Verslunartíðindi - 01.11.1923, Blaðsíða 6

Verslunartíðindi - 01.11.1923, Blaðsíða 6
122 VERSLUNARTÍÐINDÍ hlutum til Verslunarskólans og Verslunar- ráðsins, helmingur til hvors. — Grjöld fyrir verslunarleyíi tii samvinnu- fjelaga renna þó í menningarsjóð S. í. S. Það má segja, að álögur á kaupmanna stjettina sjeu nógar fyrir, þótt ekki sje verið að bæta þar á eftir frumkvæði frá fulltrúa hennar, Verslunarráðinu. — En þar til er því að svara, að þessi nýi skatt- ur er lagður á stjettina til að auka ment- un hennar og möguleika til þess, að geta uppfylt þær kröfur, sem þjóðfjelagið hlýt- ur að gera til hennar, en ekki í þeim til- gangi að nota hann til meira og minna óþarfra opinberra útgjalda. En auk þess hefur þetta árgjald mikla praktiska þýð- ingu, því einmitt það hefur í för með sjer aukið eftirlit með því, að aðrir reki ekki verslun en þeir, sem teljast verða hæfir til þess. — í 14. gr. og 15. gr. er svo ákveðið að það varði sektum frá 100—5000 kr. nema þyngri refsing liggi við, ef maður: 1. rekur, án þess að hafa fengið leyfi eða eftir að það er af honum tekið, ein- hverja þá atvinnu, sem leytís þarf til eftir frv. 2. byrjar atvinnu án þess að fullnægja settum skilyrðum eða haun fullnægir ekki skilyrðum fyrir að haida áfram byrjaðri atvinnu, sem þó ekki er nið- urlögð, enda hafi óviðráðanleg atvik ekki tálmað. — Sektir skv. frv. renna að háifu í ríkis sjóð, en að hálfu til Verslunarráðs íslands og Verslunarskóla íslands, */4 hluti til hvors. — Ef samvinnufjelag verður fyrir sektum rennur helmingurinn í ríkissjóð en helm- ingurinn í menningarsjóð S. í. S. Auk sektanna skal dæma sökunaut til að greiða gjald fyrir leyfi það, er honum bar að greiða, en hefur ekki goldið og fer um mál út af brotum þessum sem almenn lögreglumál. — í 16. gr. frv. er svo ákveðið, að þeir skuli halda verslunarheimild sinni óskertri, sem fengið hafa hana eftir eldri lögura fyrir 15. febrúar 1924, þótt hún sje rýmri en frv. heimilar, enda greiði þeir árgjald það, sem getur í 13. gr. Þó geta þeir ekki rekið atvinnu sína frekar en þeir gerðu fyrir 15. febrúar 1924, þótt þeir hefðu rjett til þess eftir eldri lögum. — I 17. gr. er svo áKveðið að óskert skuli verslunarheimild þegna annara ríkja hjer á landi, að því leyti, sem þeir kunna að eiga rýmri atvinnurjett hjer samkvæmt millii'íkjasamningnum, sem gert er ráð fyr- ir í frv. — Eins og kunnugt er reka xamvinnufjelög hjer verslun í stórum stíl, en versluu reka samvinnufjelög er þau selja utanfjeJags- mönnum vörur i atvinnusfryni. Það kemur auðvitað ekki til mála að fara að setja ströng skilyrði fyrir því að geta orðið kaupmaður ef samvinnufjelög- um væri heimilað að versla við utanfje- lagsmenn án þess að uppfylla sömu skil- yrði. — Slíkt væri algert misrjetti. Þessvegna er svo ákveðið í 18. gr. frv. að samvinnufjelög, sem reki verslun við utaafjelagsmenn skuli uppfylla skilyrði þau fyrir verslunarrekstri, sem sett eru í frv. — I 19. gr. frv. er svo fyrir mælt, að hverjum þeim, sem reki verslun samkv. þvi, sje skylt að veita lögreglustjóra og atvinnumálaráðherra allar upplýsingar um þau atriði, er varða skilyrði til að halda verslunarheimild eða fullnægju settra skil- yrða svo og að veita aðgang að bókum verslunarinnar í sama skyni. — En skylt er að leyna alla óviðkomandi menn því, sem rannsóknarmaður kemst að um hagi

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.