Verslunartíðindi - 01.12.1923, Page 7

Verslunartíðindi - 01.12.1923, Page 7
VERSLUNARTÍÐINDI 135 um fyrir því að salan gangi vel og greið- lega er það að framleiðslan verði okkur ekki of dýr, svo ekki þurfi að setja of hátt verð á vöruna. Framleiðslan má helst ekki vera dýrari hjá okkur en nágranna- þjóðunum ef vel á að fara. Að því þarf að vinna svo við getum tekið upp sam- kepnina við þær með söluna. En slíkt er hægra sagt en gert og tekur langan tíma. Það er þó ýmislegt sem við getum gert, sem stuðlað getur að greiðari sölu á fisk- inum en verið hefir, og sumu af því er hægt að byrja strax á með næsta ári. Ríkisstjórnin ætti t. d. að láta fiskfram- leiðendum og fiskkaupmönnum í tje, glöggar og rjettar skýrslur um það, hvað mikið aflast af hverri tegund fiskjar fyrir sig, hvenær sem þeir þurfa þeirra með. Sú hjálp er sjálfsögð og hún er lögskipuð. Hún er líka auðveldlega framkvæmanleg ef viljinn til þess er góður, og það á hann að sjáfsögðu að vera, því skýrslurnar eru grundvöllurinn sem fiskkaupmennirnir verða að byggja fisksöluna á. Sje sá grund- völlur ekki til, svífur fiskverslunin í lausu lofti framvegis eins og áður. Og er þá jafn ósanngjarnt að kenna fiskkaupmönn- unum um ódugnað í afurðasölu.nni eins og áður, þó einhver mistök kunni að koma fyrir með hana á árinu. Árið 1924, er tíunda árið síðan norður- álfuófriðurinn færði alt viðskiftalíf í heim- inum úr skorðum og kom því í hinn megnasta glundroða. Það væri bæði gagnlegt og uppörfandi að sjá íslensku stjórnina byrja næsta ár með því, að birta skýrslur um sjáfarafl- ann vikulega, og á þann hátt sýna í verk- inu að hún vill koma viðskiftalífinu og atvinnuvegunum í fastara og tryggara horf en þeir. hafa verið í, síðan stríðið byrjaði. Jeg held að stjórnin muni sjá nægar færar leiðir til þess að koma því máli í framkvæmd strax i byrjun næsta árs, ef hún vill. Jeg hygg að þótt væri eytt til þess nokkrum þúsundum króna á árinu, fram yfir það sem áður hefir verið, þá þurfi það ekki að vera beinlínis út- lagðir peningar fyrir ríkissjóðinn, heldur sje fremur um að ræða upphæðir á pap- pírnum. Starfsfólk símans er fastlaunað fólk hvort sem er, og þótt send væru nokkur símskeyti einn dag vikunnar um afla i belstu veiðistöðvum landsins sem síminn nær til, þá virðist mjer að ekki sje um ræða annað en ofurlitla greiðasemi við fiskveiðarnar, sem verður margendur- goldin með betri og tryggari sölu sjávar- afurðanna. Lögreglustjórar, hreppstjórar og fiskimatsmenn eru líka launaðir menn, sem ættu að geta bætt við sig ofurlitlu aukastarfi í þágu fiskveiðanna ef á þyrfti að halda; og þeim ætti að vera það ijúft, sjerstaklega þar sem laun þeirra og lífs- vðurværi er að miklu leyti bygt á fisk- veiðunum, eins og laun annara starfs- manna ríkisins. Það er heldur ekki vansalaust hve mik- ið sinnuleysi og þekkingarleysi hjer ríkir í flestu, eða jafnvel öllu sem við kemur fiskveiðunum. Ef t. d. Forseti Fiskifjelags íslands væri spurður um það, hvað mikið af fiski væri komið á land í Reykjavík yfir einhverja tiltekna viku ársins sem er að líða, þá yrði hann með kinnroða að segja að hann vissi það ekki. Hann gæti ekki tilgreint hvað mikið af fiski hefir komið á land í höfuðstaðnum þar sem hann á heima, og honum er ætlað að starfa sjerstaklega í þágu fiskveiðauna; ekki eina einustu viku af þeim 52 senr eru í árinu. Sje hagstofustjóri ríkisins spurður um það sama, verður sama svar- ið. Jafnvel sjálfur atvinnumálaráðherraun veit það ekki. Það er enginn maður til á öllu landinu sem er svo lærður að hann geti svarað þeirri spurningu hvað mikið af fiski hafi komið á land eina einustu

x

Verslunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.