Verslunartíðindi - 01.12.1923, Side 11
VERSLUNARTlÐINDI
139
En auk rcargskonar iðnaðar og skóg-
ræktar, sem hvortveggja, þrátt fyrir mörg
og mikil vandkvæði, þó er í miklum upp-
gangi, þá er líka geysi mikil kornrækt í
landinu og víða töluverð kvikfjárrækt.
öll framleiðsla í Póllandi hefur aukist
stórkostlega árið 1922, samanborið við
fyrri ár. Og til þess að gefa nokkurra
hugmynd um framtíðarmöguleika þessa
lands, skulu hjer tilfærð nokkur dæmi um
framleiðslu helstu vörutegunda árið 1922,
alt tilfært I smálestum:
Hveiti 115^540, rúgur 5013330, bygg
1296750, hafrar 2505620, jarðepli 33219000,
steinolía 590100, kol 22286000, sement
24580, viður allskonar (fyrra helming árs
ins) 1535300, sykur 267800, salt 400000,
pappírsvörur 42000. Vefnaðariðnaður er
þar líka mjög mikill og á hraðri framför.
Nam hann fyrstu 2 ársfjórðunga 1922 um
9 miljarða P. M., en alt árið 1921 2
miljarða.
Skófatnaðar- og glervörugerð er líka
mjög mikil. Saltlög eru geysi mikil og
áætlað milli 6—7 miljarða smálesta. Sá
jeg sýnishorn og fjekk með af salti úr
einni námunui. Er það ljómandi fallegt
og jafnast fullkomlega á við Miðjarðar-
hafssalt.
Framangreindar tölur hefur dansk-ísl.
sendiherrann i Warszawa góðfúslega látið
mjer í tje. En því miður var ekki hægt
að fá vitneskju um hve mikið væri inn-
flutt af þeim vörutegundum, sem ísland
framleiðir.
Verksmiðjur þær í Póllandi, sem hafa
ullariðnað með höndum, eru taldar með
hinum stærstu og fullkomnustu í Evrópu.
Eru þær aðallega í Lodz, Bialostok, Sosno-
vice og Czestochova. — Sjerstaklega eru
margar þeirra taldar best útbúnar af öll-
um verksmiðjum í Evrópu til að vinna
íslenska ull, sem er grófari og háralengri
en flestar aðrar ullartegundir. Enda fer
mikið af ísl. ull þangað ýmsar krókaleiðir,
— og flestir sem eg talaði við þektu
hana.
Þeir forstöðumenn ullarverksmiðjanna,
sem jeg átti tal við, en það var aðallega
í Lodz, sögðu allir að vandalítið myndi
að koma fyrir þar allri ullarfrainleiðslu
íslands, enda þótt það væru tiltölulega
fáar verksmiðjur, sem væru útbúnar til að
vinna úr henni. Eitt firma í Warszawa,
sem selt hafði um nokkur ár töluvert af
ísl. ull fyrir danskt ísl. firma, sagði að
það versta með ísl. ullina væri það á hve
óhentugum tíma hún kæmi. Hún væri
notuð aðallega í grófari dúka til vetrarins,
hermannabúninga, teppi o. fl. A þeirri
vinnu byrjuðu verksmiðjurnar í apríl, og
hentugasti sölutíminn væri því á tímabil-
inu frá apríl — júní. Af þessu leiddi,
sjerstaklega á meðan peningakreppan væri
eins mikil og nú væri raun á, að varla
væri mögulegt að selja með viðunanlegu
verði, nema gefinn væri gjaldfrestur, minsta
kosti 2—3 mán. Og þetta höfðu umbjóð-
endur þeirra gjört og flestir aðrir, sem ull
seldu þangað, og fengju með því móti tölu-
vert hærra verð en ella væri hægt að fá.
Og ef átt væri við áreiðanleg firmu, sem
gæfu bankatryggingu fyrir greiðslunni, þá
taldi hann þetta enga frágangssök. Þetta
firma sagði að hægt myndi nu (4. sept.) að
selja ísl. ull fyrir 70 amk. cent kílóið
þangað komna.
í byrjun sept. hafði verið selt töluvert
af ísl. ull frá Bretlandi til Póllands með
3. mán. gjaldfresti.
Síld: Pólverjar kaupa mjög mikið af
síld, og kemur hún mest öll um Danzig,
eins og flestar aðrar vörur, sem flytja þarf
um höfin, En ekki var unt að fá neina
skýrslu um það hve mikið væri innflutt
af síld. Einn síldarkaupmaðurinn sagði
mjer, að aðallega væri innflutt norsk og
bresk síld. Breska sildin líkaði ágætlega,