Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2018, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 03.09.2018, Qupperneq 38
Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 4. umferðar 2018-19 Leicester - Liverpool 1-2 0-1 Sadio Mané (10.), 0-2 Roberto Firmino (45.), 1-2 Rachid Ghezzal (63.). Brighton - Fulham 2-2 0-1 André Schürrle (43.), 0-2 Aleksandar Mitrovic (62.), 1-2 Glenn Murray (67.), 2-2 Murray, víti (84.). Chelsea - Bournemouth 2-0 1-0 Pedro (72.), 2-0 Eden Hazard (85.). C. Palace - Southampton 0-2 0-1 Danny Ings (47.), 0-2 Pierre-Emile Høj- bjerg (90+2.). Everton - Huddersfield 1-1 0-1 Philip Billing (34.), 1-1 Dominic Calvert- Lewin (36.). West Ham - Wolves 0-1 0-1 Adama Traoré (90+3.). Man. City - Newcastle 2-1 1-0 Raheem Sterling (8.), 1-1 DeAndre Yedlin (30.), 2-1 Kyle Walker (52.). Cardiff - Arsenal 2-3 0-1 Shkodran Mustafi (11.), 1-1 Víctor Cam- arasa (45+2.), 1-2 Pierre-Emerick Aubameyang (62.), 2-2 Danny Ward (70.), 2-3 Alexandre Lacazette (81.). Burnley - Man. Utd. 0-2 0-1 Romelu Lukaku (27.), 0-2 Lukaku (44.). Rautt spjald: Marcus Rashford, Man. Utd. (71.). Watford - Tottenham 2-1 0-1 Abdoulaye Doucouré, sjálfsmark (53.), 1-1 Troy Deeney (69.), 2-1 Craig Cathcart (76.). FÉLAG L U J T MÖRK S Liverpool 4 4 0 0 9-1 12 Chelsea 4 4 0 0 10-3 12 Watford 4 4 0 0 9-3 12 Man. City 4 3 1 0 11-3 10 Tottenham 4 3 0 1 9-4 9 B’mouth 4 2 1 1 6-5 7 Everton 4 1 3 0 7-6 6 Leicester 4 2 0 2 6-5 6 Arsenal 4 2 0 2 8-8 6 Man. Utd. 4 2 0 2 6-7 6 Wolves 4 1 2 1 4-5 5 S’oton 4 1 1 2 4-4 4 Fulham 4 1 1 2 7-9 4 Brighton 4 1 1 2 5-7 4 C. Palace 4 1 0 3 3-6 3 Cardiff 4 0 2 2 2-5 2 Huddersf. 4 0 2 2 2-10 2 Newcastle 4 0 1 3 3-6 1 Burnley 4 0 1 3 3-9 1 West Ham 4 0 0 4 2-10 0 Þurfa að fara fjallabaksleiðina til Frakklands Eftir 0-2 tap fyrir Þýskalandi á Laugardalsvelli er möguleiki kvennalandsliðsins á að vinna sinn riðil í undankeppni HM, og komast þar með beint í lokakeppnina, úr sögunni. Íslendingar þurfa að fara erfiðari leiðina á HM. Stelpurnar mæta Tékkum á morgun og mega ekki tapa ætli þær sér að komast í umspil um síðasta lausa HM-sætið. fótbolti Íslenska kvennalandsliðið gat tryggt sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn með sigri á Þýskalandi á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Það gekk ekki eftir, Þjóðverjar unnu 0-2 sigur og fara beint á HM í Frakk- landi á næsta ári nema þeir vinni ekki Færeyinga á morgun. Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi í Wiesbaden, 2-3. En að vinna Þjóðverja tvisvar í sömu und- ankeppni er eins og vinna tvisvar í lottóinu í sama mánuði. Verkefnið var ærið þrátt fyrir góðan stuðning rúmlega 9.600 manns sem lögðu leið sína á Laugardalsvöllinn og slógu metið yfir fjölda áhorfenda á kvennalandsleik á Íslandi. Þjóðverjar lágu betur við höggi í fyrri leiknum á síðasta ári en þeir gerðu á laugardaginn. Þá voru þeir sterkari aðilinn og spiluðu miklu betur en í fyrri leiknum. Einbeit- ingin var meiri, spilið gekk betur og þýska liðið nálgaðist verkefnið allt öðruvísi. „Þetta var virkilega flott frammi- staða, við lentum í örlitlum vand- ræðum á fyrstu mínútum leiksins en eftir það þá fannst mér við stýra leiknum,“ sagði Horst Hrubesch, þjálfari Þýskalands, við Fréttablaðið eftir leikinn. „Við héldum áfram og náðum inn öðru marki en ég verð að hrósa íslenska liðinu sem gafst ekki upp og hélt áfram að berjast allt þar leikurinn var flautaður af.“ Dagnýjar saknað Íslenska liðið byrjaði leikinn ágæt- lega, náði nokkrum fínum pressu- köflum og þjarmaði að gestunum með löngum innköstum Sifjar Atladóttur. En færin komu ekki og sóknarleikurinn var bitlaus. Dag- nýjar Brynjarsdóttur var sárt sakn- að en hún skoraði tvö mörk í fyrri leiknum. Elín Metta Jensen, sem var einnig á skotskónum í leiknum í Wiesbaden, sat allan tímann á vara- mannabekknum á laugardaginn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunar- liðinu í undankeppninni. Hún var í erfiðu hlutverki og mjög einmana í fremstu víglínu. Svava Rós Guð- mundsdóttir, sem hefur skorað grimmt í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu, kom inn á fyrir Berglindi eftir rúman klukkutíma en fékk eins og hún úr litlu að