáL  „Ég var að hugsa um að fara beina leið niður í Fang- elsismálastofnun og krefjast þess að vera látinn laus eins og skot,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson og hlær. Það kom Guðmundi, sem hlotið hefur þunga fangelsisdóma í gegnum tíðina, vægast sagt á óvart þegar hann sótti sakavottorð sitt á dögunum að komast að því, sér til mikillar ánægju, að hann var af einhverjum ástæðum með hreina sakaskrá.  Guðmundur hefur búið á áfanga- heimilinu Vernd frá því í apríl eftir að hafa verið í fangelsi meira og minna í tæp 20 ár en hann hefur fengið 3 þunga fangelsisdóma frá aldamótum vegna brota á fíkniefna- löggjöfinni. Hann á eftir að vera 11 mánuði á Vernd og mun í kjölfarið ljúka sinni afplánun í rafrænu eftir- liti. Guðmundi brá því í brún þegar hann sótti sakavottorð á dögunum en í vottorðinu er ekki eitt einasta brot skráð, heldur stendur þar: „Ekkert brot.“ Guðmundur vakti athygli á þessu á Facebook í gær- kvöldi og var  að vonum ánægður með sína skjalfestu, hreinu fortíð. Samkvæmt reglum ríkissaksókn- ara um sakaskrár á að skrá dóma fyrir brot gegn almennum hegn- ingarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Fangelsisdóma skal ekki tilgreina ef liðin eru meira en fimm ár frá dómsuppkvaðningu eða frá þeim tíma sem dómþoli var látinn laus. Því ætti Guðmundur ekki að fá hreint sakavottorð fyrr en eftir 6 ár hið minnsta. Sá dómur sem Guðmundur situr Með hreint sakavottorð þrátt fyrir þunga dóma „Þetta eintak fer upp á vegg,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson sem gladdist mjög þegar sakavottorð hans reyndist hreint. Guðmundur Ingi hefur verið í fangelsi meira og minna í tæp tuttugu ár og er nú á áfangaheimilinu Vernd. Hið hreina sakavottorð Guðmundar reyndist nokkuð óvæntur glaðn- ingur. Fréttablaðið/Heiða Flottasta flúrið valið Húðflúrsýningin Icelandic Tattoo Expo náði hápunkti sínum í gærkvöld þegar glæsilegustu húðflúrin voru valin. Síðustu daga hafa 90 húðflúrarar att kappi í Laugardalshöll um hylli dómnefndarinnar. Á myndinni sést dómnefnd virða fyrir sér eitt slíkt húðflúr. Fréttablaðið/siGtryGGur ari Útsýnið af toppi Galdhöpiggen í Noregi. NordicpHotos/Getty LÖGREGLuMáL Interpol hefur gefið út handtökuskipun, að beiðni íslenskra yfirvalda, á hendur Hemn Rasul Hamd. Samkvæmt auglýsingu Interpol er Hamd 33 ára gamall og fæddur í Írak. Hann talar bæði sænsku og kúrdísku. Hamd er 1,77 metrar á hæð og 78 kg, með svart hár og brún augu. Íslensk yfirvöld lýsa eftir Hamd í tengslum við n a u ð g u n a r - mál, en hann fór af landi brott áður en tókst að birta honum ákæru. – khn Lýsa eftir Hemn Rasul Hamd Hamd Hemn rasul. Guðmundur ingi Þóroddsson. inni fyrir nú var kveðinn upp í Danmörku. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrá ber að skrá upplýsingar um dóma sem fallið hafa erlendis yfir íslenskum ríkisborgurum eða dóma sem fulln- ustaðir hér á landi. Aðspurður telur Guðmundur að það hljóti einhver mistök að hafa verið gerð. „Það breytir því ekki, þetta eintak fer upp á vegg,“ segir Guðmundur.  adalheidur@frettabladid.is sVíÞjÓð Ekki er enn vitað hvað manninum gekk til sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og tvö börn í Gautaborg aðfaranótt sunnudags. Maðurinn, sem er 38 ára gamall, tilkynnti morðin sjálfur til lögreglu og var handtekinn þegar lögregla kom á vettvang. Lögregluyfirvöld í Gautaborg hafa lítið gefið upp um málið, annað en það að maðurinn er í haldi, hann hafi játað og að hann vilji ekki ræða við lögreglu fyrr en hann hefur rætt við lögfræðing. Talið er að maður- inn hafi verið einn að verki. Málið hefur vakið óhug í Gauta- borg. Aftonbladet greinir frá því að börnin tvö hafi verið á leikskóla- aldri. – khn Harmleikur í Gautaborg 3 . s E p t E M b E R 2 0 1 8 M á N u D A G u R2 F R é t t I R ∙ F R é t t A b L A ð I ð 0 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 8 -2 4 1 0 2 0 B 8 -2 2 D 4 2 0 B 8 -2 1 9 8 2 0 B 8 -2 0 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.