Verslunartíðindi - 01.12.1923, Qupperneq 12
140
VERSLUNAKTÍÐINDI
hæfilega stór og allur frágangur ágætur.
Það rayndi því verða örðugt, án mikillar
fyrirhafnar og kostnaðar að selja nokkuð,
sem þýddi af ísl síld, sem þætti of stór,
enda þótt hún að öðru leyti líkaði vel.
Hann sagði líka að fyrstu árin eftir strið-
ið, hefði mest af síldarsölunni verið í hönd-
um stjórnarinnar. Norska stjórnin hefði
bæði selt þangað og til Rússlands marga
farma, með löngum galdfresti. Þessa síld
hefði svo pólska stjórnin aftur selt með
miklurn affölium, og af þessum ástæðum
hefði varla verið gerlegt að fást nokkuð
við síldarverslun fyrir kaupmenn. öll að-
staða fyrir kaupmenn væri því mikið örð-
ugri en áður, þó þetta vitanlega breyttist
nú smátt og smátt til batnaðar. Aðrir
sögðu aftur á móti að selja myndi mega
töluvert af ísl. síld til Póllands og að inn-
fluttingur samtals myndi nema um 2 til
3000 tunnur.
Af iðnaðarlýsi selst nokkuð, en það er
mest í smáslöttum. Eitt firma, sem jeg
talaði við (sútunargerð) sagðist kaupa 50
til 60 smálestir yfir árið, og hefði borgað
í júní £ 333 fyrir 10 smálestir cif. Danzig,
eða sem svarar 0.84 d. kiló. Lýsið er
mest notað við sútun, því til sápugerðar
sögðust þeir þarna, sem víðar í þessum
löndum, ekki lengur nota lýsi. Og þess
vegna vilja menn helst fá smáslatta í einu.
Um sölu á gœrum var erfitt að fá nokkr-
ar upplýsingar til að byggja á. Flestir
sögðust ekki þekkja þær og þurfa að fá
sýnishorn. En væru þær nothæfar, sjer-
staklega hvað stærðina snerti, myndi vera
hægt að selja mikið af þeim. Eitt firma
hafði selt smá sendingu frá fyrra ári af ísl.
gærum og bjóst við að verðið myndi vera
nú sem svaraði 1.60 til 70 danska pr. kg.
þangað kornið.
Innflutningstollur er enginn á þeim vör-
um, sem Island framleiðir.
PólsJca gengið hefur verið mjög reikult
.Íííxf
‘i/
Málaflutningsskrifstofa
aðstoðar við kaup og sölu, annast inn- &
I
i/
i/
[x
i/
IX
£
\/
heimtu á víxlum, skuldabrjefum og öðrum
kröfum, semur arfleiðsluskrár kaupmála o. fl.
Gunnar E. Benediktsson
cand. juris
of,r . p. Skrifstofan, Lækjartorgi 2.
Heima, Bergstaðastræti 19.
1033.
853.
V|V V |Sí' VÍV VfV Vfx' ViVViV VJx' VfWfV ’-'fV VJV VJST VÍV55
og lækkað töluvert upp á síðkastið með
hruni þýska marksins. I sept. fjekst fyr-
ir 1 £ sterl. 1 milj. 25 þús. pólsk mörk,
en það svarar til 41 þús. p. m. fyrir 1
krónu danska.
Þó viðskiftahorfur við Pólland sem stend-
ur sjeu erfiðar, þá eru framtíðarskilyrði
landsins svo mikil, að það er áreiðanlega
þess vert, að vjer veitum því athygli sem
fram fer og fylgjum með verslunarástand-
inu og búum oss smátt og smátt undir
einhver framtíðarviðskifti, sem jeg býst
við að gætu orðið oss auðvænleg, bæði
með útfluttar og innfluttar vörum.
Niðurl.
Útlönd
Danmörk.
Útdráttur úr frjettaskeytum frá sendi-
herra Dana:
I fólksþinginu lagði Cold utanríkisráð-
herra fram verslunarsamning á milli Dan-
merkur og Finnlands og nær hann til
verslunar, iðnaðar, landbúnaðar, siglinga
og borgaralegra rjettinda þeirra þegna
annars rikisins, sem kreka atvinnu í hinu.
Mánaðeryfirlit þjóðbankans danska frá
30. nóv. sýnir, að liðarinn »útlendir korre-
spondenter® hefur hækkað úr 16,1 upp í