moða. Smám saman náði þýska liðið betri tökum á leiknum og þrýsti því íslenska aftar á völlinn. Fyrsta hættan skapaðist á 12. mínútu þegar Sara Däbritz átti skot í slá íslenska marksins. Tveimur mínútum síðar átti Hallbera Gísladóttir skot fram- hjá eftir langt innkast Sifjar. Eftir tæpan hálftíma átti Selma Sól Magn- úsdóttir svo fínt skot sem Almuth Schult varði. Hún átti annars frekar náðugan dag í þýska markinu. Sif stóð upp úr Þótt gestirnir væru meira með bolt- ann komu Íslendingar í veg fyrir að þeir sköpuðu sér hættuleg færi. Sif bar af í íslenska liðinu í leiknum á laugardaginn og bjargaði margoft þar sem leikskilningur hennar skein í gegn. Glódís Perla Viggósdóttir átti einnig ágætan leik í íslensku vörn- inni. Pressa Þjóðverja bar árangur á 42. mínútu þegar Svenja Huth skoraði með skoti af stuttu færi eftir að Guð- björg Gunnarsdóttir varði skot Mel- anie Leupolz en hélt ekki boltanum. Eftir markið átti Sara Björk Gunnarsdóttir skot beint á Schult eftir langt innkast Sifjar. Þjóðverjar brunuðu í sókn og Alexandra Popp, samherji Söru hjá Wolfsburg, skall- aði rétt framhjá íslenska markinu úr dauðafæri. Sterkir Þjóðverjar Þjóðverjar byrjuðu seinni hálf- leikinn af krafti og annað markið lá í loftinu. Sara Däbritz skoraði á 50. mínútu en markið var dæmt af vegna brots á Guðbjörgu. Íslenska liðið þraukaði og var nálægt því að jafna metin á 57. mínútu. Fanndís Friðriksdóttir átti þá góðan sprett og skot í varnarmann. Hún fékk boltann aftur og átti skot rétt fram- hjá. Þetta reyndist síðasta tækifæri Íslands í leiknum. Á 74. mínútu skoraði Huth sitt annað mark og annað mark Þýska- lands eftir laglega sókn og sendingu frá Carolin Simon. Fátt markvert gerðist eftir markið og Þjóðverjar lönduðu sanngjörnum sigri. Sýndu styrk sinn „Mér fannst leikskipulagið bara halda vel lungann úr leiknum og þær voru ekki að skapa mörg færi,“ sagði Guðbjörg við Fréttablaðið. „Þær voru hins vegar klárlega sterkari aðilinn og sigur þeirra var sanngjarn. Leikmenn þýska liðsins sýndu það hvers þær eru megnugar og við náðum ekki að herja nógu mikið á þær. Það má hins vegar ekki gleyma því að við erum að mæta heims klassa liði og ekkert óeðlilegt að leikurinn skyldi þróast svona.“ Mega ekki tapa á morgun Ef Ísland vinnur Tékkland á morgun eru yfirgnæfandi líkur á því að liðið komist í umspil um sæti á HM. Til Markvörðurinn Almuth Schult hirðir boltann af kollinum á Guðrúnu Arnardóttur í leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardaginn. Þjóðverjar unnu leikinn 0-2 og eru á leiðinni á HM á næsta ári. FRÉTTABLAðið/SiGTRyGGUR ARi Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Everton Gylfi Þór Sigurðsson Var í byrjunarliði Everton og lék fyrstu 76 mínút- urnar í 1-1 jafntefli við Hudders- field á Goodison Park. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Lék ekki í 2-3 tapi fyrir Arsenal vegna meiðsla. Hefur ekkert spilað á tímabilinu. Reading Jón Daði Böðvarsson Var ekki í leikmannahópi Reading í tapi fyrir Shef- field Wednesday vegna veikinda. Aston Villa Birkir Bjarnason Kom ekkert við sögu þegar Aston Villa tapaði 4-1 fyrir Sheffield United. Burnley Jóhann Berg Guðm. Glímir við meiðsli og var ekki með Burnley sem tapaði 0-2 fyrir Man- chester United á heimavelli. Undankeppni HM 2019 Ísland 0-2 Þýskaland (0-1) 0-1 Svenja Huth (42.), 0-2 Huth (74.). Byrjunarlið Íslands (3-4-3): Guð- björg Gunnarsdóttir; Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir; Rakel Hönnudóttir (84. Guðrún Arnardóttir), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnars- dóttir, Hallbera Gísladóttir; Selma Sól Magnúsdóttir (74. Agla María Alberts- dóttir), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (63. Svava Rós Guðmundsdóttir), Fanndís Friðriksdóttir. 9.636 manns mættu á leikinn gegn Þýskalandi. Aldrei hafa fleiri sótt leik íslenska kvenna- landsliðsins á heimavelli. 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m Á N U D A G U r18 s p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð 0 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 B 8 -2 4 1 0 2 0 B 8 -2 2 D 4 2 0 B 8 -2 1 9 8 2 0 B 8 -2 0 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.