Verslunartíðindi - 01.11.1923, Blaðsíða 8

Verslunartíðindi - 01.11.1923, Blaðsíða 8
124 VERSLtnSTARTÍÐlNDl l. Finnland. Finnland er rúmlega 377 þús. ferkíló- metrar að stærð með 3,500 þús. íbúa. Af ibúatölunni eru um 16% í bæjunum, Helstu bæirnir eru: Helsingfors (Helsinki) með 210 þús., Abo (Turku) með 60 þús., Tam- merfors (Tampere) 50 þús., Viborg (Viipuri) 30 þús,, Vasa (Waasa) 26 þús., Uleaborg (Oulu) 22 þús., Björneborg (Pori) 19 þús. og Kuopio 20 þús. Ríkismálið er sænska og finska. Allar opinberar skýrslur. ete. á báðum málum, og í nokkrum helstu bæjunum sömuleiðis götunöfn, skilti etc. Af íbúunum eru þó aðeins um 8% Sviar og tiltölulega mest í Helsingfors. í stærri bæjunum tala þó flestir finskir kaupsýslumenn einnig sænsku og margir aðrir. Verslun: Arið 1922 nam innflutningur fm. 3953 milj. og útflutningur 4461 milj. Af útfluttum vörum er viður, pappír og pappi yfirgnæfandi (2293 & 1430 milj.). Af innfluttum vörum má tilnefna: Sölt. ogkrydd. síld 5836 tn. fm. 17,861 þús. Verkaður fiskur 402 — — 4,129 — Fóðurkökur & mjöl 18196 — — 40,065 — Ull 1835 88,385 — Sölt. & þurk. skinn 5506 — — 88,031 — Kindagarnir 169 — — 6,618 — Söltuð sild: Megnið af innflutningnum er frá Bretlandi (90%), þar næst frá Nor- egi, Svíþjóð og Hollandi. Aðalinnflutnings- hafnirnar eru Helsingfors, Abo og Viborg og mun Viborg vera með þeim fremstu. 1922 var meðalverð, eif. Finnland 3 fm. kílóið. Söluverð cif. Helsingfors eða Vi- borg í júlí—ágúst í ár hefur veriðj um 200 fm. pr. tunnu fyrir norsk-íslenska-síld f. f. á. og 25 shillings pr. tunnu hollenska á 110 kg. Fyrir mína milligöngu voru seldar nokkur hundruð tunnur af nýrri ísl. síld til reynslu til Helsingfors og Vi- borg i ágústbyrjun fyrir 0,40 danska pr. kg. fob. Kbh. Var verðið þá í Höfn 0,35. Á sölutorginu í Helsingfors var f. á. norsk-ísl. síld seld fyrir 10 fm. kíló og skotsk og hollensk 12 fm. ísl. síldin var mjög ljót, þrá og kröm, enda gekk hún illa út. En hin var heldur ekki falleg. Af síldarkvartelunum, sem jeg fjekk til Helsingfors, tók jeg 1 út á torgið til sýn- is torgsölum og kaupendum og til saman- burðar. Voru allir sammála um að þetta væri fín síld, enda var hún ekki sambæri- leg við þá síld, sem þarna var seld. Sýnis- hornin ljet jeg annars ganga til nokkurra helstu síldarkaupmanna í Helsingfors, Vi- borg og Abo, og það sem jeg hefi til frjett líkaði hún ágætlega. Það þykir aðallega að íslensku síldinni, að hún sje of stór og ofmikið söltuð. Eftir því sem einn mikils metinn fagmaður, sem verið hefur 15 ár hjá Ameln í Stokk- hólmi, sagði mjer, þá hefur samt siðustu árin, eftirspurnin aukist eftir ísl. síld, og hann taldi víst að hún mundi fara vax- andi, sjerstaklega ef eitthvað verulegt væri gert til að gera hana kunna. Skotska síldin líkar samt alment betur fyrir það að hún er minni og ekki eins mikið söltuð. Einn síldarkongurinn sagði að það væri hrúgað alt of miklu af salti í ísl. síldina, það lægi þykt lag af óuppleystu salti eftir í tunnunum. Það þyrfti auðvitað að salta hana mikið af því hún væri svo feit, en það væri nægilegt að salta hana vel við fyrstu söltun. Þegar hún svo hefði legið 3—4 vikur og væri umpökkuð ætti að- eins að strá ögn af salti milli laga, og það með blóðpæklinum og viðbótarpækli nægði til að halda henni óskemdri, en síld yrði með þessu móti mýkri og betri. — En meinið myndi vera að síldin væri ápökk- uð, en ekki umpökkuð, og við það sæti miklu meira af salti eftir í henni heldur þörf væri á. Þessi umkvörtun um söltun-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.