Verslunartíðindi - 01.11.1923, Blaðsíða 5

Verslunartíðindi - 01.11.1923, Blaðsíða 5
VERSLUNARTÍÐINDI MANAÐARRIT GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRAÐI ÍSLANDS PrentatS t Isafoldarprentsmlgju. Cs. ár. Nóvember1 9923. Nr. II. V erslunartíðindi koma út einu sinni í mánuði venjul. 12 blaðsíður. — Árgangurinn kostar kr. 4.50. Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Verslunarráðs Islands, Eimskipafjelagshúsið. Talsimi 694. Pósthólf 514 Atvinnulög. Frh. í 3 eíðustu tbl. Verslunartíðindanna hef jeg skýrt frá frv. því til verslunarlaga, sem Verslunarráðið hefur samþykt og hef- ur hugsað sér að leggja fyrir næsta al- þingi. — Hef jeg í þeim blöðum lokið lýs- ingu á 10 fyrstu gr. frv. í 11. gr. frv. er svo ákveðið, að leyfi til einnar tegundar verslunar feli ekki í sjer rjett til annarskouar verslunar um- fram það, sem segir í 10 gr. Verslunarleyfi veitir einungis heimild til verslunar í ákveðnum kaupstað, löggiltum verslunarstað eða ákveðinni sveit sbr. þó ákvæði 10 gr. um lausaverslun. — Veita má þó kaupmanni heimild til verslunar á fleiri stöðum en einum eða til fleiri tegundar verslunar en einnar i senn (t. d. srnáölu og heildsölu) en þá verður hann að leysa fleiri verslunarleyfi. — Það væri ekki rjettlátt, þegar sett eru eins ströng skilyrði til verslunaratvinnu eins og gert er í frv. að menn, sem ekki uppfylla þessi skilyrði, gætu eyðilagt mark- aðinn fyrir kaupsýslumönnum með því að flytja inn nýjar vörur og láta selja þær á uppboði. — Þess vegna eru þau ákvæði sett í 12. gr. frv., að engum nema þeim, sem hafa verslunarleyfl sje heimilt að selja á uppboði nýjar vörur, sera verslunarleyfi þarf til að selja nema hann sanni að hann hafi ekki keypt þær í- því skyni. — Fram til þessa tíma hafa gjöld fyrir verslunarleyfi verið einn af gjaldstofnum ríkissjóðs — Verslunarráðinu hefur^'þótt hlýða að stinga upp á því og vonar^að það verði að lögum, að gjöldum þeim, sem verslunarstjettin leggur fram á þann hátt, sje varið til endurbœta stjettina og^hyggur að það muni ekki síður geta orðið til þjóð- þrifa en að þau verði smábiti í »kjötpotti landsins«, og hefur um leið stungið upp á nokkrum breytingum á þessu sviði. — í 13. gr. frv. er gert ráð fyrir að á- kveðið gjald sje greitt um leið og leyfis- brjef er fengið. — Nemur það kr. 500,00 fyrir heildsöluleyfi, kr. 250.00 fyrir leyfis- brjef til lausaverslunar, en kr. 125,00 fyr- ir önnur leyfi, auk lögákveðins stimpil- gjalds. — En auk þessa gjalds er ætlast til að kaupmenn greiði árlegt gjald meðan þeir reka verslun eftir leyfinu og falii í gjald- daga 1. janúar ár hvert fyrirfram. Gjald þetta er að upphæð kr. 100,00 fyrir heild- sala og 50,00 fyrir smásala. — Lögreglu stjórar innheimta gjaldið og fylgir því lög- taksrjettur, — Þegar sjerstaklega stendur á, getur at- vinnumálaráðherra lækkað eða felt niður gjöld fyrir aðrar verslunartegundir en heild- verslun enda mæli Verslunarráðið með því. — Ársgjald þetta nær ekki til lausa- verslunar sbr. 10. gr. frv. Gjöld þessi ætlast Verslunarráðið til að renni að J/4 hluta í ríkissjóð, en að */4

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.