Verslunartíðindi - 01.11.1923, Blaðsíða 12

Verslunartíðindi - 01.11.1923, Blaðsíða 12
128 VERSLUNARTÍÐINDI sanngjarnra takœarka vörunotkun ein- staklinga. I aðaltillögunni er gert ráð fyrir að sjóðurinn skuli vera 5 miij. sterl- ingspund og taki ríkið að sjer % hluta þeirrar upphæðar. Gert er ráð fyrir að fje þetta verði fengið með lántöku erlendis. Verslunarjöfnuður Dana í september hefur orðið þannig, að inn hafa verið flutt- ar vörur fyrir 169 milj. kr., en út fyrir 135 milj. kr. A. timabilinu janúar til sept. voru alls íluttar inn vörur fyrir 1434 mil- jónir, en út fyrir 1148 miljónir. Þannig hefur andvirði innfluttra vara umfram útfluttar orðið 286 miljónir fyrir fyrstu niu mánuði áisins, eða líkt og í fyrra. Samkvæmt reikningum póstmálastjórn- arinnar dönsku fyrir fyrra helming þessa árs, hefur tekjuafgangurinn orðið 1,2 milj. kr. í fyrra var tekjuhallinn 129,000 kr. Manntalsskýrslur Dana fyrir síðasta ár sýna að fólksfjöldinn var 1. júlí síðastl. 3,352,000 manns í Danmörku. Hefur fólks- fjöldinn þannig aukist um 1,02%, en árið áður jókst hann um 1,07%. Samkvæmt síðustu vikuskýrslu Þjóð- bankans danska hefur málmtrygging seðla í umferð stígið úr 44,7 upp í 46,9%. Málm- forðinn er óbreyttur, 209,6 miljónir, en upphæð seðla i umferð hefur lækkað um 22,7 miljónir niður í 454,3 milj. kr. Atvinnustjórinn danski hefur gefið skýrslu um störf atvinuleysisjóðanna fyr- ir síðasta fjárhagsár, er endaði 31. mars. Tala fjelagsmanna var þá 253 þús., en sjóð- irnir alls 66. Tekjur sjóðanna voru 29,8 milj. kr., þar af 15,7 milj. tillög fjelags- manna, 9 milj. kr. frá ríkinu og 4,5 frá bæja- og sveita fjelögum. Gjöldin voru alls 21,7 milj. kr. Þar af styrkir 19,8 milj. Noregur. Útdráttur úr frjettaskeytum, sem norski aðalkonsullinn hefur sent verslunarráðinu. Reikningur Noregsbanka, dags. 8% sýn- ir að seðlaumferðin hefur sama og ekkert breyst i septembermánuði. Útlánin hafa minkað úr 462,4 milj. kr. þ. 31/8 niður í 448,4 milj. kr. þ. 3%. Reikningar prívatbankanna, dags. 81/s sýna að útlánin hafa minkað 4r 2,857,3 miij. kr. niður í 2,837,8 milj. kr. I fyrra voru útlánin 3,294,6 milj. kr þ. 31/8. Verðlagið hefur farið hækkandi. Vísi- tala Okonomisk Rewu’s var 231 í ágúst, en 234,1 í september. Aðeins járn, sem hefur lækkað, en aðrar vörutegundir hækkað. Bæði á peninga og verðbrjefamarkaðin- um hafa verið talsverð viðskifti. Einkum hefur verið eftirspurn eftir ríkisskulda- brjefum skráðum í sterlingspundum, vegna þess að pundin hafa farið hækkandi. Á hlutabrjefamarkaðinum hafa verið talsverðar sveiflur. Bankabrjef fóru hækk- andi þegar leið á mánuðinn. Mikil eftir- spurn var einnig eftir livalahlutabrjefum og hækkuðu þau talsvert í verði. Stafar það af hagstæðum sölusamningum, sem hafa verið gerðir samfara því, að þessi at- vinnugrein gaf góðan arð árið sem leið. Á farmgjaldamarkaðinum eru aftur á móti litlar breytingar, trjáviðarfarmgjöldin held- ur hærri, en kornvörufarmgjöldin lækkað aftur. Hvað unninn við snertir, þá kom verkfalhí þeirri atvinnugrein þ. 18. sept. sem ekki er lokið enn. Vildu verkamenn fá hærra kaup, en vinnuveitendum finnst jafnvel það kaup, sem goldiö er nú vera of hátt. Á trjámauks og trjákvoðumarkaðinum hafa sama og engar breytingar verið. Á tímabilinu janúar—júlí 1923 var flutt út pappírsmauk fyrir 89,1 milj. kr., en fyrir 78,7 milj. kr. á sama tíma í fyrra. Útlitið með pappírsmarkaðinn er heldur að lag- ast, og einkum eftirspurn eftir grófum pappíi'. Frá janúar—júlí 1923 var fluttur út pappir fyrir 58,6 milj. kr. en fyrir 61,4 milj. kr. á sama tíma í fyrra.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.