Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.1981, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 26.02.1981, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 26. febrúar 1981 VÍKUR-fréttir Starfsmaður óskast við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. Umsóknir sendist skriflega til undirritaðs fyrir 1. marz n.k. Nánari upplýsingar gefur Jósef Borgarsson, verk- stjóri. SORPEYÐINGARSTÖÐ SUÐURNESJA SF. Brekkustíg 36 - Njarðvík Lögtaks- úrskurður SÖLUSKATTUR Hér með úrskurðast lögtak fyrir vangreiddum söluskatti fjórða ársfjórðungs 1980 svo og viðbót- um söluskatts vegna fyrri tímabila, sem á hefur verið lagður í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Jafnframt úrskurðast stöðvun atvinnurekstrar þeirra söluskattsgreiðenda sem eigi hafa greittof- angreindan söluskatt fjórða ársfjórðungs 1980 eða vegna eldri tímabila. Verður stöðvun fram- kvæmd að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavfk og Njarðvfk Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu mcTMatStofati „ ÍÍSfUÍÍHH , aS3 Brekhustíg 37 • slmi 3688 1^^ If Njardvík V Sunnudaginn 1. marz, frá kl. 12 - 20. Verið velkomin. Veitingar alla daga Sjáum um kalt borð - Brauðtertur - Snittur Pantið tímanlega. ftc7MatStofaii líÍSfWÍHH Brekkustíg 37 • simi 3688 Njardvík 59 þilfarsskip í eigu Kefl- víkinga og Njarðvíkinga (dag eru 59 þilfarsskip frá 8 og upp i 479 lestir aö stærð, í eigu Keflvíkinga og Njarövíkinga. Stærsta fiskiskipið er loönu- veiöiskipiö Guðmundur RE 29, sem er í eigu Fiskiöjunnar hf. o.fI. Þá eru í dag geröir út frá Kefla- vík tveirskuttogararog aörirtveir eru í eigu Keflvíkinga að hálfu á móti Sandgeröingum. Á síöasta ári var eitt olíuflutningaskip, m.s. Stapafell, með heimahöfn i Kefla vík, en í Njarövik höföu tvö vöru- flutningaskip heimahöfn, en það voru Vesturland og Skaftá. Stærst þessara skipa erStapafell sem er 1432 lestir að stærð. En þó þau eigi heimahöfn í Keflavík og Njarövik, þá eru þau alfarið i eigu skipafélaga í Reykjavík. Á síðasta ári voru 9fiskiskip og þ.á.m. 1 skuttogari seld burt, 2 voru dæmd ónýt og eitt strand- aði, auk þess sem flutningaskip- ið Skaftá var í desember selt úr landi til Líberíu. Sorphreinsun og sorphirða á Suðurnesjum: Reglugerðin samþ. I Keflavlk Á fundi i Bæjarstjórn Keflavík- ur 10. febr. sl. fórframseinni um- ræöa um reglugerð um sorphreinsun og sorphiröu á Suöurnesjum, en inni í þessari reglugerð eru m.a. ákvæði um sorphreinsunargjaldið, sem sagt var frá í síöasta tbl. Víkur-frétta. Á fundinum var reglugeröin samþykkt með 9:0. Við umræöu um reglugerð þessa óskaöi Karl Sigubergsson eftirfarandi bókunar: ,,( trausti þess aö bæjarstjórn noti ákvæði 9. gr. reglugerðar- innar og veiti ibúum bæjarins þá þjónustu að koma ruslapokum út fyrir lóðamörk, þar sem sorpbíll- inn kemst að, samþykki ég reglu- gerðina eins og hún liggur hér fyrir til afgreiðslu". 28 ára Keflvfkingur ráðinn bæjarstjóri á ísafirði Nú fyrir stuttu var gengið frá ráðningu á nýjum bæjarstjóra á Isafirði. Starfiö hlaut Haraldur L. Haraldsson, 28 ára gamall Kefl- víkingur, sonur hjónanna Har- aldar Ágústssonar og Fjólu Ei- ríksdóttur, Framnesvegi 16. Haraldur er hagfræðingur að mennt, lauk B.sc. gráðu i þeirri grein frá Lundúnaháskóla árið 1977 og síðan mastergráðu frá sama skóla ári síðar. Haraldur er kvæntur Ólöfu Thorlacius og eiga þau tvö börn. Giröingin umhverfis Dagheimilið Garðasel var eitt af því sem undan varð aö láta í óveðrinu í síðustu viku.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.